Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 90

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 90
90 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 í kjara samn inga gerðinni, skipulagi stéttar félaga, stjórn málum eða verk falls ­ hneigð opinberra starfsmanna. „Alþýðu sam band Íslands leikur stórt hlutverk í kjarasamningagerðinni á al menn um vinnumarkaði. Yfirleitt mótar ASÍ stefnu og kröfu gerð verka lýðs hreyf ­ ingarinnar gagnvart við semj ­ endum sínum, Sam tökum atvinnulífsins. Þegar svo háttar er hægt að tala um miðstýrða kjarasamningagerð. Þegar á hinn bóginn einstök stéttar félög eða landssamtök innan ASÍ kljúfa sig út úr þessu samn ­ ingaferli og semja beint við Samtök atvinnulífsins eða einstök fyrirtæki er kjarasamningagerðin dreifstýrðari. Allra síðustu ár hefur dreifstýring í kjarasamningum aukist. Flóa bandalagið svokallaða, sem er samflot stéttarfélaga verka manna á Faxaflóasvæðinu, hefur í síðustu tveimur kjara samn ingum klofið sig út úr heildarsamfloti allrar verkalýðs hreyfi ngarinnar og samið við viðsemjendur sína og gefið þannig tóninn fyrir aðra. Segja má að kjarasamningagerð á Íslandi sé miðstýrð þegar ASÍ semur fyrir hönd umbjóðenda sinna um sérstakan rammakjarasamning sem gilda á fyrir öll aðildarfélögin. Slíkt fyrirkomulag sést gjarnan þegar efna hagslífið er í lægð og eitt helsta baráttumál verkalýðs hreyfi ngarinnar er að verja kaupmáttinn. Á hinn bóginn er kjara samn ingagerðin dreifstýrð þegar vel árar og einstök stéttar félög meta samningsstöðu sína sterka og reyna að sækja aukin rétt indi til viðsemjenda sinna.“ Er það ekki einmitt ástandið sem ríkir núna? vantar pólitíSKt BaKlanD? Gylfi segir að þó að reglur sem samskipti á íslenskum vinnu ­ mark aði hvíla á líkist mjög því sem gerist og gengur annars staðar á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku, hafi verkföll á almennum vinnumarkaði hér á landi lengi vel verið mjög tíð. Hann vitnar í rannsókn sem gerð var á verkfallstíðni átján landa en þar sker Ísland sig sérstaklega úr, einkum og sér í lagi í því hversu lengi verkföll vara hverju sinni. Umfang verkfalla á Íslandi sé mun meira en hjá öðrum nor ­ rænum þjóð um. Hann vitnar í Stefán Ólafsson prófessor sem hafi bent á tvær meginskýringar á hárri verkfallstíðni hér á landi. Í fyrsta lagi hafi verkalýðshreyfingin verið sérlega upp ­ tekin í barátt unni við efnahagsstefnu stjórnvalda sem hefur haft áhrif á útkomu kjarasamninga. Í öðru lagi hafi skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar haft sitt að segja. Hún hafi ekki sama aðgang að vettvangi stjórn ­ málanna, líkt og t.d. í Svíþjóð þar sem jafn aðarmenn hafa lengstum verið við stjórnvölinn. Enn fremur megi nefna að samráð á íslenskum vinnumarkaði hef ur ekki verið jafnalgengt og annars staðar á Norðurlöndum, ef undan eru skilin síðustu fimmtán ár. Háa verkfallstíðni á íslensk um vinnumarkaði frá árinu 1977 megi hins vegar að stór um hluta rekja til verkfallshneigðar opinberra starfsmanna. Dagsbrúnarverkfall 1913 – Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík 26. janúar 1906. Félagið gerði hins vegar ekki skriflega kjarasamninga fyrr en eftir sitt fyrsta verkfall árið 1913 þegar verkamenn neituðu að fara að kröfum um lengingu vinnu dags um tvær stundir. Verkfall inu lauk með sigri Dags­ brúnar. hásetaverkfall 1916 – Stóð í tvær vikur og hafði veruleg áhrif til hagsbóta fyrir sjómenn. prentaraverkfall 1923 – Prentara verkfall hófst í Reykjavík. Prentsmiðjueigendur vildu lækka kaup um 19%, afnema kaup í sumarleyfi prentara og fella burt veikindastyrk (prentarar fengu fullt kaup í veikindum tólf daga á ári). Prentarar vildu fá 20% hækk- un fyrir vélsetjara. Átökin 1932 – Sjómannadeila í Vestmannaeyjum. Götubaradagi milli hægri­ og vinstrimanna. Skotið inn um glugga hjá Ísleifi Högnasyni, forystumanni kommún ista. Kveldúlfsverkfall í Eyjum. Atvinnuleysingjar taka þátt í verkfallsvörslu. Axel Björnsson, verkalýðsforingi í Keflavík, fluttur með valdi frá Keflavík til Reykja - víkur. Hannibal Valdimarsson, verkalýðsforingi á Ísafirði, fluttur með valdi frá Bolungarvík til síns heima. Sveini Benediktssyni at­ vinnurekanda vísað frá Siglufirði. Borðeyrardeilan 1934 – Hinn 7. maí árið 1934 spruttu upp miklar kjaradeilur í kjölfar kjara ­ samninga nýstofnaðs Verkalýðs­ og smábændafélags Hrútfirðinga. Deilurnar snerust um forgangsrétt félagsmanna til vinnu en hinn 7. maí sáu utanfélagsmenn á vegum kaupfélagsins um uppski­ pun úr Lagarfossi Eimskipafélags Íslands. Verkalýðssamband Norður lands lagði í kjölfarið bann á afgreiðslu Lagarfoss á Akur eyri, Húsavík, Eskifirði og Siglu firði. Nokkrum dögum síðar lagði verka lýðssambandið afgreiðslu ­ bann á öll skip Eimskipafélagsins eftir átök við uppskipun á Akureyri. Á Siglufirði urðu svo mestu átökin hinn 13. maí, við upp skipun úr Dettifossi, jafnan nefnd Dettifossslagurinn, en eftir það var samið um kaup og kjör sem kjarasamningur verkalýðsfé ­ lagsins kvað á um ásamt því að forgangsréttur félagsmanna var Helstu verkföll fyrr og nú Verkfallið 1997 stóð ekki lengi, hófst 23. mars en var frestað um 4 vikur hinn 25. mars meðan gengið væri frá þriggja ára samningi. Gylfi dalmann Aðalsteinsson. VinnuDeilur

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.