Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 15
staðar - Þegar ég var unglingur
skrópaði ég mig út úr flestum
kúrsum í menntaskólanum vegna
þess að ég lá á bókasafninu og
garfaði í Marx og Dostójevskí,
Rimbaud og Ginsberg. Samfé-
lagið er ekkert síður í Rimbaud
en Marx, pólitíkin er ekkert síður
í Gertrude Stein en Saramago.
Ekkert síður í bókunum á bóka-
safninu en því sem gerist í kenn-
slustofunum – ekkert síður á böll-
um og börum en í bókum. Það er
einfaldlega úti um allt. Og sá
sem hefur ekki áhuga á málefnum
samfélagsins hefur ekki áhuga á
neinu, punktur. Það er einfald-
lega dauð sál.“
– Og sá sem ekki hefur áhuga
á bókmenntum?
„Hann á einfaldlega alla mína
samúð. Það er vissulega menning
utan við bókmenntirnar - portú-
galski rithöfundurinn Saramago
sagði að gáfaðasti maður sem
hann hefði hitt hefði verið ólæs.
Það er bókmenntunum mikil-
vægt, tel ég, að losna við þá
kreddu að þær séu í sjálfum sér
nauðsynlegar eða heilagar. Það
þarf enginn á því að halda að
hafa lesið bók til að lifa almenni-
legu lífi. Á persónulegu leveli
get ég alveg viðurkennt að mér
þykir hugmyndin um líf án bók-
mennta voðalega leiðinleg – en
það er bókmenntanna að gera sig
gildandi, rithöfundanna að skrifa
eitthvað mikilvægt, skáldanna að
nálgast heilagleikann. En það á
ekki, eins og er alltof algengt, að
taka mikilvægi bókmennta sem
sjálfsögðum hlut og ýta bókum
að börnum eða fullorðnum eins
og þær séu vítamín. Það er
óttalega mikið af ruslhugsun í
bókum, rétt eins og það er mikið
um gull og gómsætar gersemar.
Og það er ekki alveg sama hvað
maður les.“
Alltof innvikl-
aður í Ísafjörð
Aftur að samfélaginu, sem
bókmenntirnar - vonandi - endur-
spegla. Heldurðu að þeir sem
alast upp á landsbyggðinni hafi
aðra sýn á samfélagið en þeir
sem alast upp á höfuðborgar-
svæðinu?
„Ég held að allir séu markaðir
uppruna sínum og það er annað
að alast upp niðri í Sundstræti en
í Breiðholtinu. Síðustu tvær
skáldsögur mínar hafa báðar
gerst í Reykjavík, og sú fyrsta
gerðist að mestu í bát á leiðinni
til Danmerkur og svo í Kaup-
mannahöfn. Ég hef stundum
furðað mig á því hvers vegna ég
skrifi ekki meira um Ísafjörð eða
Vestfirði og aldrei komist að
neinni niðurstöðu. Ég man eftir
því að hafa hitt Reykvíking í
Önundarfirði einu sinni sem var
búinn að læra nöfnin á öllum
hólum og hæðum, kominn í lopa-
peysu og rifnar gallabuxur, æstur
í kindur og fisk eins og það hefði
aldrei sést neitt jafn stórkostlegt
eða jafn raunverulegt á jörðinni
fyrr eða síðar.
Til Ísafjarðar koma túristar og
segja mér að fjöllin séu falleg
eða það sé vond lykt af slorinu.
Ég sé þetta ekki, ég er alveg ger-
samlega blindur á fegurð fjall-
anna eða fýlu slorsins, nema
kannski rétt fyrstu fimm mínút-
urnar eftir að ég kem heim. Ég
átta mig á því hvað fólk er að tala
um, en ég finn ekki fyrir því á
sama hátt og utanbæjarmaður.
Ekki svo að skilja að mér þyki
ekki vænt um fjöllin, þau eru
bara meira eins og til marks um
eitthvað annað – þau eru vegg-
irnir heima hjá mér og það eru
ekki veggirnir sem skipta máli
heldur fólkið sem dvelur á milli
þeirra. Reykjavík þekki ég hins
vegar passlega vel til að hafa þá
fjarlægð á hana að geta sagt eitt-
hvað um hana sem skiptir máli.
Ég er alltof innviklaður í Ísafjörð,
held ég.“
En nú ertu búinn að búa er-
lendis í nokkur ár. Skapar ekki
fjarlægðin svigrúm til að fara að
sjá Ísafjörð í skýrara ljósi?
„Mér sýnist ekki. Það er hægt
að taka strákinn úr Ísafirði, en
Ísafjörður verður ekki tekinn úr
stráknum. Hann á ég skuldlaust
og gæti ekki losnað við hann þó
ég vildi.“
– Ég veit að það er klisja, en
hugtakið „hinn reiði ungi maður“
kemur alltaf upp í hugann í
sambandi við þig. Nú ertu orðinn
þrítugur og nýorðinn pabbi.
Eitthvað farinn að mildast?
„Ég veit það ekki. Ég hef aldrei
upplifað mig sem það sturlaða
hörkutól sem sumir hafa kallað
mig. Ég held að Gæska sé síst
mildari skáldsaga en hinar fyrri.
Ég er kannski ekki alveg jafn
orðljótur og ég var þegar ég var
tvítugur, en það er heldur ekki
það sama að vera gamall og orð-
ljótur og ungur og orðljótur. Það
langar engan að verða Sverrir
Stormsker eða Ástþór Magnús-
son, það er einfaldlega ekki
heillandi hlutskipti. Fyrsta skáld-
sagan mín, Hugsjónadruslan,
fjallaði að einhverju leyti um
þessa undarlegu tvískiptingu til-
finningalífsins, að karlar og
konur væru ýmist mild eða hörð,
en ekki bæði. Ég vil helst vera
mildur þegar tilefni er til, þegar
ég er að knúsa konuna mína eða
kitla strákinn. En það þýðir ekki
að grundvallarafstaða mín til lífs-
ins sé mildin ein – sumt á ein-
faldlega ekki skilið neina mildi
og ég hef ekki í hyggju að gera
mildina að mínu ævistarfi. Ég
vil vera í flúxus í veröldinni, vil
að tilfinningar mínar og afstaða
stjórnist af þeim aðstæðum sem
ég er í. Ég er hvorutveggja mildur
og harður og legg mig fram um
að finna fyrir mér hvort heldur
sem er - lífið er of stutt til að
maður eyði því í einhverri lá-
deyðu. En ég er í mildari aðstæð-
um með heimili, konu og barn
en þegar ég bjó í 6 fermetra kytru
við Hringbrautina og eyddi
námslánunum mínum í bjór og
vitleysu. Að því leytinu til er ég
áreiðanlega miklu mildari.“
– Gæska er engan veginn mild
bók, þótt fyndin sé á köflum er
undiraldan þung og ádeilan sterk.
Verður það sama upp á teningn-
um í næstu skáldsögu?
„Ég hef satt að segja ekki hug-
mynd. Ég er rétt að byrja að
kortleggja næstu skáldsögu og
veit ekki einu sinni hvort ég noti
það kort eða geri nýtt. Ég geri
heldur ráð fyrir að næsta skáld-
saga verði öðruvísi, ég er með
svo mikla mótþróaþrjóskaröskun
– vil helst vera ósammála sjálfum
mér og halda á nýjar slóðir. Hún
verður kannski pólitísk. Og
kannski ádeila. En hún verður á
einhverjum öðrum nótum, leikin
í einhverjum öðrum skala á önnur
hljóðfæri,“ sagði Eiríkur Örn
Norðdahl, rithöfundur.
– fridrika@bb.is