Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 17 Alls ekki er víst að verktaka- fyrirtækið KNH ehf., þurfi raun- verulega að segja allt að 60 starfs- mönnum upp eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Fram kom í máli Kristjáns L. Möller sam- gönguráðherra á Alþingi, að hann hefði átt fund með forsvarsmanni fyrirtækisins. Kom þar fram að það færi að mestu eftir veðurfari í vetur hvort til uppsagna þurfi að koma. KNH vinnur að nokkrum framkvæmd- um í vegakerfinu og ef veðurað- stæður leyfa að þær framkvæmd- ir haldi áfram í vetur þarf ekki að koma til neinna uppsagna, að sögn Kristjáns. Honum hefði ver- ið tjáð að viðkomandi uppsagnir væru einungis varúðarráðstöfun til að gera ráð fyrir mögulegum slæmum aðstæðum, en fréttir af uppsögnunum hefðu verið afbak- aðar í fjölmiðlum. Lagði hann áherslu á að ráðgert væri að framkvæma í samgöngu- kerfinu fyrir níu til tíu milljarða á næsta ári, sem væri svipað hlut- fall af landsframleiðslu eins og var á góðærisárunum. Uppsagnir bara varúðarráðstöfun Fjörutíu og níu börn hafa kom- ið í heiminn á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði það sem af er ári. Það stefnir því ekki í að met verði slegið í fæðingum líkt og á síðasta ári þegar 73 börn fæddust á Ísafirði. „Það er þokkalegt að gera hjá okkur í desember og það verður á sjötta tug barna sem fæðast á Ísafirði samkvæmt áætlunum. Það þarf eitthvað mik- ið að gerast til að við förum yfir í sjöunda tuginn“, segir ljósmóðir Brynja Helgadóttir á FSÍ. Aðspurð hvort Vestfirðingar geti átt von á nýársbarni segir Brynja að allt sé mögulegt eins og staðan er í dag. „Það eru konur settar á tíma bæði í lok desember og byrjun næsta árs svo það gæti alveg gerst að Vestfirðingar eign- uðust nýársbarn og þess vegna jólabarn líka. En það er afar mik- ill vandi að vera sannspár í þess- um hlutum og því verður þetta bara allt að koma í ljós.“ Vestfirðingar voru ansi frjó- samir árið 2008 en ekki höfðu fleiri börn fæðst á Ísafirði síðan árið 1998. 52 börn fæddust á Ísafirði árið 2006 og 53 árið 2005 sem er heldur færra en árið þar á undan þegar 61 barn fæddist. Árið 2003 voru aðeins 49 fæð- ingar á Ísafirði en 62 börn fædd- ust árið 2002. – thelma@bb.is Nóg að gera á fæðingardeildinni 57,5% hækkun á fjárhagsað- stoð bæjarins til einstaklinga Fjörutíu og tveir einstaklingar fengu greiddar 5.297.687 krónur í fjárhagsaðstoð frá Ísafjarðarbæ á tímabilinu janúar til ágúst 2009. Að sögn Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar er þetta 57,5% hækkun frá sama tímabili árið 2008, en þá fengu fjörutíu einstaklingar 3.363.667 krónur greiddar í fjárhagsaðstoð. Athygli vekur að einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hefur einungis fjölgað um tvo, en Mar- grét segir það ekki segja alla sög- una. „Þessir fjörutíu og tveir ein- staklingar sem eru núna eru miklu stöðugri í fjárhagsaðstoðinni og þeir þurfa meiri aðstoð,“ segir Margrét. „Þetta er nú reyndar að gerast um allt land,“ segir hún, „en engu að síður er þetta ótrúleg hækkun. Það eru fleiri einstakl- ingar í lengri tíma á stöðugri fjár- hagsaðstoð heldur en voru í fyrra.“ Margrét segir of snemmt að segja til um hvort fleiri einstakl- ingar þarfnist fjárhagsaðstoðar fyrir jólin, en það sé sín tilfinning að róðurinn sé þyngri hjá fólki og fleiri muni þarfnast aðstoðar. Tölur á landsvísu liggja ekki fyrir árið 2009 en sé litið á landið í heild árið 2008 fengu 5.029 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfé- laga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 749 eða sem nemur 17,5% frá árinu áður. Árið 2003 þáðu 6.312 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfé- laga en til ársins 2007 fækkaði þeim jafnt og þétt eða sem nam 32% á öllu tímabilinu. Fjölmenn- asti hópurinn sem þáði fjárhags- aðstoð sveitarfélaga árið 2008 var sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (39% heimila) og einstæð- ar konur með börn (32,8% heimila). – fridrika@bb.is 42 einstaklingar fengu 5.297.687 krónur greiddar í fjárhagsaðstoð frá Ísafjarðarbæ frá janúar til ágúst 2009.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.