Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Page 4

Bæjarins besta - 29.07.2010, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Viðburðarík leiðsöguferð með draug sögumanninn eða gangárann Ragnar Ísleif Bragason, ljóðskáld og leikhúslistamann. Verkefnið þótti ganga með eindæmum vel og sótti á þær sú hugmynd að fara með Gangárann af stað í ferðalag um landið og nú er svo komið að þau heimsækja Flat- eyri. Hugmyndin er að virkja bæjarbúa og fólk frá nærliggjandi bæjum og sveitum til þess að taka þátt í viðburðinum, en hóp- urinn hlaut m.a. styrk frá Menn- ingarráði Vestfjarða. Bæjarins besta hafði sambandi við Aðal- heiði Halldórsdóttur dansara þeg- ar þær stöllur voru við undirbún- ing á Flateyri og forvitnaðist um verkefnið. „Þetta er verkefni sem við unnum fyrir Reykjavík Dans- festival í fyrra. Þetta er ekkert endilega bundið við dans frekar en önnur listform. Í Reykjavík var miðað við miðbæinn og Skuggahverfið. Við grúskuðum vel í sögunni og bjuggum til handrit út frá því. Við erum með flökkudraug og fólk leggur af stað í ferð undir hans leiðsögn. En fljótt skekkist leiðin og alls konar viðburðir og hlutir verða á vegi hópsins, hvort sem það er tónlist, dans eða sofandi maður. Gangárinn verður svo alltaf æstari og æstari. Hann er nefni- lega svolítið tímalaus draugur og þekkir menn sem voru uppi um 1500 alveg eins vel og mig og þig. Hann þekkir allt og alla. Við vorum með fimmtíu manna hóp í þessu í fyrra. Síðan lögðum við af stað út á land í sumar. Við komum fyrst við á Höfn í Horna- firði og höfðum ýmsar hugmynd- ir en við byrjuðum á því að semja handrit upp úr sögunni og lögð- um til fólk í verkefnið ásamt því að kynnast heimamönnum sem tóku einnig þátt í því.“ – En hvers vegna Flateyri? „Það hefur kannski ekki verið mikið af svona viðburðum hér. Okkur fannst það bara gaman að koma og kynnast þessum stað. Það eru tveir vinklar á þessu. Þetta er mikill fengur fyrir okkur að fá að koma og kynnast sögunni jafnt og fólki og öllu því sem átt hefur sér stað hér. Það er ótrúlega skemmtilegt fyrir okkur og verð- ur vonandi ánægjulegt fyrir bæj- arfélagið að fá okkur hingað með svona viðburð. Það er kannski meira um að vera á Ísafirði og minna á Flateyri. Þess vegna fannst okkur ofsalega gaman að koma hingað. Við erum tvær hérna núna en þetta er verkið okkar Valgerðar. Við erum báðir dansarar og höfum starfað sem slíkir í mörg ár. Það er okkar aðalatvinna en inn á milli hitt- umst við og grúskum eitthvað saman. Það eru um tíu ár frá því að við byrjuðum að vinna saman. Hugmyndin er okkar og við skrif- um þetta. Síðan fáum við til liðs við okkur Gangára en það er Ragnar Bragason sem fær það hlutverk í hendurnar.“ – Og þið viljið fá fólk í lið með ykkur? „Já. Við höfum fengið gríðar- lega hjálp frá Jóhönnu Kristjáns- dóttur á Flateyri en hún hefur sankað sér öllum upplýsingum sem hún finnur um Flateyri og fólkið hérna. Við höfðum ekki fundið neitt á bókasafninu sem kallast „Saga Flateyrar“ eða þess háttar. Starf hennar ótrúlega dýr- mætt en oftast höfum við unnið handritið fyrirfram. Nú þurfum við hins vegar að koma á staðinn og vinna handritið hér, sem er alls ekki leiðinlegt, en hún er með þetta allt í sínum fórum, þennan fjársjóð, og hefur verið svo yndisleg að leyfa okkur að ganga í hann. Við erum búin að sitja mikið og skrifa en í leiðinni ætlum við að kynnast fólkinu og fá það í lið með okkur malla eitthvað skemmtilegt. Það er gaman að koma á nýjan stað og fjöllin hérna eru engu lík, maður gjörsamlega dolfallinn. Svo er líka hrikalega gaman að kynnast nýju fólki.“ Aðalheiður kveðst aðeins einu sinni hafa komið til Flateyrar áður. Það hafi verið stutt stopp yfir einn dag um páskana en þær stöllur njóta sín vel á Flateyri. En í stuttu máli, þá er gangárinn hálfgerður leiðsögu-draugur? „Já, hann tekur fólk í sögulega leiðsöguferð en það er bara spurning hvað gerist á leiðinni. Alls konar atburði sem tengjast sögu Flateyrar, hvort sem það eru mjög áberandi tengingar eða eitthvað sem við skiljum, sem kemur svo kannski út sem eitt- hvað annað. Við hvetjum alla frá stöðunum í kring að fá sér laug- ardagsbíltúr, fá sér kannski ís og koma í óvissuferð um Flateyri,“ segir Aðalheiður að lokum áður en þær vinkonur halda áfram að grúska og fræðast um staðinn. Dansararnir og danshöfund- arnir Aðalheiður Halldórsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir hafa skapað heim gangárans, sem er svokölluð dansganga þar fólk fer í leiðsöguferð með draugnum Gang- ára, en gangári er gamalt orð yfir flökkudraug. Gangári heimsótti Flateyri í síðustu viku en þær Aðalheiður og Valgerður hafa að undanförnu unnið við undir- búning á viðburðinum. Fólst það m.a. í því að koma til Flateyrar og grúska í sögu bæjarins. Aðalheiður og Valgerður starfa saman undir nafninu Vaðall en þær hafa samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn og Reykjavík Dansfestival á und- anförnum árum, en það eru ein- mitt 10 ár frá því þær hófu sam- starf. Þær hafa báðar starfað sem dansarar hjá Íslenska dansflokkn- um til fjölda ára og hlutu báðar nýverið tilnefningu til Grímunnar sem dansarar ársins. Þá hefur Valgerður starfað undanfarin þrjú ár með einum virtasta dans- höfundi Belgíu, Sidi Larbi Cher- kaoui. Það var fyrir tilstilli Reykjavík Dansfestival 2009 sem þær sköp- uðu svokallaða dansgöngu sem kallaðist Var það gangári? Þær unnu verkið í samstarfi við leið-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.