Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 29.07.2010, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Kristján Einarsson, símar 456 4560 og 848 3403, kristjan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X Spurningin Verður þú á faralds- fæti um verslunar- mannahelgina? Alls svöruðu 319. Já sögðu 104 eða 33% Nei sögðu 215 eða 67% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Ritstjórnargrein Nýtum rekann Helgarveðrið Horfur á föstudag: Hæg NA-læg eða breytileg átt, bjart með köflum og dálitlar skúrir, einkum og sunnan- og vestantil. Hiti breytist lítið. Horfur á laugardag: Gengur í ákveðna sunnanátt um tíma með rigningu, fyrst sunnan- og vestanlands. Horfur á sunnudag og mánudag: Lítur út fyrir vestlæga átt og milt veður. Væta öðru hverju, síst þó SA-lands. Danska varðskipið Vædderen vakti athygli þar sem það lá við bryggju í Ísafjarðarhöfn fyrir skömmu. Í viðtali við BB sagði skipherrann ástæðuna fyrir heimsókninni meðal annars þá að Ísafjörður væri ,,hentugur staður til að koma í höfn. Hér getum við birgt okkur upp og sinnt viðhaldi á skipinu. Það er því hagkvæmt fyrir okkur að stoppa hér.“ Ástæða er til að draga fram hvað gerst hefur í baráttunni fyrir að þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland verði staðsett á Vestfjörðum. Ber þar fyrst að nefna þátt Úlfars Ágústssonar, sem árum saman hefur verið ötull talsmaður málsins; þá samþykktir bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar hvar m.a. var ýtt úr vör starfi atvinnumálanefndar og hafnastjórn- ar um að vinna að tillögum um aukin umsvif og þjónustu Ísafjarðar- hafna, að ógleymdu að á lokadegi Alþingis í mars 2007 fékk Lilja Rafney Magnúsdóttir, þáverandi varaþingmaður VG í NV-kjördæmi, samþykkta (samhljóða) þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni væri falið að gera úttekt á möguleikum þess að efla norðanverða Vest- firði sem miðstöð þjónustu við Austur Grænland og skoða sérstaklega þann kost að þjónustumiðstöð og umskipunarhöfn fyrir siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. Fram kom í tillögunni að hafa beri samráð við heimamenn við gerð úttektarinnar. Um árabil var Ísafjarðarflugvöllur burðarás í þjónustu Flugfélags Íslands við fyrirtæki á Austur-Grænlandi eða allt þar til breyttar regl- ur um rekstur flugvalla, sem leiddu til þess að flugvöllurinn hafði ekki lengur leyfi fyrir millilandaflugi, tóku gildi. Í okt. 2008 kvað sam- gönguráðherra uppúr með að ,,millilandaflug frá Ísafirði (yrði) alltaf takmarkað.“ Hins vegar væri sá kostur í stöðunni ,,að skilgreina Ísa- fjarðarflugvöll sem svokallaðan flugvöll II,“ en þar er ekki krafist öryggisstjórnunarkerfis líkt og á flugvelli I. Nú hafa þingmenn Norðvesturkjördæmis, að undanskildum sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, lagt fram þingsályktunartillögu þar sem ,,Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að tryggja að til staðar sé á Ísafjarðarflugvelli nægjanlegur búnaður og aðstaða svo hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með flugvélum sem í dag hafa heimild til þess að fljúga um völlinn.“ Þarft mál að taka af skarið. Þetta mál er eitt af mörgum sem stuðlað gætu að eflingu byggðar á Vestfjörðum, ef fram næði að ganga. Þrjú ár eru liðin síðan tillaga Lilju Rafneyjar var samþykkt: Situr þar við sama? Er úttekt hafin? Hefur verið haft samband við heimamenn? Hvernig vindur fram störfum at- vinnumálanefndar og hafnastjórnar um aukin umsvif hafna bæjarins? Hér er þörf fyrir eftirfylgni. Það vantar ekki að margvíslegan reka hef- ur borið á fjörur Vestfjarða hvað atvinnutækifæri varðar í gegnum árin. Minna fer fyrir að tekist hafi að nýta hann. Um það snýst málið. s.h. Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar telur æskilegt að farið verði í rannsóknir og mælingar á skólp- mengun í Skutulsfirði. Nefndin hefur lagt til að gerð verði kostn- aðaráætlun fyrir verkið. Eins og fram hefur komið hafa bæjar- yfirvöld Ísafjarðarbæjar óskað eftir því við Umhverfisstofnun að Skutulsfjörður verði skil- greindur sem „síður viðkvæmur viðtaki“ en þannig flokkast ár- mynni og strandsjór þar sem end- urnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Umhverfisstofnun taldi hins veg- ar að gögn sem fylgdu umsókn Ísafjarðarbæjar væru ekki full- nægjandi til þess að stofnunin gæti metið hæfni viðtakandans samkvæmt reglugerð um fráveit- ur og skólp. Umhverfisstofnun gerði athuga- semdir við að ekki væri ljóst á gögnunum frá Ísafjarðarbæ hversu langt út útrásirnar ná og á hvaða dýpi þær eru. Samkvæmt upplýs- ingum Ísafjarðarbæjar eru um sjö útrásir frá bæjarfélaginu. Einnig eru að mati Umhverfisstofnunar ekki fullnægjandi upplýsingar um hreinsun skólps, hvorki frá íbúum eða iðnaði. Stofnunin benti á að öllu skólpi sem veitt er til sjávar skal veitt minnst 5 metra niður fyrir meðalstórstraums- fjöruborð eða 20 metra út frá meðalstórstraumsfjörumörkum. Óheimilt sé að leiða skólp þannig að frárennslisop opnist til hafna. Öll útrásaropin eru líklegast inn- an hafnarsvæðis ef marka má hafnarreglugerð fyrir hafnir Ísa- fjarðarbæjar. Umhverfisstofnun telur einnig eðlilegt að fjallað sé um áhrif losunar skólps á svæði á náttúru- minjaskrár í grennd við Ísafjarð- arbæ. – thelma@bb.is Rannsaka skólpmengun í Skutulsfirði Skutulsfjörður.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.