Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 8

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Um 200 keppendur tóku þátt í á árlegu Sparisjóðsmóti Ung- mennafélags Bolungarvíkur sem haldið var í blíðskaparveðri í Bolungarvík á laugardag. Mótið er einn stærsti viðburður ársins hjá ungu knattspyrnufólki á norðanverðum Vestfjörðum.„Þetta gekk rosa vel og var mjög skemmtilegt. Veðrið hefur alltaf sitt að segja og við fengum þessa einmuna blíðu. Í fyrsta sinn í langan tíma fengum við lið í gistingu en keppendur komu frá Herði frá Patreksfirði. Svo voru einnig keppendur frá Ísafirði, Súðavík og Suðureyri,“ segir Helga Jónsdóttir ein af skipuleggjendum móts- ins. Keppendur voru í 5.-8. flokki karla og kvenna en í þeim leika ungmenni sem fædd eru árin 1998-2004. Að móti loknu á laugardag var boðið upp á grillveislu og frítt var í sund í Bolungarvík. Sig- urjón J. Sigurðsson kom við á mótinu og tók þar meðfylgjandi myndir. 200 keppendur á Sparisjóðsmóti

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.