Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 10

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Í betra formi en fyrir fimmtá – Geiri Bjartar á Ísafirði eða Geiri á Guggunni stiklar á mörgu frá langri ævi Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Ísafirði, fullu nafni Ásgeir Guð- bjartur Guðbjartsson en betur þekktur í daglegu tali sem Geiri Bjartar eða Geiri á Guggunni, er einn af nafnkunnustu aflaskip- stjórum landsins. Hann er sestur í helgan stein fyrir allmörgum árum enda kominn á níræðisaldur en stundar útivist af krafti og kveðst vera í miklu betra líkam- legu formi en fyrir fimmtán árum þegar hann hætti á sjónum. Í góðu veðri má sjá hann stika stórum á Ísafirði – á stuttbuxum rétt eins og suður á Kanarí. Það er ákaflega létt yfir Geira þegar við eigum dálítið samtal þar sem litið er yfir langa og við- burðaríka ævi. Þar hafa reyndar skipst á skin og skúrir eins og jafnan hjá okkur mannfólkinu. Geiri Bjartar er fæddur í Kjós í Grunnavíkurhreppi í Jökul- fjörðum 31. júlí 1928 þannig að hann fyllir 82 árin eftir tvo daga. Foreldrar hans voru Jónína Þóra Guðbjartsdóttir og Guðbjartur Ásgeirsson. „Ragnheiður Jónsdóttir amma mín bjó í Kjós og heima hjá henni fæddi móðir mín mig en síðan var ég allra fyrstu æviárin í Hnífs- dal. Ég var tveggja ára þegar við fluttumst úr Hnífsdal hingað á Ísafjörð og eftir það ólst ég upp í Dokkunni hér á Ísafirði. Þess vegna var ég alltaf í æsku minni með annan fótinn við sjóinn, að vaða á rifinu og alltaf með báta í höndunum að stúdera hvernig þeir fóru í ölduna og slíkt. Svo þegar ég var kominn um sjö-átta ára aldurinn voru þeir þarna með skektur bæði Sæmundur gamli á Naustunum og Beggi gamli á Arnarnesinu og fleiri og maður fékk pláss hjá þeim og var mikið að leika sér á skektunum.“ Vandist því snemma að vinna Síðan lá leið Ásgeirs eins og gengur í barnaskólann og í sveit á sumrin. „Ég var í þrjú sumur í sveit hjá ömmu minni í Kjós í Grunnavíkurhreppi. Það var góð- ur skóli að vera þar, hún var mikill stjórnandi hún amma mín. Þar var nú tekið á hlutunum. Mér fannst gott að vera þarna. Ég hélt kannski að maður mætti fara að leika sér ef það kom rigning, en það var nú ekki. Þá var maður bara settur í kartöflugarðana að reyta arfann. Ég vandist því snemma að vinna og fékk góðan skóla hjá ömmu minni. Þarna var ég meðal annars að rista torf. Eftir þetta var ég tvö sumur hjá séra Jóni Ólafssyni í Holti í Önundarfirði eða fram til þrettán ára aldurs. Það var ljómandi gott. Manni brá svolítið við að koma þar. Alltaf borðað á þriggja tíma fresti! Maður átti ekki því að venjast. Það var unnið í törnum og síðan tekinn matartími. Alveg lúxus að vera hjá séra Jóni.“ Alltaf sjó- veikur fyrstu árin „Það fyrsta sem ég fer á sjó er með pabba mínum þegar ég var nýfermdur, að verða fjórtán ára. Þá fórum við á dragnót og ég er upp á hálfan hlut hjá honum yfir sumarið. Túrarnir voru nokkuð langir eða fimm-sex sólarhringar og farið norður í Húnaflóann að veiða kola og annað og svo hérna á víkurnar líka. Síðan fór ég í beitningar hjá honum gamla mann- inum. Eftir það vann ég í sex-átta mánuði í Norðurtanganum þegar hann var opnaður en svo fór ég til Gunnars Pálssonar skipstjóra og beitti hjá honum í landi. Þegar ég er sextán ára gamall fer ég á sjóinn í fyrsta skipti fyrir alvöru á Sædísinni með Gunnari. Það var ágætt og fast sóttur sjórinn. Það veiddist svo mikið á stríðs- árunum. Við fengum oft ágætis róðra þannig að neglt var yfir gangana og allt saman. Menn voru með tíu-ellefu tonn í þessum litlu koppum. Svona byrjaði sjómennskan hjá mér. En ég var alltaf sjóveikur fyrstu árin. Ég vissi ekki hvar í andskotanum þetta ætlaði að enda með þessa sjóveiki. Síðan fóru stærri bátarnir að koma, Freydísin stóra og fleiri. Þá fór ég með Halldóri Sigurðs-

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.