Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 29.07.2010, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 pantað. Við eigendurnir í Hrönn hf. vorum ekki vanir því að skulda neinar súpur og auk þess komnir nokkuð til aldurs. Ég var á sjötugsaldri og Margrét systir mín tveimur árum eldri og sam- eigendurnir Marías og Guð- mundur komnir á áttræðisaldur. Það varð að samkomulagi okkar allra að selja bara skipið. Þetta þróaðist þannig að Samherji var álitlegasti kaupandinn og kom með besta tilboðið og við vorum öll sammála um að hann fengi skipið. Hjá mér var þetta hreinlega ævistarfið mitt og ég vildi ekki setja það í hendurnar á hverjum sem væri. Eitthvað kom til tals með Básafell en það var aldrei rætt neitt alvarlega. Við töldum eðlilegt og heppi- legt að skipið yrði áfram gert út frá Ísafirði. Svo kemur það bara upp að þeir vilja færa skipið til Akureyrar. Okkur brá nú and- skoti illa við það. Svo á endanum seldu þeir skipið til Þýskalands. Þrátt fyrir þetta kunni ég vel við þessa drengi hjá Samherja og var í varastjórn hjá þeim í eitt og hálft ár. Þeir tilkynntu bara að þeir þyrftu á þessum tilfæringum að halda til að reksturinn væri í góðu lagi. Gagnvart mér gekk allt eins og ráð hafði verið fyrir gert og allt í góðu lagi með það. En um leið og Þorsteinn Már Baldvinsson sagði mér að skipið yrði selt, þá tók ég þá ákvörðun að selja öll mín hlutabréf í Sam- herja. Það var þá sem ég fór út í að kaupa og selja hlutabréf í hinum og þessum fyrirtækjum. Það hef- ur gengið mjög vel.“ Þinn kvóti er búinn Ásgeir átti í smábátaútgerðum á Ísafirði þangað til fyrir fáum árum en stendur ekki í neinu slíku lengur. „Þegar ég fór að eldast fór ég að hlusta meira á konuna. Hún sagði við mig þegar ég var að skrattast í þessu: Þinn kvóti er búinn, þú verður að skilja það. Og ég hlýddi því og seldi. Við vorum alltaf svo samrýmd, alveg eins og ein manneskja. Ég var heppinn í þessum viðskiptum öll- um. Að minnsta kosti fær maður nóga eignaskattana þegar þeir eru farnir að leggja skatta á ein- hverjar krónur inni á bók!“ Stuttbuxurnar frá Kanarí – Þú ert í golfi og líka er sagt að þú sért hlaupandi um bæinn á stuttbuxum. „Ég er stundum á stuttbuxum, já. En það er ofsagt að ég sé að hlaupa. Ég er oft að labba á stutt- buxum þegar gott er veðrið. Ég hleyp ekki en ég geng líklega nokkuð greitt. Í vetur var ég í sex vikur úti á Kanarí og þar gekk maður svona. Ég fer bara í sömu fötin og þar þegar hér kemur fjórtán-fimmtán stiga hiti. Klukkan níu á morgnana fer ég hérna inn eftir á æfingavöllinn í golf. Þar er ég svona tvo klukku- tíma. Svo er prógramm hjá mér aftur klukkan eitt og þá labba ég minnst einn og hálfan klukku- tíma. Ég geng oft upp á Skíðaveg og hérna inn fjörðinn. Ég er miklu sprækari núna en þegar ég fékk Guðbjörgina 1994. Enda er ég búinn að losa mig við átján kíló. Það er aðallega vegna þess hvað ég er duglegur að hreyfa mig. Það er útiveran sem hefur allt að segja þegar maður fer að eldast. Það er enginn sem gerir þetta fyrir mann. Maður verður að gera þetta sjálfur. Ég er allt annar mað- ur núna en ég var fyrir fimmtán árum. Á þeim tíma hefði mér ekki þýtt að reyna að æða svona um og labba svona brekkurnar.“ Eldar ofan í sig sjálfur – Eldarðu ofan í þig sjálfur? „Já, ég var reyndar búinn að gera það í sjö-átta ár. Sirrý mín var búin að vera svo lasin. Varð- andi heimilisstörfin var þess vegna ekkert nýtt sem kom upp hjá mér þegar hún féll frá. Ég var vanur að þrífa og skella í þvottavélina og hengja út á snúru.“ Að svo mæltu er Geiri Bjartar farinn í morgungolfið inni í Tungudal. Hann hefur aldrei slegið slöku við um dagana og gerir ekki enn. – Hlynur Þór Magnússon. Ísfirski tónlistarmaður- inn Biggibix, eða Birgir Örn Sigurjónsson, lauk útgáfu- tónleikaröð sinni um Vest- firði með tónleikum í Al- þýðuhúsinu á Ísafirði á laugardag fyrir viku. „Þetta gekk mjög vel og það er gaman að sjá hvað okkur var vel tekið á þessum stöðum,“ segir Biggibix en tónleikaröðin hófst með tónleikum á Hólma- vík á miðvikudegi, því næst á Patreksfirði á fimmtudegi, Þingeyri á föstudegi og á Ísafirði á laugardegi. Að sögn Biggabix var mikið stuð á öllum stöðum en með honum í för var hljómsveit sem skipa þeir Halldór Gunnar Pálsson á gítar, Halldór Smárason á hljómborð, Valdimar Ol- geirsson á bassa og Jón Geir Jóhannsson á tromm- ur. Tónleikarnir voru haldn- ir í tilefni á fyrstu sólóplötu Biggabix sem kom út í mars og ber heitið Set Me On Fire. Vel heppnuð tónleikaröð Biggabix Frá tónleikum Biggabix í Alþýðuhúsinu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.