Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 29.07.2010, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 13 Átján holur í Syðri-Tungudal? Golfvallahönnuðurinn Ed- win Roald Rögnvaldson kastar fram þeirri hugmynd í leiðara nýjasta tölublaðs golfblaðsins „Hola í höggi“ að nýta mætti tvo 9 holu golfvelli sem einn 18 holu golfvöll. Þessi hug- mynd gæti gagnast golfvöllum þar sem stuttar vegalengdir eru milli golfvalla líkt og í tilfelli Syðridalsvallar í Bolungarvík og Tungudalsvallar á Ísafirði. Ljóst er að með góðum vilja má líta á tvo 9 holu golfvelli sem einn 18 holu golfvöll og ef t.d. Golfsamband Íslands gæfi út ákveðnar tilslakanir þess efnis að golfmót á mótaröðum GSÍ mættu fara fram á tveimur 9 holna golfvöllum væri möguleiki fyrir golfklúbbana í Bolungarvík og Ísafirði að halda saman stór mót á landsvísu. „Það væri óskandi að Golf- samband Íslands tæki þessa hugmynd til nánari skoðunar en verði hún að veruleika geta golfklúbbum á landsbyggðinni opnast ný tækifæri til fram- þróunar á næstu árum,“ segir á vikari.is þar sem greint er frá þessari hugmynd. – thelma@bb.is „Við stefnum að því að vera komin með markaðshæfa vöru árið 2012,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stjórnar- formaður nýsköpunarfyrirtækis- ins Kerecis á Ísafirði í ársskýrslu Matís fyrir árið 2009. Fyrirtækið vinnur að rannsóknum, vöruþró- un og framleiðslu á lækninga- vörum unnum úr fiskipróteinum, en Matís hefur komið að þróun- arvinnu fyrirtækisins og rann- sóknarstarfi. „Þær vörur sem við munum framleiða eru ætlaðar til með- höndlunar á þrálátum sárum. Þau fá um 0,8% allra t.d. í kjölfar sykursýki eða æðahrörnunar- sjúkdóma á síðustu árum ævinn- ar. Þrálát sár, sem ekki tekst að meðhöndla, eru algengasta ástæða þess að fólk missir útlimi og þarf að fá gervilimi. Vörur sem þessar nefnast stoðefni og eru í örum vexti á markaðnum í dag. Þau eru yfirleitt unnin úr spendýra- próteinum en okkar framleiðsla byggir á fiskipróteinum sem við teljum hafa ákveðna yfirburði. Annars vegar markaðslega og hins vegar virknilega yfirburði,“ er haft eftir Guðmundi í árs- skýrslunni. Hráefni í framleiðslu Kerecis er unnið úr eldisþorski frá Hrað- frystihúsinu Gunnvöru í Súðavík. Það er meðhöndlað á rannsóknar- stofu Kerecis á Ísafirði og byggt á aðferðum sem Matís þróaði með fyrirtækinu. Síðan heldur meðhöndlun áfram á rannsóknar- stofu Matís í Reykjavík og loks fer efnið sem úr þessu ferli fæst í prófunarferli í samvinnu við heil- brigðisstarfsmenn á Íslandi og erlendis. „Þegar þróunarferlinu lýkur kemur vinnslan síðan til með að verða á Ísafirði. En með- an á rannsóknar- og þróunarferl- inu stendur er Matís okkur mik- ilvægur samstarfsaðili,“ segir Guðmundur. – thelma@bb.is Stefna að markaðshæfri vöru árið 2012 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu bæjarfulltrú- anna Albertínu Elíasdóttur og Ei- ríks Finns Greipssonar um endur- skoðun á stjórnskipulagi safna Ísafjarðarbæjar. Tillagan er fram kom vegna þeirra tímamóta að forstöðumaður safna innan Safna- hússins á Ísafirði er að láta af störfum eftir 37 ár. Fram kemur í tillögu Albertínu og Eiríks að þau telji rétt að nota þessi tíma- mót til að skoða stjórnskipulag safna Ísafjarðarbæjar og þar sem samstarf er við aðra eins og Byggðasafn Vestfjarða, sem er í sameiginlegri eigu sveitarfélag- anna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum. „Gerð er sú tillaga að til bæj- arráðs að hafin verið vinna við skoðun núverandi stjórnskipu- lagi og tillögur um hugsanlegar breytingar á því lagðar fram til umræðu og frekari skoðunar. Verkinu verði stýrt af bæjarráði sem fer með yfirumsjón safna- mála í stjórnsýslu Ísafjarðarbæj- ar. Litið verði til stjórnskipulags annarra sveitarfélaga og samlaga í eigu sveitarfélaga í þessari vinnu og óskað eftir aðkomu þeirra er starfa að safnamálum í Ísafjarðar- bæ,“ segir m.a. í tillögunni. Markmiðið með endurskoðun á málaflokkum er m.a. að endur- skoða stjórnskipulag sem lengi hefur verið óbreytt. Skoða á hvort stjórnkerfið sé nægilega skilvirkt og hagkvæmt og skoða innra skipulag viðkomandi stofnana/ safna. Þá verður skoðað hvort samræma eigi stjórnun safnanna og hvort Byggðasafn Vestfjarða geti átt stjórnunarlega samleið með öðrum söfnun þrátt fyrir að vera í sameign þriggja sveitarfé- laga. Þá er markmiðið einnig að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri. Bæjarráð hefur eins og fyrr segir samþykkt tillöguna og einnig óskað eftir greinargerðum frá forstöðumönnum safnanna um núverandi rekstrarskipulag þeirra. – kristjan@bb.is Skoða stjórnskipulag safna Ísafjarðarbæjar Lager og inn- réttingar til sölu Lager og innréttingar úr blóma- og gjafavöru- versluninni Turninum, Ísafirði er til sölu. Tilboð berist fyrir kl. 12:00 föstudaginn 6. ágúst til skiptastjóra, Tryggva Guðmundssonar hdl., í annars vegar allan vörulager og hins vegar allar lausar innréttingar. Áhugasömum er bent á að tala við starfs- fólk Íslandsbanka á Ísafirði óski þeir eftir frek- ari upplýsingum eða til að skoða lagerinn. Skiptastjóri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Byggðasafnið í Neðstakaupstað.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.