Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 29.07.2010, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Tekist á í drullunni Ungar knattspyrnuhetjur gáfu fullorðnum keppendum Mýrarboltans ekkert eftir þegar spilaður var drullubolti á Sparisjóðsmóti UMFB. Á sunnudag héldu keppendur í 5.-7. flokki til Ísafjarðar þar sem tekist var á í drullunni. Tók það töluverðan tíma að til að vellirnir yrðu fýsilegir. Að því er fram kemur á vef Boltafélags Ísafjarðar þurfti 100 tonn af vatni auk stanslausrar vökvunar í alla nóttina, til að vellirnir yrðu sæmilega blautir. Það bar þó ávöxt erfiðisins því að sögn Helgu Jónsdóttur, eins skipuleggjenda mótsins, var ekki annað að heyra á keppendum en að þeir væru ánægðir með þessa viðbót við mótið. Sigurjón J. Sigurðsson kom við á mótinu og tók þar meðfylgjandi myndir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.