Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 15

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 15
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 15 Húsnæði til leigu Fasteignir ríkissjóðs vilja leigja neðangreint húsnæði: Raðhús að Urðarvegi 68, Ísafirði. Húsið, sem er 214m² á tveimur hæðum, er til leigu frá 1. september nk., til að a.m.k. eins árs. Húsið er til sýnis eftir nánara samkomulagi við Grétar Sigurðsson í síma 820 6007. Óskað er eftir skriflegu tilboði með upplýs- ingum um bjóðanda og leigufjárhæð. Tilboð berist Fasteignum ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík eða í netfang snaevar@fastrik.is, fyrir 15. ágúst nk. Vestfirska forlagið á Þingeyri opnaði nýlega lagersölu í gamla „sjoppuhúsinu“ við höfnina á staðnum. Þar eru til sölu allar þær bækur sem forlagið hefur gefið út, að undanskilinni allra fyrstu bókinni en forlagið gefur út bækur um Vestfirði og Vest- firðinga undir samheitinu „Bæk- urnar að vestan“ og leggur áherslu á að blanda saman gamni og al- vöru. Hallgrímur Sveinsson, bóksali situr vaktina í lagersöl- unni og er ánægður með viðtök- urnar. „Það eru margir búnir að kíkja við og salan hefur verið góð,“ segir Hallgrímur í samtali við Þingeyrarvefinn. Bækurnar eru allar á íslensku en til stendur að gefa út bækur með enskum texta á næsta ári en í þeim bókum verður birt brot af því besta úr vestfirsku bókunum ásamt myndum. Ekki er ákveðið hvað lagersalan verður opin langt fram á sumar en hún er opin alla daga frá kl. 14 – 17. Vestfirska forlagið opnar lagersölu Fann rostungstönn uppi á fjalli Árni Þór Helgason frá Alviðru í Dýrafirði fann rostungstönn á vægast sagt óvenjulegum stað á dögunum eða við gamla skíða- skálann á Seljalandsdal í Skutuls- firði. „Ég tel mig vita af hverju ég fann hana þarna. Þegar verið var að vinna við snjóflóðavarnar- garðinn var geymt sprengjuefni á þessum stað og þangað var komið með möl sem dælt hafði verið upp úr sjó. Tönnin hefur sjálfsagt komið með mölinni,“ segir Árni. Í fyrstu fann hana hálfa tönnina og var hún frekar illa farin. Er hann gekk aðeins lengra fann hann svo hinn helm- inginn. „Ekki bjóst ég við að finna rostungstönn á þessum stað. Eflaust hafa einhverjir rekist á tönnina áður en haldið að þetta væri steinn eða eitthvað og því ekki skeytt um það. En ég er frekar mikill grúskari og tók því eftir henni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni finnur tönn úr rostungi. „Ég fann aðra tönn í fjörunni í Dýra- firði vorið eftir hafísveturinn 2007,“ segir Árni. Þess má til fróðleiks geta að latneskt ættar- nafn rostunga, odobenus þýðir „sá sem fer um á tönnunum enda nota rostungar oft skögultennurn- ar til að draga sig upp á ísjaka. Stóru skögultennur voru áður fyrr kallaðar fílabein norðursins hafa oft á tíðum verið notaðar til að gera skrautmuni. Rostungar eru meðal stærstu hreifadýra jarðar, aðeins sæfílar eru stærri. Karldýr af Atlants- hafsdeilitegundinni eru rúm 900 kg og kvendýrin rúm 700 kg. Kyrrahafsdeilitegundin verður nokkuð stærri, karldýrin eru frá 800-1700 kg og kvendýrin 400- 1250 kg. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.