Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Page 16

Bæjarins besta - 29.07.2010, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 Nýr bæjarstjóri Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Nýr bæjarstjóri á Ísafirði, Daníel Jakobsson, er boðinn vel- kominn heim ásamt fjölskyldu. Faglega hefur verið staðið að ráðn- ingu nýs bæjarstjóra og vonandi hefur sá besti verið valinn. Að minnsta kosti geta íbúar Ísafjarðarbæjar vel við unað. Daníel ólst upp á Ísafirði og þekkir til þótt margt hafi breyst síðan hann flutti. En það sem skiptir mestu er að hann vill koma og hefur staðist þær kröfur sem gerðar eru til bæjarstjóra. Þeirra hlutverk er að stýra daglegum rekstri sveitarfélagsins og sjá um að pólitískar ákvarðanir bæjarstjórnar verði framkvæmdar í samræði við lög og góða siði og venju. Ávallt verða einhverja breytingar með nýjum mönnum og fróðlegt að sjá hverjar þær verða með hingaðkomu Daníels, sem hefur starfað sem útibússtjóri hjá Landsbankanum að Lauga- vegi 77 í Reykjavík. Hinn nýráðni bæjarstjóri hefur því bakgrunn úr viðskiptalífinu og tengsl við bankakerfið. Ætla má að hvort tveggja skipti máli fyrir rekstur sveitarfélags, þótt sá rekstur sé ólíkur því sem gerist í bönkum að minnsta kosti eins og hann var fyrir hrun. Ekkert af slíkum vinnubrögðum hentar vel í sveitarfélagi sem hefur mörg verkefni á sinni könnu og þarf að gæta aðhalds. Því má heldur ekki gleyma að bæjarstjórar koma oft fram út á við fyrir hönd sveitar- félagsins. Þar mun reynsla hans sem útibússtjóri væntanlega nýt- ast vel. En fyrst og fremst mun hann njóta þess gangvart bæjarbúum að þeir þekkja vel til hans og fjölskyldu hans, en faðir hans var sóknarprestur um nokkurt skeið á Ísafirði. Því má ekki gleyma heldur að Daníel er vel þekktur sem afreks- maður í skíðagöngu og hann átti sér glæsilegan feril sem íþrótta- maður. Það þykir okkur ekki ónýtt Ísfirðingum að geta státað af því að bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ sé afburðamaður í íþróttum, auk annarra kosta. Gerðar til hans miklar væntingar með réttu því hann hefur þann bakgrunn sem til þarf. Nokkur breyting verður á starfi bæjarstjórnar þegar bæjarstjóri er ekki lengur einn bæjarfull- trúa og er með því fyrirkomulagi horfið til þess sem lengst af hef- ur ríkt á Ísafirði. Ýmsir kostir fylgja því að bæjarstjóri sé pólitískt ábyrgur sem einn bæjarfulltrúa og því með fingurna á púlsinum allan tímann. En því fylgja líka margir kostir að bæjarstjóri sér ráðinn starfsmaður með skýra ábyrgð gagnvart vinnuveitanda sínum, bæjarstjórn fyrir hönd kjósenda. En stjórnmál eru list hins mögulega og sá sem gegnir starfi fram- kvæmdastjóra sveitarfélags, eins og það er kallað í sveitarstjórnar- lögum, ber mikla ábyrgð og ríkar skyldur. Bæjarstjórn ber auðvitað sjálf ríkustu skyldurnar og pólitíska ábyrgð sem fjölskipað stjórn- vald. Þó ævinlega sé talað um meirihluta og minnihluta í sveitar- stjórnum eru það fyrst og fremst hagsmunir kjósenda og íbúa sem eiga að ráða ferðinni í störfum og ákvarðanatöku. Bæjarstjórn og bæjarstjóri gegna þjónustuhlutverki og það er afar mikilvægt að vel takist til. Ástæðulaust er að efast um að því verði ekki vel sinnt af hálfu beggja. Að lokum eru árnaðaróskir til hins nýja bæjastjóra ítrekaðar og fyrrum bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar. smáar Til leigu er falleg og björt 2ja herb. íbúð, ca. 80m² á eyrinni á Ísafirði frá september nk. til maí 2011. Stórar svalir. Leig- ist með eða án húsgagna. Uppl. í síma 867 6657. Til leigu er 4ra herb. íbúð í Súðavík. Björt og rúmgóð 90 m² á jarðhæð í tvíbýli Laus frá 1. ágúst. Stutt í grunnskóla, leikskóla, íþróttahús. Uppl. á netf. omarjons@sudavik.is. Þar sem ég er að taka við af- leysingarstarfi sem forstöðu- maður hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Ísafirði frá og með 15 ágúst, óska ég eft- ir makaleiguskiptum á einbýl- ishúsi á Ísafirði eða nágrenni og á eign minni sem er 87m², 4ra herb. íbúð á besta stað í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúðin er í göngufæri frá Ægissíðunni, miðbænum og Háskólasvæð- inu. Uppl. gefur Hallgrímur í síma 848 0400 eða á netfang- inu hallgrg@hi.is. Til athugunar er að leigja út 120m² íbúð á eyrinni á Ísafirði í vetur, frá ca. 10. ágúst til 30. júní 2011. Uppl. gefnar í síma 00 47 480 70 568 frá 30. júlí. Til sölu er Atika handlangara- hrærivél. Uppl. í síma 898 0628. Til sölu er Palomino Colt felli- hýsi árg. 07 ásamt fortjaldi o.fl. Húsið er til sýnis í Súðavík. Uppl. í síma 691 1624. Ísfirski gullsmiðurinn Dýr- finna Torfadóttir tekur þátt í norrænni skartgripasýningu í Listasetrinu Tjörnedala í ná- grenni Simrishamn á Skáni í Svíþjóð. Sýningin ber yfir- skriftina Smycken så in i Norden eða frjálslega þýtt, Skart er í tísku á Norður- löndum. Sýningin er haldin að frumkvæði Samtaka lista- manna á Skáni og með stuðningi Norræna menn- ingarsjóðsins. Einum gullsmið frá hverju Norðurlandanna var boðin þátttaka í sýningunni auk átta fulltrúa frá Svíþjóð. Fyr- ir hönd Íslands sýnir Dýr- finna verk sín. Við val á þeim var haft að leiðarljósi sérstaða sem einkenna verk hennar, efnismeðferð og úr- vinnslu. Þar má nefna sútað fiskroð, íslenska steina og bein sem hún fellir með ýms- um hætti að hefðbundnum eðalmálmum. Sýningin stend- ur til 8. ágúst. Dýrfinna sýn- ir í Svíþjóð Grænlensk gestasýning ein- leikjahátíðarinnar Act alone á Ísafirði verður sýnd á opnunar- degi hátíðarinnar 13. ágúst. Um er að ræða sýningu frá Silamiut leikhúsinu í Grænlandi sem er eina atvinnuleikhús landsins. Sýn- ingin heitir „Long long ago...“ og þar býðst áhorfendum einstakt tækifæri til að fræðast um rætur og menningu Inúíta. Sýningin inniheldur þrjár Inútíasögur; Creation Story, The Mother of The Sea og The Sacred Gift of the Celebration. Leikari er Makka Kleist en leikstjóri er Svenn B. Syrin sem jafnframt er leikhús- stjóri Silamiut leikhússins. Sila- miut var stofnað árið 1984 og auk heimalandsins hefur leikhúsið sýnt víða um heim, t.d. Ástralíu, Bandaríkjunum og á Norður- löndunum. Sýnt verður í Edinborgarhús- inu og hefst sýningin kl. 20. Sýn- ingin er afurð vinasambands milli Kómedíuleikhússins og Silami- ut. Ekki eingöngu munu Græn- lendingar sýna á einleikjahátíð- inni heldur mun Kómedíuleik- húsið sýna hinn sívinsæla einleik Gísla Súrsson í Nuuk í Græn- landi. Act alone verður haldin í sjöunda sinn dagana 13. og 15. ágúst. Hátíðin er helguð einleikj- um og er meðal fárra slíkra í heim- inum. Að vanda verður dagskráin einleikin með bæði innlendum og erlendum sýningum. Aðgang- ur á hátíðina er ókeypis. Grænlendingar opna Act alone Geitungarnir komnir til að vera „Geitungarnir eru komnir til að vera. Eitranir hér og þar breyta litlu. Miklu betra er að sætta sig við þessi dýr og hætta að eyði- leggja góða daga af hræðslu við þau,“ segir Ásthildur Cecil Þórð- ardóttir garðyrkjustjóri Ísafjarð- arbæjar á bloggsíðu sinni. „Það sem ég skil ekki er þessi ofsalega hræðsla við geitunga, býflugur og kóngulær eins og áður sagði. Það er auðvitað til að geitungar verði aggressífir að hausti, en allt sumarið eru þeir sauðmeinlausir og bara að hugsa um sig og sína, eins og flestir aðrir,“ bætir hún við. Hún bendir á að geitungar eru nytsöm þar sem þau éta í sumum tilfellum lýs og önnur leiðindakvikindi. Í bloggfærslunni segir: „Núna í tvígang hef ég þurft að skipta mér af geitungabúum í einum skrúðgarðinum. Í öðru tilfellinu neyddist ég til að láta drepa íbú- ana, þar sem ég var að láta fólkið mitt gera við og mála hvalbeinið í Jónsgarði og þeir höfðu búið um sig upp í kjálkanum á beininu, og þarf þurfti að mála og fylla í. Í hinu tilvellinu var geitungabú rétt hjá þar sem stelpurnar mínar .þurftu að gróðursetja blóm. Ég bjargaði því við með því að gróð- ursetja sjálf blómin, allir voru glaðir, stelpurnar að sleppa við flugurnar, flugurnar að fá blómin nær heimaslóðum og ég að bjarga þessu við. Þær bentu mér svo á enn eitt búið, sem er virkilega flott og gaman að fylgjast með þessum tignarlegu flugum við iðju sína.“ – thelma@bb.is Geitungur.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.