Bæjarins besta - 29.07.2010, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010
Nokkuð hefur fjölgað komum
sportbáta til Ísafjarðarhafnar að
undanförnu. Bæði er aukning
meðal seglskútna og sportbáta
og hafa þeir verið nokkuð fyrr á
ferðinni en fyrri sumur. Nefnt
hefur verið að aðstaða í Ísafjarð-
arbæ hafi sína kosti og galla er
varðar komu sportbáta til Ísa-
fjarðar. Vilja sumir meina að
þjónustan sé lítil og ekki sé gert
mikið í komu slíkra báta til stað-
arins. Nefnt hefur verið að að-
staða fyrir sportbáta og skútur sé
barns síns tíma á Ísafjarðarhöfn.
En hverjir eru kostir og gallar
aðstöðunnar? Getur Ísafjörður
haslað sér völl sem sportbátamið-
stöð Íslands, eins og oft hefur
verið nefnt, og eru breytingar á
teikniborðinu? Bæjarins besta
spurði Albertínu Elíasdóttir, for-
mann hafnarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar, nánar út í málið.
„Það eru ótalmargir augljósir
kostir við sportbátaaðstöðuna á
Ísafirði. Sem dæmi má nefna
hversu miðsvæðis í bænum höfn-
in er og því stutt í alla þjónustu.
Svo má auðvitað ekki gleyma
hversu frábært allt svæðið hér í
kring er til siglinga, hvort sem er
á skútum eða vélbátum. Helsti
gallinn er líklega að aðstaðan er
ekki eins góð og á væri kosið
fyrir sportbáta, en það er vilji til
þess hjá nýrri hafnarstjórn að
bæta þá aðstöðu, líkt og var hjá
fyrri hafnarstjórn, og aðstaðan
hefur farið batnandi á síðustu
árum,“ segir Albertína.
Hún telur að Ísafjarðarhöfn
standi sig vel í þjónustu við sport-
báta og segir óhætt að fullyrða
að hér sé veitt persónuleg þjón-
usta.
„Þeir sem leggja upp að fá
rafmagn og vatn og aðra þjón-
ustu. Jafnframt reyna hafnar-
starfsmenn að vera fólki innan
handar, t.a.m. með því að aðstoða
það við að komast inn á flugvöll,
veita upplýsingar um veðurspár,
ískort og fleira.“
– Er það til skoðunar að Ísa-
fjörður verði sportbátamiðstöð
Íslands eins og stungið hefur ver-
ið upp á?
„Eins og fram kemur í meiri-
hlutasamningi nýs meirihluta er
ætlunin að fara í þá vinnu að
móta nýja framtíðarsýn fyrir
hafnir Ísafjarðarbæjar, þar á með-
al sjósportmiðstöð. Sú vinna mun
fara fram t.a.m. með íbúaþingum
þannig að íbúar sveitarfélagsins
og notendur þjónustunnar fá
tækifæri til að koma sínum hug-
myndum á framfæri. Það er þó
ljóst að það er vilji þessa meiri-
hluta og þess gamla að hér verði
sportbátamiðstöð Íslands. Má
sem dæmi nefna að fyrri hafnar-
stjórn óskaði eftir því við sam-
gönguráðherra og samgöngu-
ráðuneyti að þegar farið verði í
það verk að byggja varnargarða
fyrir Pollgötuna verði byggður
grjótgarður úti í Pollinum og inn-
an þess grjótgarðs verði þá búin
til almennileg sportbátahöfn.
Þegar það kemst í gegn verða
aðstæður vonandi orðnar þannig
að hafnarstjórn geti beitt sér að
alefli í að auglýsa höfnina sem
almennilega þjónustuhöfn fyrir
sportbáta.“
– Er einhver sem tekur á móti
fólki sem kemur hingað á bátum
eða skútum? Og er einhver sem
kynnir þá fyrir svæðinu og hvað
er áhugavert er að skoða?
„Starfsmenn hafnarinnar taka
á móti öllum bátum sem hingað
koma, þegar þeir vita af þeim.
Þeir veita fólki allar þær upplýs-
ingar sem óskað er eftir, en benda
fólki jafnframt á Upplýsingamið-
stöðina sem er rétt við hafnar-
kantinn í Edinborgarhúsinu þar
sem sérhæfðir starfsmenn eru til
staðar til að veita upplýsingar
um svæðið og hvað hægt sé að
gera hér.“
Nefnt hefur verið að aðstaða
til að koma vatni á sportbáta við
Ísafjarðarhöfn sé ekki næg. Al-
bertína segir svo ekki vera.
„Þeir bátar sem óska eftir að fá
vatn hafa fengið það, búið er að
tengja vatn og rafmagn við nýju
staurabryggjuna, þar sem reynt
er að hliðra til fyrir báta eins og
hægt er. En jafnvel þó þeir liggi
ekki þar, þá eru þeir alltaf af-
greiddir með vatn ef þeir óska þess.
Jafnframt eru starfsmenn hafnar-
innar áhöfnum innan handar við
að panta olíu og aðra þjónustu.“
Fjölgun sportbáta kallar vænt-
anlega á aukna þjónustu, þ.e. að-
stöðu til að komast á netið, í
þvottavélar, vatn, klósett o.s.frv.
Hvernig er þeim málum háttað?
„Höfnin, eins og aðrar stofn-
anir bæjarins, er alltaf að reyna
að bæta sig. Þó er staðreyndin sú
að sum þjónusta er í boði hjá einka-
aðilum og vafasamt að höfnin,
og þar með sveitarfélagið, eigi
að fara í samkeppni við þá aðila.
Það eru klósett á höfninni, auk
þess sem salerni eru í Upplýs-
ingamiðstöðinni sem rekin er að
hluta af Ísafjarðarbæ. Í Upplýs-
ingamiðstöðinni er einnig hægt
að komast á internetið. Hvað
varðar þvottaaðstöðu, þá er Efna-
laugin einmitt staðsett á höfninni
þar sem hægt er að láta þvo þvott
og fá afhentan samdægurs, ef
farið er með þvottinn að morgni.“
– Hvað ætlar ný hafnarstjórn
að gera í sambandi við komu
sportbáta og þjónustu við þá?
„Því er ekki að leyna að betri
þjónusta við sportbáta er nokkuð
sem við erum meðvituð um og
það er okkar hjartans mál að bæta
aðstöðuna okkar. Ef við fáum
þetta verkefni í gegn að Pollgatan
verði varin með varnargörðum
út á Pollinn, þá erum við tilbúin
í það verkefni að byggja upp
sportbátaaðstöðu þar.“
Verður Ísafjörður sport-
bátamiðstöð Íslands?