Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 19

Bæjarins besta - 29.07.2010, Síða 19
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 19 Sælkerinn Einfaldir saltfiskréttir og döðluterta Nokkur orð frá Vá Vesthópnum til foreldra Oft hafa foreldrar haft samband við meðlimi Vá Vesthópsins með spurningar um uppeldi. Í sumum tilvikum er um að ræða spurningar foreldra þar sem börn þeirra hafa misstigið sig og er þá gjarnan leitað ráða. Í þessu sambandi langar Vá Vesthópinn til að minna foreldra á eftirfarandi Eftirlitslausar útilegur og samkvæmi Þegar vetri lýkur breytist margt í daglegu lífi fjölskyldna. Það er ekki síst á vorin og sumrin sem foreldrar þurfa að halda vöku sinni fyrir velferð barna sinna. Þannig er mikilvægt að skilja ungmennin ekki eftir ein og eftirlitslaus heima þegar farið er í lengri eða skemmri tíma í burtu. Eins er mikilvægt að leyfa ekki eftirlitslaus samkvæmi í heimahúsum eða félagsheimilum, hvað þá útilegum. Enginn rekstraraðili samkomuhúss eða félagsheimilis ætti að lána eða leigja húsnæði til annarra en þeirra sem hafa a.m.k. náð sjálfræðisaldri. Sama á við um þá sem leigja út tjaldstæði. Þess eru dæmi að alvarlegir atburðir hafi gerst í útilegum þar sem ungmenni eru samankomin. Þá geta komið upp aðstæður sem ung- mennin ráða ekki við án aðstoðar fullorðinna og ábyrgra. Í þessu sambandi má nefna kynferðibrot og önnur ofbeldisbrot, neysla ólöglegra vímuefna og fl. Reynslan hefur sýnt að slíkar eftirlitslausar samkomur sækja ekki aðeins nánir vinir viðkomandi barna heldur „sogast“ þangað aðrir aðilar sem hafa ekki endilega í hyggju væntumþykju og heiðarlega framkomu gagnvart samborgurum sínum. Það er því heilög skylda okkar, foreldra sem og annarra samborgara, að hafa gætur á því að slíkar samkomur séu tilkynntar til foreldra viðkomandi barna og/ eða lögreglunnar sem og barnaverndaryfirvalda. Það er góð regla að hafa samband við foreldri barns sem býður til samkvæmis og athuga hvort þar verði einhver fullorðinn og svo framvegis. Slíkt ýtir líka undir það að góð regla verði viðhöfð í samkvæminu. Vakni grunur um að barni sé hætta búin með einhverjum hætti er hvatt til þess að yfirvöldum sé tilkynnt um það. Sími lögreglunnar er 450 3730, en sömuleiðis er hægt að ná til lögreglunnar og barnavernd- aryfirvalda í gegnum síma Neyðarlínunnar, 112. Fólk á að vera óhrætt við að hringja í það númer þó bein lífshætta liggi ekki við. DRÁTTARBRAUT TIL SÖLU Ísafjarðarbær auglýsir til sölu dráttarbraut og aðliggjandi mannvirki á Suðurtanga á Ísafirði. Frestur til að skila inn tilboðum er til 15. ágúst nk. Sjá nánar tilkynningu á heimasíðu Ísafjarð- arbæjar, www.isafjordur.is. Sælkeri vikunnar býður upp á tvo saltfiskrétti, annars vegar saltfisk með hvítlauk og hins vegar saltfisksalat. Einnig lætur hún fljóta með uppskrift að dýrindis döðlutertu. Saltfiskur með hvítlauk 800 g saltfiskur, skorinn í hæfi- lega bita Hveiti til að velta upp úr Ólífuolía til steikingar 16-20 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar 2 stk rauður chilipipar, fræ- hreinsað og saxað smátt 1-2 dl. svartar ólífur1 dl. hvít- vín Fiskbitarnir þerraðir vel áður en þeim er velt upp úr hveiti og síðan steiktir í ólífuolíu. Bitunum er raðaðir í eldfast mót og svartur pipar malaður yfir. Laukur og chilipipar steikt örstutt í ólífuolíu, hvítvíninu hellt yfir pönnuna og látið sjóða. Þessu er sáldrað yfir fiskinn og sett inn í heitan ofn í nokkrar mínútur. Saltfisksalat Útvatnaður saltfiskur, helst sólþurrkaður úr neðsta Sólþurrkaðir tómatar í olíu Ólífur, svartar og grænar Kapers Blaðlaukur Steinselja Svartur pipar Allt skorið og saxað að vild og blandað saman í skál. Bleytt í með olíunni af tómötunum og bætt við ólífuolíu ef þarf. Gott að láta salatið jafna sig í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er borið fram. Döðluterta 3 egg 1 bolli púðursykur 5 msk hveiti 1 tsk lyftiduft 100 g suðusúkkulaði, saxað 250 g döðlur, saxaðar Egg og púðursykur þeytt vel saman, lyftidufti og hveiti bland- að saman við súkkulaði og döðl- ur. Öllu hrært saman með sleif. Bakað í 2 hringlaga formum við 170° í 30 – 40 mín. Þegar botn- arnir hafa kólnað eru þeir lagðir saman með rjóma og flórsykur sigtaður yfir. Ég skora á Evu Baldursdóttur frá Ísafirði til að verða næsti sælkeri vikunnar. Sælkeri vikunnar er Marta Hlín Magnadóttir frá Ísafirði.Breskra sjómanna minnst Minningarstund var haldin við sjómannastyttuna á Eyrar- túni á Ísafirði fyrir stuttu þar sem minnst var breskra sjó- manna og skipa sem farist hafa við Íslandsstrendur. Frum- kvæðið að athöfninni átti gam- all enskur togaraskipstjóri frá Hull, Ken Knox að nafni, sem kom hingað með skemmti- ferðaskipinu Ocean Countess. Ken Knox er nú kominn á eftirlaun en hugur hans er þó enn bundinn hag sjómanna því Ken er meðlimur í Royal Nati- onal Mission to Deep Sea Fishermen og er formaður Hull deildarinnar. Samtökin eru hliðstæð um margt sjómanna- starfinu, sem Sigfús í Salem hélt hér uppi á Ísafirði í mörg ár. Ken lagði lárviðarkrans að styttu sjómannanna. Þennan krans hafði hann sjálfur gert og er þar í miðjunni spjald til minningar um þá bresku togara, sem fórust á Vestfjarðamiðum. Sóknarpresturinn á Ísafirði fór með bæn og minnst var látinna sjómanna við Íslandsstrendur. Ken flutti svo ljóð er hann hafði samið um líf sjóðmannsins. Síð- an flutti hann stutta tölu. Að lok- um afhenti hann Jóni Sigurpáls- syni, forstöðumanni Byggða- safns Vestfjarða, gömul sjókort, sem hann notaði þegar hann var hér við veiðar. Eru kortin gjöf frá honum til Sjóminja- safnsins á Ísafirði. Guðmundur M. Kristjáns- son hafnarstjóri þakkaði Ken fyrir komuna og sagði hann að ensk skip væru ávallt vel- komin í hafnir Ísafjarðarbæjar. Færði Guðmundur Ken platta að gjöf. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.