Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.2011, Síða 13

Bæjarins besta - 23.06.2011, Síða 13
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 13 Bráðadeild fær gjafir Rebekkustúkan Þórey hjá Oddfellowstúkunni á Ísa- firði afhenti Fjórðungs- sjúkrahúsinu höfðinglegar gjafir fyrir skemmstu. Um er að ræða búnað, húsgögn og innréttingar í aðstand- endaherbergi stofnunarinn- ar. Meðal gjafanna var glæsi- legur hornsófi, sjónvarp, ís- skápur og fleira sem prýðir herbergið og eykur notagildi þess. „Þessi gjöf kemur sér afar vel enda er mikilvægt fyrir aðstandendur að eiga sér hlý- legt afdrep innan veggja stofn- unarinnar. Einnig afhentu þær blöðruskanna á bráða- deildina sem kemur að góð- um notum,“ segir á vef Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða. „Merkilegt skref stigið í sögu háskólastarfsins á Íslandi“ „Í dag er stigið merkilegt skref í sögu háskólastarfs á Íslandi, þegar í fyrsta skipti er stofnað prófessorsembætti sem hefur megin starfsskyldur við rann- sóknasetur á landsbyggðinni, þ. e. Rannsóknasetur Háskóla Ísl- ands á Vestfjörðum og aðra há- skólastarfsemi á því svæði,“ sagði Kristján Möller alþingis- maður í ræðu sinni á þingi í síð- ustu viku vegna stofnunar pró- fessorsstöðu til heiðurs Jóni Sig- urðssyni. „Þessi uppbygging ber vitni mikilli framsýni af hálfu Háskóla Íslands og skilningi á því að rannsóknir og fræðastarf er nauðsynlegur þáttur í atvinnu- og menningarlífi alls staðar á landinu og má ekki vera bundið við örfáa staði. Kristján sagði þá ákvörðun Al- þingis að prófessor í stöðu tengdri nafni Jóns Sigurðssonar skuli hafa megin starfsskyldur á Vest- fjörðum muni verða mikil lyfti- stöng öðru rannsókna- og fræða- starfi þar. „Má þar nefna starf- semi Minningarsafns Jóns Sig- urðssonar á Hrafnseyri og sum- arháskólans sem haldinn er þar árlega. Auk þess verður staðan styrkur almennt fyrir sagnfræði og stjórnmála fræðirannsóknir á Vestfjörðum, en þar eru nú þegar ýmis hug- og félagsvísindaverk- efni s.s. rannsóknaverkefnið Vestfirðir á miðöldum, Þjóð- fræðistofa á Hólmavík og við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Patreksfirði er starfandi forn- leifafræðingur.“ Þá benti hann á að ákvörðunin er í samræmi við fyrirheit ríkis- stjórnarinnar í heimsókn til Vest- fjarða fyrr í vetur um að efla rannsóknir á svæðinu. Hann vitnaði í orð Jóns Sig- urðssonar í grein hans „Um al- þíng“ árið 1842 þar segir: „Vís- indi og kunnátta eru lykill að allri framför manna og hagsæld- um“ sagði Jón Sigurðsson í grein sinni. Taldi Kristján víst að slíkt hafi að Jóns mati ekki einvörð- ungu verið nauðsynlegt á þéttbýl- um svæðum. „Jón var þannig mikill hvatamaður að bættri menntun í sjávarútvegs- og land- búnaðarfræðum um land allt og samdi fræðslurit um hvort tveggja, sem dreift var alls staðar á land- inu. Og nefna má að hann mun ekki hafa átt lítinn þátt í upphafi sjómannafræðslu á Vestfjörðum upp úr 1850.“ Kristján sagði það skref sem hér væri stigið væri mikilvægt fordæmi öðrum aðilum, sjóðum, samtökum, stofnunum eða fyrir- tækjum. Þau geta farið að þessu fordæmi Alþingis og styrkt at- vinnu- og mannlíf alls staðar á landinu með því að styrkja eða staðsetja viðamikil störf á sviði rannsókna og fræða þar sem að- stæður eru hentugastar og þar sem störfin styðja við og styrkja aðra starfsemi á svæðinu. Að lokum sagði Kristján: „Megi prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar verða Vestfirðingum og landsmönnum öllum til heilla.“ – thelma@bb.is Pokasjóður hefur styrkt upp- byggingu Raggagarðs í Súðavík um eina milljón króna. „Við erum mjög þakklát og ánægð með að hljóta þennan styrk. Það er virki- lega hvetjandi þegar svona sjóðir og félagasamtök hafa trú á því sem við erum að gera,“ segir Vil- borg Arnarsdóttir umsjónarmað- ur garðsins. „Styrkurinn þýðir við getum haldið áfram að byggja upp fjölskyldugarð á Vestfjörð- um fyrir alla landsmenn.“ Ragga- garður hefur verið í uppbyggingu frá árinu 2004, fyrst og fremst hafa sjálfboðaliðar innt vinnuna af hendi en framkvæmdin hefur verið styrkt af fjölmörgum fé- lagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum í gegnum tíðina. „Við fáum aðstoð úr öllum áttum. Til dæmis voru við að opna nýja heimasíðu, en sá sem hannaði hana í sjálfboðavinnu og setti upp býr í Ástralíu,“ segir Vilborg. „Við erum búin að framkvæma fyrir hátt í 20 milljónir króna á þessum sjö árum enda er þarna risinn stór og skemmtilegur úti- vistargarður með fjölda leik- tækja,“ segir Vilborg sem bætir því við að nú verði breyttar áherslur í uppbyggingunni. „Hingað til hefur áherslan ver- ið á börnin og unglingana en nú ætlum við að sinna fullorðna fólkinu. Stefnan er að byggja upp nýtt útivistarsvæði fyrir ofan minningarreitinn en þar verður reist útisvið fyrir framan grafna mön þar sem fólk getur setið. Þá verður byggður 18 holu mini- golfvöllur og grafið fyrir lítilli tjörn og ýmislegt fleira. Við vilj- um skapa okkur sérstöðu fyrir garðinn og sækjum innblástur í náttúru og sögu Vestfjarða. Þarna verður t.d. rekaviðarskógur með listamannalundi sem ég held að sé alfarið vestfirskt fyrirbæri,“ segir Vilborg. Sigurður Friðgeirsson lands- lagsarkitekt er að leggja loka- hönd á teikningar fyrir svæðið og vonandi getum við hafist handa við að gróðursetja og ann- að þess háttar núna síðsumars,“ segir Vilborg sem vonar að sem flestir Vestfirðingar leggi leið sína til Súðavíkur og taki þátt í uppbyggingunni. „Garðurinn er í Súðavík en hann er fyrir alla Vestfirðinga. Það væri t.d. gaman að sjá foreldra leik- og grunn- skólabarna leggja leið sína hing- að með börnin. Hér ríkir alltaf frábær stemmning í vinnunni, allir fá kaffi og kleinur og að degi loknum hafa börnin eignast raunverulega hlutdeild í garð- inum.“ – kte@bb.is Uppbygging Raggagarðs heldur áfram Reisa virkjun í Önundarfirði Virkjunarframkvæmdir eru hafnar í Nauta- skál í Breiðadal í Önundarfirði. „Við erum byrjaðir á jarðvegsvinnu og stefnan er að klára verkið fyrir áramót,“ segir Aðalsteinn Bjarnason, sem bæði fer fyrir framkvæmd- unum og er eigandi virkjunarinnar. Hann er vel kunnugur staðháttum í nágrenninu enda ólst hann upp á Veðrará í Önundarfirði. „Und- irbúningurinn hefur staðið yfir í þó nokkuð langan tíma. Við byrjuðum á vatnsmælingum árið 2000 og höfum stundað mælingar reglu- lega síðan þá. Við verðum að jafnaði þrír til fjórir við framkvæmdina og munum tengjum virkjunina við raforkukerfið um áramótin,“ segir Aðalsteinn og bætir því að rafmagnið verði selt til Orkubús Vestfjarða. Aðalsteinn segir að virkjunin muni fram- leiða 450 KW. „Þetta er ekki mikið vatns- magn sem við erum að virkja en á móti kemur að fallhæðin er töluverð eða 250 metrar. Vélarnar eru framleiddar hér á landi af Eiði Jónssyni í Þingeyjarsýslu. Þar hafa túrbínur verið framleiddar í meira en 50 ár með mjög góðum árangri,“ segir Aðalsteinn. Séð inn Breiðadalinn. Nautaskálin þar sem verið er að virkja sést þó ekki á myndinni en hún er á vinstri hönd þegar keyrt er niður dalinn. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.