Bæjarins besta - 10.01.2013, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
„Fánasmiðjan er búinn að ganga
í gegnum algjöra endurnýjun
eftir brunatjónið sem fyrirtækið
varð fyrir í sumar. Brotist var inn
í fyrirtækið og kveikt í með þeim
afleiðingum að það skemmdust
nær öll tæki, lager og búnaður
félagsins. Þó slapp silkiprentvélin
sem prentar fyrirtækjafánana.
Við náðum að koma henni mjög
fljótlega í gang aftur og héldum
þannig starfseminni áfram, ásamt
því að semja við góðviljaða aðila
sem tóku að sér að prenta fána
fyrir okkur í erfiðleikum okkar,
þannig að við gátum haldið áfram
að þjónusta viðskiptavini okkar,“
segir Örn Smári Gíslason fram-
kvæmdastjóri Fánasmiðjunnar,
en hún opnar formlega að nýju á
laugardag.
Fljótlega var ákveðið að endur-
byggja fyrirtækið þrátt fyrir þá
vitneskju brennuvargur gengi
laus í bænum. Félagið hefði ekki
getað þolað annað tjón af þessu
tagi, að sögn Arnar Smára, nóg
þurfti að leggja undir til að end-
urbyggja félagið. Þótt trygging-
arnar hafi bætt hluta af tjóninu
var ekki bætt rekstrartap sem fé-
lagið varð fyrir en vertíðin er á
sumrin og kom gerðist þetta því
á versta tíma.
Fánasmiðjan flutti til bráða-
birgða á fyrstu hæð hússins, sem
slapp við brunatjónið, og hélt
þjónustunni áfram eins og hægt
var við þessar aðstæður. Á sama
tíma var farið í að hreinsa út
brunarústirnar og skipuleggja og
innrétta hæðina upp á nýtt þar
sem hún var eins og fokheld eftir
að búið var að hreinsa út. Það
þurfti að skipta um allar raflagnir
byggja upp nýja milliveggi, lofta-
efni og lagfæra gólf og fleira. Nú
voru sett upp fullkomin bruna-
og þjófavarnarkerfi til að koma í
veg fyrir svona skaða aftur.
Fjárfest var í nýjum tækjum
og var ákveðið var að kaupa nýj-
ustu og fullkomnustu græjurnar
til að auka gæðin og afköstin.
Einnig var það hugsað til að auka
möguleika í prentun. Fyrir valinu
urðu prentarar og skurðarplott-
erar frá japanska fyrirtækinu
Mimaki, en þeir eru einna stærstir
á markaðnum núna. Búið er að
tilkeyra tækin nokkuð vel og
reynast þau vonum framar. Menn
horfa björtum augum á framtíð-
ina.Opnunin hefst kl. 13.00 á
laugardag og stendur til 17:00,
en heitt verður á könnunni.
Fánasmiðjan risin
upp úr brunarústum
„Ég hefði haldið að þrjátíu og
fjórir kosnir þingmenn jafnaðar-
manna hefðu getað gert þetta í
upphafi kjörtímabilsins. Þeim
hrýs hinsvegar hugur við það eitt
að láta höfuðborgarbúa leggja
eitthvað til, svo hægt sé að jafna
lífskjör íbúanna í landinu,“ segir
Kristinn H. Gunnarsson fyrrum
alþingismaður, en hann telur rík-
isstjórnina hafa áunnið lítið á nú-
verandi kjörtímabili í jöfnun hús-
hitunarkostnaðar í landinu, og
einnig í raforkumálum.
Kristinn segir að jarðhitinn í
landinu sé þjóðarauðlind, sem
eigi að nýta og dreifa til landsins
alls og íbúa þess rétt eins og
fiskurinn í sjónum. „Það er eins
með jarðhitann eins og fiskinn.
Þetta er þjóðareign og ávinning-
inn á að færa til allra, ekki bara
til þeirra sem við á heitum svæð-
um. Þeir eiga frekar að borga
aðeins meira svo allir geti notið
notið þessarar auðlindar,“ segir
Kristinn, sem bætir því við að
raforkumálin séu einnig í flækju
inni á Alþingi.
„Jöfnun raforkuverðs er einnig
hlutur sem núverandi ríkisstjórn
hafði góð áform um að gera, en
hefur ekki gert. Viljinn til að
jafna lífskjör í landinu er orðinn
ansi daufur hjá þessum fjórum
stjórnmálaflokkum,“ segir Krist-
inn, sem telur að raforkukerfið
og gagnaflutningakerfið þurfi að
styrkja bæði á Vestfjörðum og á
Snæfellsnesi og því þurfi að
virkja meira á Vestfjörðum, svo
heimamenn geti stuðst við eigin
framleiðslu.
Kristinn telur ekki rétt að ráðast
á Orkubú Vestfjarða þegar raf-
magnsvandræði á Vestfjörðum
koma upp. „Það er erfitt að hengja
Orkubú Vestfjarða upp á snaga í
þessu máli, þar sem ríkið á fyrir-
tækið og skammtar því skilyrði.
Starfsmenn Orkubúsins hafa
staðið sig vel og gert vel úr hlut-
unum,“ segir Kristinn, sem ný-
lega hefur gengið í stjórnmála-
samtökin Dögun og liggur nú
undir feldi um hvort hann hyggi
á endurkomu á Alþingi.
Jarðhitinn eins og fiskurinn
„Miðað við aðstæður og þá
fækkun sem verið hefur í fjórð-
ungnum á undanförnum árum
finnst manni sala á fasteignum
skárri en tölur um fólksfækkun
gefa til kynna. Kannski er það
vísir að því að dæmið sé að snúast
við,“ segir Tryggvi Guðmunds-
son, annar eigenda Fasteignasölu
Vestfjarða. Að sögn Tryggva var
sala fasteigna á Vestfjörðum
svipuð í fyrra og árið 2011, en
eftirspurn eftir einbýlishúsum
hefur aukist. Vel hefur selst af
húsum í Holtahverfi á Ísafirði og
í Bolungarvík.
Aðspurður um verðlag fast-
eigna segir Tryggvi að stöðnun
hafi verið frá hruni. „Við erum
þó að sjá minni verðhækkanir
hér heldur en annars staðar. Fast-
eignaverðið helst lægra, en það
hefur alltaf verið lægra á jaðar-
svæðum,“ segir Tryggvi og bætir
því við að verðsveiflur hafi verið
minni eftir hrun á Vestfjörðum
heldur en á höfuðborgarsvæðinu,
en þar var mikið byggt rétt fyrir
hrun. Tryggvi telur að verð fast-
eigna gæti farið hækkandi á höf-
uðborgarsvæðinu á næstu
misserum.
Tryggvi segir það fyrst og
fremst yngra fólk sem festi
kaup á stærri eignum, eins og
einbýlishúsum. „Unga fólkið
virðist vera að kaupa húsnæði
í töluvert meira magni en á
undanförnum árum. Vonandi
leiðir þetta til aukinnar bjart-
sýni hjá ungu fólki og það sjái
möguleika í því að setjast að á
Vestfjörðum,“ segir Tryggvi,
sem hefur selt fasteignir á Vest-
fjörðum frá árinu 1976.
Ungt fólk vill einbýlishús