Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Side 6

Bæjarins besta - 10.01.2013, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamenn: Guðmundur B. Þorbjörnsson, gudmundur@bb.is Hörður Andri Steingrímsson, hordur@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Tímamót Spurning vikunnar Hvernig leggst árið 2013 í þig? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 416. Vel sögðu 341 eða 82% Illa sögðu 75 eða 18% Bæjarins besta verður fram- vegis dreift ókeypis til lesenda á norðanverðum Vestfjörðum. Hringiðan, vikulegt blað sem Gúttó ehf., útgefandi BB, hefur gefið út og dreift ókeypis frá því í byrjun nóvember, hefur verið sameinað Bæjarins besta, en með því ætti líftími blaðsins að lengj- ast til muna. Ástæða breyting- anna er breytt landslag í útgáfu en samkvæmt nýjustu könnunum hefur sala og áskrift dagblaða, tímarita og héraðsfréttablað, minnkað töluvert frá hruninu árið 2008. Frá stofnun Bæjarins besta, 14. nóvember 1984 og fram til haustsins 1992 var blaðinu dreift ókeypis. Þá var svo komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki undir rekstrinum. Þá var aðeins og tvennt að ræða, að hætta út- gáfu eða selja afurðina. Síðari kosturinn var valinn og er það því lesendum blaðsins að þakka að þrítugasti árgangurinn fer að líta dagsins ljós. BB var fyrsta blað landsins sem notendur netsins gátu séð í heild sinni á netinu, þ.e. eins og pappírsútgáfan leit út. Vefsíða Bæjarins besta, bb.is, hefur frá upphafi verið á meðal mest sóttu vefsíðna landsins, samkvæmt mælingum Modernus. Að jafnaði sækja 14-16 þúsund notendur vefsíðuna í viku hverri. Frá upp- hafi hafa útgefendur Bæjarins besta og bb.is, fylgst vel með nýjungum í vefmálum og jafnan kappkostað að vera með það nýjasta hverju sinni. Á þessu ári verður einnig ráðist í umfangs- miklar breytingar á vefsíðu bb.is, neytendum til hagsbóta. Eins og að framan greinir, hef- ur Bæjarins besta verið sölublað frá haustinu 1992 eða í ríflega tvo áratugi. Við þessi tímamót vilja útgefendur þakka áskrifend- um fyrir stuðninginn í gegnum árin. Þeir áskrifendur sem búa utan Vestfjarða, geta fengið blað- ið sent heim gegn greiðslu burð- argjalds. Blaðið verður hins vegar ekki sent til áskrifenda utan Vestfjarða í næstu viku fyrr en staðfesting hefur borist. Hægt er að staðfesta áframhaldandi áskrift á netfanginu bb@bb.is. Blaðið verður jafnframt aðgengilegt á pdf-formi á bb.is. BB orðið fríblað að nýju Mikið var um dýrðir í Mennta- skólanum á Ísafirði á föstudag þegar nýsköpunarsmiðjan Fab Lab var formlega opnuð. Smiðjan mun bera nafnið Guðmundar- smiðja, eftir Guðmundi Þór Kristjánssyni vélstjóra og vél- stjórnarkennara við Menntaskól- ann á Ísafirði. Guðmundur var frumkvöðull að stofnun Fab Lab smiðju á Ísafirði, en hann lést árið 2010 langt fyrir aldur fram. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði samkomuna í gegnum samskipta- forritið Skype, og lýsti hún yfir ánægju sinni með stofnun smiðj- unnar, sem hún telur vera fram- tíðina í kennslu- og frumkvöðla- starfi. Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- miðstöðvar hélt einnig ræðu og yfir mikilvægi þess að smiðja sem þessi væri komin á laggirnar á Ísafirði. Sigurlaug Kristjánsdóttir stýrði viðburðinum, en hún er verk- efnisstjóri hjá Nýsköpunarmið- stöðinni á Ísafirði og er einnig fulltrúi í skólanefnd Menntaskól- ans á Ísafirði. Jón Reynir Sigur- vinsson skólameistari MÍ flutti stutt ávarp og afhjúpaði minning- arskjöld um Guðmund, sem prýða mun vegg smiðjunnar. Þór- ir Guðmundsson, sonur Guð- mundar, afhjúpaði skjöldinn ásamt Jóni Reyni en skjöldurinn er gerður úr Plexi-gleri, í Fab Lab smiðjunni. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er verkefnastjóri smiðjunnar. „Við höfum fengið frábærar við- tökur hingað til en smiðjan hefur verið opin frá því fyrir jól, þó formleg opnun hafi ekki verið fyrr en í dag,“ segir Albertína, en hún hvetur jafnt reynda sem óreynda að kíkja við í Guðmund- arsmiðju og spreyta sig í nýsköp- un. „Við hvetjum alla til að koma og prófa og óskum sérstaklega eftir því að fara í samstarf við frum- kvöðla.“ Smiðjan verður opin seinni part dags, en opnunartímar verða opinberaðir í þessari viku. – gudmundur@bb.is Guðmundarsmiðja opnuð Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Þórs Kristjánssonar, afhjúpaði skjöldinn ásamt Jóni Reyni Sigurvinssyni skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Fjölmargir gestir voru við opnunina. Viðburðarríku ári er lokið. Fyrstu dagar nýja ársins benda til að lítið hafi dregið úr sundurlyndisfjandanum, sem tröllriðið hefur samfélaginu um langt skeið og litlar því líkurnar því á að hann lognist út af úr ein- manaleik líkt og kýrin hans Gísla sáluga á Uppsölum forðum! Undir lok ársins vorum við óþyrmilega minnt á hnattstöðu landsins: vetrarríkið í öllu sínu veldi. Þótt sitthvað færi úrskeiðis var ekki hoggið skarð í raðir mannfólks. Það skiptir öllu. Annað fæst bætt. Rafmagnsleysið sem óveðrið olli undirstrikaði hver staða Vestfirð- inga er í orkumálum. Örlað hefur á óánægju hvernig til tókst með að koma rafmagni til notenda í óveðurskaflanum. Hér á eflaust við hið fornkveðna, að hægara er um að tala en í að komast. Ekki skal dregið í efa að allir þeir sem að úrlausnum unnu hafi lagt sig alla fram, og gott betur. Bilanir í varakerfi bættu ekki úr skák. Til frambúðar horft er tvennt sem leggja verður áherslu á: Hverfaskipting svæðisins - við skömmtun raforku - verður að vera íbúunum ljós, sem nokkur er kost- ur, þannig að orkuskammtanir nýtist til fulls, hverju sinni. Þá þarf stöð- ugt upplýsingaflæði, um ríkjandi stöðu og horfur, að vera með besta mögulegum hætti. Óvissunni er síst á bætandi. Fyrirhuguð díselrafstöð í Bolungarvík kann að vera þörf viðbót við ,,varakerfið“, en leysir í engu úr ófremdarástandinu, sem ríkir í rafmangsmálum fjórðungsins, og stendur klárlega í vegi fyrir framvindu í atvinnumálum; kemur í veg fyrir að orkufrek fyrirtæki líti til Vestfjarða, svo sem kunnugt er. Hvað það varðar verður að horfa til langrar framtíðar með virkjunum og flutningslínum inn á svæðið. Frá og með árinu 2001 hefur BB átt aðild að vali á Vestfirðingi árs- ins. Fyrstur hlaut nafnbótina Guðmundur Halldórsson, sjómaður í Bol- ungarvík. Aðrir, sem fetað hafa slóð aldna sjóarans, hafa komið úr hin- um ýmsu stéttum samfélagins. Að þessu sinni er Vestfirðingur ársins fyrrum sóknarprestur Bolvíkinga, sr. Agnes M Sigurðardóttir, sem rauf múr karlaveldis íslensku þjóðkirkjunnar er hún var kjörinn biskup Íslands, fyrst kvenna. Bæjarins besta færir frú Agnesi heilla- og ham- ingjuóskir af tilefninu og velfarnaðar í biskupsstarfinu. Öðrum, sem tilnefnd voru í kjörinu, eru færðar kveðjur og heillaóskir. Bæjarins besta er á tímamótum. Það er aftur orðið fríblað. Fyrir þessu er gerð nánari grein í blaðinu. Það er einlæg von útgefenda að hægt verði að ná til fyrrum áskrifenda, utan norðan verðra Vestfjarða, með þeim leiðum sem í boði eru og greint er frá í blaðinu. Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo er einnig um flest mannanna verk. Við það verður að horfast í augu. s.h.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.