Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 10.01.2013, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 „Mér þykir afskaplega vænt um Vestfirði og Vestfirðinga, enda liggja þar rætur mínar langt aftur í ættir og þar mótaðist ég sem manneskja, í faðmi fallra blárra og svo í Víkinni,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir er Vestfirðing- ur ársins 2012 að mati lesenda bb.is. 30% greiddra atkvæða féll Agnesi í hlut, en hún hefur verið mikið í umræðunni á árinu eftir að hún var kjörinn biskup Íslands, fyrst kvenna. Agnes er borinn og barnfæddur Ísfirðingur, en hún hafði þjónað sem sóknarprestur í Hólsprestakalli í Bolungarvík frá 1994 áður en hún tók við embætti biskups. Í samtali við blaðamann Bæj- arins besta segir Agnes að henni þyki einnig einkar vænt um við- urkenninguna. Að hennar sögn hafa fyrstu mánuðirnir í starfi biskups verið þroskandi, erilsam- ir og skemmtilegir, allt í senn. „Það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni og tökum á þeim,“ segir Agnes, en hún tók við starfi biskups af Karli Sigurbjörnssyni, sem gegnt hafði því embætti frá árinu 1997. Agnes tekur við em- bætti biskups á tímum mikils nið- urskurðar hjá kirkjunni og óhætt er að segja að hún hafi þurft að taka ýmsar erfiðar ákvarðanir það sem af er hennar biskupstíð, þ.m.t. sameiningu prestakalla. Verkefni biskups á nýju ári eru einnig mörg og fjölbreytt. „Tíminn líður ansi hratt þessa daganna. Verkefnin eru mörg og oft ólík, t.d. viðtöl við fólk með ólík erindi, prédikanir í kirkjum, erindi á fundum, ákvarðanatökur sem vinnast þurfa fljót, tölvu- póstar og samskipti við kirkj- unnar fólk og fjölmiðla,“ segir hún, en stefnumótandi ákvarðanir og lausnir mála eru mikilvægur þáttur í starfi biskups. En hvernig skyldu vistaskiptin til höfuðborgarinnar hafa farið í nýja biskupinn? „Ég hef átt lögheimili á Vest- fjörðum í um 40 ár ævi minnar. Fyrst bjó ég á Ísafirði í 23 ár og svo í Bolungarvík í 18 ár. Það verður að segjast eins og er að ég finn að lífstakturinn er allt annar í höfuðborginni en fyrir vestan,“ segir Agnes og bætir því við að venjur hins daglega lífs séu öðru- vísi fyrir sunnan. „Að sumu leyti er lífið rólegra fyrir vestan og að öðru leyti ekki. Ég fer sjaldan inn á vefsíður eins og vedur.is, belgingur.is eða vegagerdin.is eins og ég gerði svo oft fyrir vestan. En sannast sagna hefur mér þótt erfitt að flytja sjálfa mig suður af heilum huga. Hugur minn er enn fyrir vestan og hugs- unarhátturinn í takt við það.“ Agnes telur að sú reynsla sem hún öðlaðist sem prestur í litlju sjávarplássi úti á landi, nýtist henni til góða í starfi hennar sem biskup. „Tvímælalaust. Sú mikla nánd sem skapast á milli prests og safnaðar er bæði lærdómsrík og þroskandi. Að deila kjörum með sóknarbörnum mínum er reynsla sem ég flyt með mér og úfæri á þjóðina alla. Sú reynsla sem ég fékk sem prófastur Vest- firðinga nýtist mér einnig vel í starfi sem biskups,“ segir Agnes. Agnes ítrekar þakklæti sitt fyrir útnefninguna við Vestfirðinga. „Hin mikla nánd við náttúruna sem við búum við og ölumst upp við fyrir vestan mótar og þroskar. Ég bið þess að Guðs blessun hvíli yfir Vestfirðingum og Vestfjörð- um,“ segir Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands og Vestfirð- ingur ársins 2012. Agnes fæddist á Ísafirði 19. október 1954. Faðir hennar var Sigurður Kristjánsson (d. 1980) sóknarprestur á Ísafirði og pró- fastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Móðir Agnesar er Margrét Haga- línsdóttir ljósmóðir. Agnes var gift Hannesi Baldurssyni tónlist- armanni og eiga þau saman þrjú börn. Agnes lauk kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 og vígðist til prests- þjónustu sama ár. Hún þjónaði sem sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli 1986-1994 en hefur síðan þjónað í Bolungarvík. Hún varð prófastur Ísafjarðarprófasts- dæmis árið 1999 og hefur verið prófastur Vestfjarðaprófasts- dæmis frá 2005. – gudmundur@bb.is Ljósm: Spessi. „Hugurinn er enn fyrir vestan“

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.