Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 15 Áttræð Fríða Ólafsdóttir, Stakka- nesi 4 á Ísafirði, verður áttræð á morgun, 11. janúar. Fríða af- þakkar afmælisgjafir. Hún er stödd í snjóhúsi - enginn veg- vísir. „Fyrst og fremst er þetta gríð- arlega mikil fjölgun farþega en einnig eru fleiri stór skip að koma,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísa- fjarðarhafna. Ísafjarðarbær hefur nú gefið út lista yfir þau skemmti- ferðarskip sem munu leggja leið sína til Ísafjarðar næsta sumar, en skipunum fjölgar um sex og fara úr 32 í 38. Að sögn hafnar- stjóra mun þetta skila sér í aukn- um tekjum fyrir Ísafjarðarbæ. Helsta breytingin frá síðasta ári tvíþætt. Talið er að yfir 40 þúsund farþegar muni stíga á land næsta sumar á Ísafirði, en þeir voru rúmlega 30 þúsund síðasta sumar. Einnig eru skipin stærri og þyngri, sem felur í sér auknar tekjur af hafnargjöldum. Samn- ingar náðust einnig við eitt stær- sta skipafyrirtæki í Evrópu, Aida Crusies, en skipafélagið á þrjú skemmtiferðaskip sem koma til Ísafjarðar í sumar. „Tekjurnar munu aukast veru- lega. Tekjur hafnarinnar markast helst af stærð skipanna og skipa- félögin eru rukkuð eftir stærð þeirra. Á milli ára, 2012 og 2013 förum við rúmlega milljón tonn- um í heildarstærð skipa yfir í eina milljón og 400 þúsund tonn,“ segir Guðmundur. Tekjur hafnarsjóðs af skemmti- ferðaskipum af síðasta sumri námu 32 milljónum króna, sem gerir um eina milljón króna á hvert skip. Guðmundur telur þó að tekjurnar nái yfir 40 milljónir á næsta ári, þar sem skipin eru stærri. – gudmundur@bb.is Yfir 40 þúsund farþegar væntan- legir til Ísafjarðar næsta sumar Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica við minni Skutulsfjarðar í sumar. Áætlað er að skipið sæki Skutulsfjörðinn aftur heim næsta sumar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.