Bæjarins besta - 10.01.2013, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013
Lætur af störfum
eftir hálfa öld
sem verslun-
armaður
Þeir eru ekki margir Ísfirð-
ingarnir sem kannast ekki við
Finn Magnússon, eða Finn í
Bókhlöðunni, eins og hann
er gjarnan kallaður. Finnur
er án efa einn reyndasti versl-
unarmaður landsins en hann
hefur starfað við verslun og
þjónustu frá árinu 1962. Finn-
ur hefur starfað í bókabúðinni
á Ísafirði, sem nú heitir Penn-
inn-Eymundsson og hét áður
Bókaverslun Jónasar Tómas-
sonar, frá árinu 1995. Hann
lætur nú af störfum og snýr
sér að öðrum verkefnum þrátt
fyrir að vera einungis 64 ára
gamall. Finnur settist niður
með blaðamanni Bæjarins
besta og ræddu þeir um lífs-
og starfsferil Finns, golfið og
Tæland.
Finnur er fæddur á Ísafirði
árið 1948 og er sannkallaður
Eyrarpúki. „Ég er fæddur í
húsi sem ekki stendur lengur
en þar er gamla Norður-
tangahúsið nú. Þaðan fluttu
foreldrar mínir í hús í Skipa-
götu og þaðan í Hafnarstræti
þar sem nú stendur Stjórn-
sýsluhúsið. Einnig bjó ég í
Aðalstræti 24, við hliðina á
grunnskólanum, og það hús
brann,“ segir Finnur og skellir
upp úr við þá tilhugsun að öll
hús bernskuáranna séu horf-
in. „Það eru í raun engin merki
um að ég hafi búið hérna
sem barn,“ segir Finnur, en
nú býr hann Sundstræti.
„Mér líður best á Eyrinni
enda hef ég aldrei verið skíða-
maður. Þegar maður ólst upp
þá fóru bara efribæjarpúkar
á skíði enda stutt fyrir þá að
fara á skíði upp í Stórurð,“
segir Finnur, en þar lá bæjar-
brekkan. Finnur hóf feril sinn
sem verslunarmaður á Ísafirði
árið 1962.
Finnur hefur unnið í bóka-
búinni frá árinu 1995 en hann
hefur verslunarmaður síðan
árið 1962. „Ég hóf þá feril
minn sem verslunarmaður í
Björnsbúð á Ísafirði. Í vor sem
leið átti ég 50 ára afmæli
sem verslunarmaður,“ segir
Jónas, en hann var einungis
14 ára gamall þegar hann
byrjaði að vinna. Að loknu
grunnskólaprófi hóf hann að
vinna fullt starf sem verslun-
armaður í verslun Jóns Ö.
Bárðarsonar.
Eftir það lá leiðin til Keflavík-
ur þar sem Finnur starfaði í
Kaupfélagi Suðurnesja. Árið
1973 flutti hann til Reykjavíkur
og hóf störf í Hagabúðinni á
Hjarðarhaga. Tveimur árum
síðar stofnaði hann sína eigin
kjörbúð. „Hún hét Finnsbúð
og var á horninu á Bergstaða-
stæti og Baldursgötu. Þá búð
rak ég til ársins 1981 en seldi
hana og keypti húsgagna-
verslunina Hreiðrið í Kópa-
vogi og fór að selja hús-
gögn,“ segir Finnur og hefur
greinilega marga fjöruna
sopið í sínum verslunarrekstri.
„Þetta var vissulega nýtt
fyrir mér og mikil breyting,
en ég rak þessa verslun frá
1981 til 1990,“ segir Finnur,
sem þá vatt kvæði sínu í kross
einu sinni enn og keypti billj-
ardsstofu í Faxafeni sem
hann rak til ársins 1993. „Á
þessum árum var mikill upp-
gangur í bæði billjard og
snóker og sat ég m.a. í stjórn
Billjard- og Snókersambands
Íslands á þessum árum. Við
fengum til okkar marga þekkta
erlenda spilara og þetta var
skemmtilegt,“ segir Finnur.
Finnur hafði þó ekki lokið
afskiptum sínum af verslunar-
rekstri því árið 1993 réðist
hann sem útibússtjóri Kaupfé-
lags Stöðfirðinga á Breiðdals-
vík, og starfaði þar til ársins
1995, eða þar til hann fluttist
aftur til Ísafjarðar. „Þetta var
ágætur tími á Breiðdalsvík
en mikil vinna. Þetta var á
þeim tíma sem við vorum að
innleiða tölvurnar í búðar-
reksturinn og þurfti að huga
að mörgu,“ segir Finnur.
Hann flutti þó aftur til Ísafjarð-
ar frá Breiðdalsvík með það í
huga að staldra einungis stutt
við.
„Ég ætlaði aldrei að vera
lengi. Faðir minn var orðinn
háaldraður og var það fyrst
og fremst ástæðan fyrir því
að ég vildi koma heim. Einnig
var atvinnuástandið í Reykja-
vík ekki gott og ég taldi meiri
möguleika á því að fá vinnu
hér þótt það væri bara til
skamms tíma. Ég frétti svo af
því að Jónas væri að leita
að starfskrafti og sló til.“
Árin urðu þó sautján talsins
í bókabúðinni og segist
Finnur alltaf hafa haft nóg
að gera. „Upphaflega var
ég í ljósmyndavörudeildinni
og tók á móti filmum. Yfir sum-
artímann tókum við stundum
á móti yfir 100 filmum á dag
sem er meira en framköllun-
arþjónustur gera á ársgrund-
Guðrún Svava Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson færir Finni gjöf við starfslokin.