Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 10.01.2013, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2013 Dóra – Hönnuður Anna Bína - klæðskeri Saumanámskeið í Klæðakoti Anna Jakobína Hinriks- dóttir og Halldóra og Hall- dóra B. Norðdahl eigendur Klæðakots halda skemmti- leg námskeið fyrir unga sem aldna. Hvernig námskeið eruð þið að halda? Við höldum námskeið yfir- leitt í leggingsgerð, einfaldri peysu og kjólagerð. Þetta er það eina sem við höfum tekið fyrir hingað til, með frábær- um móttökum. Við komum bara fjórum að í einu svo það er fámennt en góð- mennt, alltaf rosalega skemmti- legt, myndast góð stemming hérna. Hvert er markmið nám- skeiðanna Markmið námskeiðanna er að efla sjálfstraust viðkom- andi og sýna þeim að þetta er ekkert mál. Sýna þeim að það er gaman og auðvelt að sauma. Úr hvernig efnum er verið að vinna? Það er mikið saumað út úr jersey efni sem er teygjanlegt efni svo saumaskapurinn er mikið auðveldari, þá þarf enga rennilása og svona, það er voða mikið inn í dag. Ekkert vesen. Einnig notum við satin efni og chiffon. Eruð þið með aðstöðuna í Klæðakoti? Já, hér er góð aðstaða. Við erum með saumavélar, bæði heimilisvélar og over- lock vélar, sem eru vélar sem við leyfum þeim sem eiga svoleiðis að nota hér. Því við viljum ekki að fólk læri á vél hér og komi svo heim til sín og geti ekki gert það sama og það lærði hér. Anna Bína er einnig með verkstæði hér, hún sér um viðgerðir og breytingar á fötum, ásamt nýsaum og saum á glugga- tjöldum. Hún sér einnig um að sauma þjóðbúninga. En hvernig er það ef fólk vill læra betur á sína sauma- vél? Við bjóðum fólki líka að koma með sína vél. Við höf- um líka verið að gera við vélar sem fólk hefur haldið að væru bilaðar. Dóra er al- veg sérfræðingur í því að laga þær. Það eru allir að kvarta yfir því að vélarnar séu bilaðar, svo tekur fimm mínútur að laga þær. Hvað kostar svo að sauma sér flík, tekur það langan tíma? Það kostar sirka þrjú- til sex þúsund í einfalda flík. Legg- ings tekur ekki nema sirka hálfan til einn tíma fyrir þá sem eru vanir. Peysan kann- ski tvo tíma og kjóllin þrjá til fjóra tíma. Hvernig ber fólk sig að ef það vill koma á námskeið? Við erum með gjafabréf á námskeið sem er sniðugt í jólapakkann. Einnig erum við með skráningarkerfi fyrir námskeiðið inni á heimasíð- unni www. klaedakot.weekly.com.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.