Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ganga til samn- inga um yfirtöku Hjallastefnunn- ar ehf. á rekstri leikskólans Eyr- arskjóls. Samningurinn verður gerður til reynslu í eitt ár en að þeim tíma liðnum endurnýjast hann til fimm ára í senn. Sveitarfélagið ber áfram ábyrgð á eftirliti með starfseminni lögum samkvæmt og njóta börn í leik- skólanum allrar þjónustu sveitar- félagsins, t.d. talkennslu og sál- fræðiþjónustu. Eyrarskjól hefur starfað í anda Hjallastefnunnar undanfarin 15 ár en nú hefur verið ákveðið að stíga skrefið til fulls. Foreldrar ættu ekki að verða varir við neinar sérstakar breytingar, öllu starfsfólki leikskólans verður boðið áframhaldandi starf og leik- skólagjöld verða óbreytt. Samið við Hjallastefnuna Fjölmenni í afmæli 3X Technology Fjöldi fólks lagði leið sína í höfuðstöðvar 3X Technology á Ísafirði á laugardag til að sam- fagna 20 ára afmæli fyrirtækisins með eigendum og starfsfólki. Í framleiðslusal fyrirtækisins var boðið upp á ljúffengar veitingar og starfsmenn 3X Technology svöruðu spurningum gesta um helstu tæki í vörulínum fyrirtæk- isins en hluti af þeim var til sýnis í framleiðslusalnum. Í tilefni af- mælisins veitti fyrirtækið veg- lega gjafir. Albert Högnason, þró- unarstjóri og einn stofnenda 3X Technology, færði Rauða krossi Íslands hjartahnoðtæki til nota í sjúkrabifreið félagsins á Ísafirði og nágrenni. Verðmæti tækisins er um tvær milljónir króna. Tækið, sem er það fjórða sinnar tegundar hérlendis, gerir bráða- liðum auðveldara með að sinna sjúklingum í hjartastoppi en tæk- ið sér um að hnoða sjúklinginn meðan bráðaliðinn sinnir öðrum aðkallandi störfum á meðan á sjúkraflutningi stendur. Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísa- firði, veitti tækinu viðtöku. Al- bert afhenti einnig Skíðafélagi Ís- firðinga styrk að upphæð 200.000 krónur til kaupa á nýjum heild- stæðum tímatökubúnaði af Tag Heuer gerð og saman stendur af markhliði, starti, búnaðinum sjálfum ásamt tölvuforriti. Há- punktur afmælisgesta af yngri kynslóðinni var tvímælalaust heimsókn Línu Langsokks og félaga. Stofnendur fyrirtækisins voru þrír ungir menn á Ísafirði með reynslu af fiskvinnslu og tækni- lausnum. Í fyrstu var markmiðið að hanna og framleiða vinnslu- búnað fyrir sjávarútveginn á Ís- landi, aðallega rækjuiðnaðinn. Tæknin sem fyrirtækið þróaði þótti nýstárleg og viðskiptavinir voru fljótir að nýta sér hana enda sáu þeir að framleiðni og hráefn- isnýting batnaði verulega. Árið 1998 hófst útflutningur á vörum þess og nú selur fyrirtækið vinn- slulausnir fyrir matvælageirann um víða veröld. Viðskiptavini 3X Technology er nú að finna í fjór- um heimsálfum. Frumkvöðla- andi fyrstu áranna hefur viðhald- ist, og allt frá fyrsta degi hefur fyrirtækið lagt alla áherslu á að bjóða gæðavörur sem færa við- skiptavinum verulegan ávinn- ing. Fyrirtækið er nú með starfsstöð á tveimur stöðum en auk starf- seminnar á Ísafirði þar sem starfa um 40 manns er félagið með sölu- skrifstofu, þjónustudeild og sam- setningu á Flex vörulínu félagsins að Fiskislóð 73 í Reykjavík en þar starfa 10 manns. – smari@bb.is Þorbjörn Sveinsson (t.h.) veitti hjartahnoðtækinu viðtöku.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.