Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620 Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson, Sigurjón J. Sigurðsson. Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Kólflausar klukkur Spurning vikunnar Átt þú séreignarsparnað sem þú gæti hugsað þér að nota til að greiða niður lán? Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 329. Já sögðu 62 eða 19% Nei sögðu 267 eða 81% Hjalti og Ágústa færðu Torfa flöskuskeytið sem var hálft ár á leiðinni frá Hesteyrarfirði. Fékk flöskuskeyti nánast upp að dyrum „Einhverjir félagar mínir, sem eru skútumenn, lágu í firðinum og fengu þá flugu í höfuðið að gera þetta, fyrst það var nú ekkert talstöðvar- eða símasamband. Þeir settu skeytið í forláta rauð- vínsflösku og sendu hana af stað. Svo hringir hérna kona í mig í gær, „Torfi Einarsson? Já ég er með bréf til þín“, „nú?“ segi ég bara. „Já við fundum flöskuskeyti með bréfi til þín“ sagði hún og þegar ég spurði hvar þau hefðu fundið það sagðist hún hafa keyrt að Skarfaskeri í Hnífsdal og fund- ið það þar. „Ég á einmitt heima hér í Hnífsdal! Það hefur bara verið alveg á leiðinni til mín“ sagði ég við hana. Ég skil ekki hvernig glerflaskan hefur borist hingað ósködduð, það hefur verið brjálað veður og ofboðsleg brim undan- farið og mikið um stórgrýti hér,“ segir Torfi og bætir því við að flask- an hafi verið fljótari á leiðinni til hans heldur sumt sem sent er með póstinum. Til gamans má geta þess að Ágústa Hjaltadóttir, konan sem fann flöskuskeytið þegar hún var í bíltúr með syni sínum Hjalta, er eiginkona Kjart- ans Davíðssonar sem einmitt þennan sama dag var staddur fyrir tilviljun á námvæmlega þeim stað þar sem félagar Torfa sjósettu skeytið. Flöskuskeytið góða. Þó einhver stjarnfræðilegur útreikningur leiði til þeirrar niðurstöðu að páskadagur í ár rennur ekki upp fyrr en 20. apríl, í stað 31. mars á síðasta ári, er tilhugsunin um páskafríið einhvern veginn alltaf sú sama. Sem fyrr flykkjast ,,gamlir“ Ísfirðingar á heimaslóðir til end- urfunda við ættingja og vini, gangandi að því vísu að Skíðavikan, hin eina og sanna, sé til staðar að ógleymdri Aldrei fór ég suður-há- tíðinni, sem stöðugt eykur við vinsældir sínar og orða má að slegist sé um að fá að koma fram á. Samt er sitthvað alltaf einhverjum breytingum undirorpið. Þannig færast kynslóðirnar upp um eitt þrep í lífsstiganum með hverju árinu sem líður; nýir hópar hefja gönguna á meðan aðrir ljúka henni. Hiða sama á við um bæinn okkar. Ef til vill stendur einhver frammi fyrir því að gamla húsið sem svo margar minningar tengdust er horf- ið, þegar að er gáð, meðan önnur hafa endurheimt sitt fyrra horf og ný hafa risið af grunni. Þannig er bara lífið. * Þið hringið inn upprisu jarðar, kólflausu klukkur klukkur af gullnu silki, lifandi silki! Of skærar augum manns, skammdegið var svo dimmt. Þið skínið í garðinum, sólir fæddar af mold. Sólir sem skínið, klukkur sem kólflausar hringið! Klukkur sem syngið! * Kennið mér ykkar hógværð, blóm björt eins og sólin. Svo kemst Hannes Pétursson að orði í kvæði sínu ,,Páskaliljur.“ Með þessum hugljúfu orðum og bæn skáldsins óskar Bæjarins besta landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar; býður alla þá sem hingað leggja leið sína velkomna, vonar að þeir njóti dvalarinnar og eigi síðan góða heimkomu. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.