Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Magnús Hauksson, vert í Tjöruhúsinu. Tjöruhúsið opnar í dag Sumaropnun á veitingastaðn- um Tjöruhúsinu í Neðstakaup- stað á Ísafirði byrjar óvenju snemma í ár, eða í dag 16. apríl. Síðustu ár hefur verið opið yfir páskana og síðan hefur sumaropnun hafist í byrjun maí. „Nú eru páskarnir svo seint í ár að það tekur því eiginlega ekki að loka aftur,“ segir Magnús Hauksson, eða Maggi Hauks eins og hann er gjarnan kallaður, vert í Tjöru- húsinu en hann og hans góða starfsfólk, hefur skerpt hnífana, fægt pönnur og íhugað nýjar upp- skriftir í vetur svo eflaust er von á einhverju góðu. Aðspurður hvort eitthvað nýtt verði á boð- stólum segist Magnús ætla að vera lamba- og svínasteikur um páskana. „Okkur langaði til að bjóða upp á steikur á vægu verði, svona fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér í páskamatnum. Við þykjum býsna góð í steikunum, sérstak- lega svínasteik. Annars verður þetta með hefðbundnu sniði, ljúf- fengir sjávarréttir. Í sumar ætlum við svo að leggja áherslu á þennan dýrðlega eldisfisk úr Dýrafirði, sem er að mínu mati afspyrnu góð vara. Og svo eitthvað fleira nýtt og spennandi, aldrei að vita,“ segir Magnús. Viðskiptavinir fá einnig að njóta tónlistar í Tjöruhúsinu þessa páska en hinn ísfirski tónlistar- maður Skúli mennski spilar þar að kvöldi skírdags. Þá stígur fimm manna hljómsveit á stokk annað hvort á föstudags- eða laugardagskvöldinu en hana skipa Lára og Margrét Rúnars- dætur, sem báðar hafa sungið með hljómsveitinni Lifun, faðir þeirra og gítarleikari hinnar þjóð- þekktu hljómsveitar Grafík, Rún- ar Þórisson, og makar Margrétar og Láru. – harpa@bb.is Ný bæjarmálasamtök, Hrepps- listinn, hefur ákveðið að bjóða fram í komandi sveitarstjórnar- kosningum í Súðavík. Að sögn Péturs G. Markan, eins af að- standendum samtakanna, stendur nú yfir vinna við að koma saman fólki á listann. „Hreppslistinn er bæjarmálasamtök, mönnuð fólki sem hefur metnað, framtíðarsýn og sköpunarkraft fyrir komandi tíma í Súðavíkurhreppi. Stefna Hreppslistans er að setja saman öflugan lista af vel meinandi, skapandi og ferskum einstakl- ingum í bland við reynslumikið fólk, þannig að úr fáist þverskurð- ur af íbúum hreppsins, og bjóða fram í komandi kosningum. Markmið listans fram að kosn- ingum er að eiga hreinskiptið og opið samtal við hreppsbúa um framtíð Súðavíkurhrepps, setja saman skýra stefnuskrá sem hreppsbúar geta vegið og metið áður en gengið er til kjörfundar og virkja þannig vald kjósenda hreppsins til þess að koma að stefnumótun næstu ára og velja þannig þá framtíð sem þeir helst kjósa,“ segir í tilkynningu frá Hreppslistanum. – harpa@bb.is Hreppslistinn býð- ur fram í Súðavík

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.