Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Upprisa og vorboði Stakkur hefur ritað viku- lega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoð- anir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vak- ið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrif- um Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Páskar bíða okkar, stærsta hátið kristinna manna. Þeir eru arfleifð fyrri hátíðar Gyðinga, sem ber nafnið Pesah enn í dag. Gyðingar halda Pesah hátíðlega til að minnast flóttans frá Egyptalandi og stendur hún sjö daga í Ísrael, en annars staðar átta daga. Um trúar- og matarhátíð er að ræða. Þeir réttir sem snæddir eru eiga að minna á flóttann og trúin er að sjálfsögðu ríkur þáttur í hátíðinni. Páskar okkar kristinna manna eru því beinn arfur frá Gyðingum, en hafa verið lagaðir að kristni. Vegna þess að Kristur var krossfestur og lét lífið, en reis svo aftur upp frá dauðum meðan Pesah Gyðinga stóð halda kristnir menn páskana, sem ekki ber alltaf upp á sömu dögum og Pesah, en gerir það oft. Fyrir okkur kristna eru páskar hátíð upprisu og hafa því sérstaka merkingu, sem tengist því að lífið sigrar dauð- ann. En nú orðið er það svo að páskar eru mikil fríhátíð enda njót- um við venjulega leyfis frá vinnu frá og með fimmtudegi, Skír- degi, og til með annars í páskum meðan skrifstofur og margvísleg atvinna liggur niðri, en þjónustugreinar eru í fullum gangi og margir við störf. Venjulega eru þau þó betur borguð þessa daga. Mörgum eru þó páskarnir helgir og þeir minnast trúar sinnar á Guð og son hans Jesú Krist. Lengi var það svo að föstudagurinn langi var alheilagur og ekkert mátti starfa og verslanir og þjónustu- staðir voru lokuð. Þá leiddist mörgum drunginn er fylgdi þessum degi. Nú er allt breytt og mörgum eru páskarnir fyrst og fremst tækifæri til skemmtunar og ferðalaga og nú tíðkast að lengja í þeim með því að nota Dymbilvikuna líka til frítöku frá mánudegi til og með næsta mánudags til ferðalaga og skemmtunar. Þannig hefur sú góða hátíð einnig mikil efnahagsleg áhrif, væntanlega til góðs. Á Ísafirði er nú haldin í tíunda sinn rokkhátíðin ,,Aldrei fór ég suður“ og komast færri að en vilja, bæði gestir og ekki síður tón- listarmenn. Hátíð þessi er órjúfanlega tengd Ísafirði og er það til góðs, eykur orðspor bæjarins og laðar að sér marga gesti svo sem fyrr segir. Megi hún lánast vel að þessu sinni, enda hefur hún yfir- skyggt, ef svo má segja, Skíðavikuna, en þetta tvennt fer vel sam- an. Hitt er hollt að hafa í huga að páskarnir hafa mikið gildi og þeim fylgir friður í huga margra og von þar eð þeir eru svo ná- tengdir upprisunni. Um leið boða þeir vorið og von um betri tíð framundan. Það er góður boðskapur byggður á kristinni trú. Vor og von fara vel saman. Gleðilega páskahátíð. Gríðarlegur snjór er í Skjald- fannardal í Ísafjarðardjúpi og seg- ir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, að sumstaðar í daln- um sé meiri snjór en snjóflóða- veturinn 1995. „Þetta hefur verið afskaplega leiðinlegur vetur. Geysileg snjóalög í brúnum mót suðri. Snjóþykktin er óhugnaleg, jaðrar við náttúruhamfarir í snjó- þunga. Svona snjóþyngsli voru hér áður kallaðar snjóþiljur. Þetta eru ekki venjulegir skaflar heldur er allt landslag er sokkið undir þiljur,“ segir Indriði. Hann óttast að tún séu illa kalin, þriðja vorið í röð. „Tún hafa verið undir skauta- svelli síðan í desember og ég óttast að það geti ekki verið annað en verulegt kal í þeim en ég finn ekki neina fýlu ennþá enda mikill snjór á túnum.“ Indriði hefur þurft að fækka fé verulega vegna lítilla heyja síðustu ár. „Það er búið að fækka á fóðrum um þriðjung þessi kalár, úr rúmlega 300 niður í 200. Heyfengur ræður hvað maður setur á, maður setur ekki út á Guð og gaddinn, það er ekki búmennska þó það hafi tíðkast sumstaðar hér áður fyrr.“ Bjargráðasjóður er ekki til mik- illar stoðar í hremmingum eins og Indriði hefur þurft að glíma við síðustu ár. „Bjargráðasjóður á að styðja bændur í stórum áföllum. Árið 2012 fengum við engan stuðning. Í fyrra vor komu tveir ágætir ráðunautar að meta kal í túnum hjá mér og í heildina voru tún metin afskaplega illa farin. Og það var aldeilis stuðn- ingur sem ég fékk. Heilar 60 þús- und krónur. Við bændur erum ekki á flæðiskeri staddir með svona stuðning,“ segir Indriði Aðalsteinsson. – smari@bb.is Indriði Aðalsteinsson fyrir framan Skjaldfönn að sumarlagi. Snjóalög í Skjaldfannardal jaðra við náttúruhamfarir Margt í boði á Skíðavikunni Skíðavikan verður sett í dag á Silfurtorgi. Að venju er dagskrá Skíðavikunnar stútfull af skemmti- legheitum fyrir alla fjölskylduna. Af skíðatengdum viðburðum má helst nefna að strax í dag verður sprettganga í Hafnarstræti. Á há- degi á morgun, skírdag verður skíðaskotfimi á Seljalandsdal. Boðið verður upp á æfingu og kennslu í meðferð skotvopna kl. 11:00 sama dag. Keppnin er fyrir 15 ára og eldri. 15-18 þurfa skrif- legt leyfi forráðamanns. Um kvöld- ið verður snjóbrettamót á skíða- svæðinu og Stigasleðarallý. Á föstudaginn langa er hinn rómaði furðufatadagur á skíða- svæðinu. Íþróttaálfurinn og Solla Stirða mæta á svæðið að þessu sinni. Löng hefð er fyrir því að fjölskyldan skemmti sér saman í Tungudal á föstudaginn langa. Fólk er hvatt til að mæta uppá- klætt. Kveikt verður í grillinu um hádegi, börnin geta látið mála sig við undirleik lifandi tónlistar og sælgæti mun rigna af himnum ofan. Á laugardag verður páska- eggjamót Hraðfrystihússins – Gunnvarar en það er fyrir börn fædd 2002 og síðar. Garpamótið víðfræga verður á páskadag. Framboð á menningarviðburð- um er með besta móti þessa páska. Fyrir utan tónlistarhátíð- ina Aldrei fór ég suður má nefna að Litli leikklúbburinn sýnir Þið munið hann Jörund á miðvikudag og á skírdag en leikritið var frum- sýnt á laugardag. Komedíuleik- húsið verður með sýningar á Höllu eftir Stein Steinarr og einnig verður Fjalla-Eyvindur eftir Elfar Loga Hannesson sýndur. Ung- mennafélagið Höfrungur á Þing- eyri sýnir Línu langsokk um páskana en leikritið var frumsýnt fyrr í vetur. Listakonan María Rut verður með einkasýningu í Edinborgar- húsinu. María hefur unnið með teikningu og tónlist þar sem hún teiknar við hinar ýmsu tegundir tónlistar og er áhugavert að skoða tengingarnar þar á milli. Gestum sýningarinnar gefst tækifæri á að hlusta á þá tónlist sem María Rut hefur hlustað á meðan hún vinnur að verkunum. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra en þetta er í annað sinn sem Edinborg tekur þátt í listahátíðinni. Skemmtistaðir bæjarins verða með þétta og góða dagskrá. SSSól spila á balli í Krúsinni, Páll Óskar verður í Edinborg svo og Skúli mennski og President Bongo þeytir skífum í Krúsinni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.