Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Útboð Niðurrif mannvirkja og frágangur lóða Olíudreifing ehf., óskar eftir tilboðum í niður- rif mannvirkja og frágang á lóðum félagsins að Suðurgötu og Mjósundi 400 Ísafirði. Helstu magntölur: Niðurbrot veggja og bygginga 370m³ Lagnaskurður og drenlagnir 300m Niðurrif girðinga 200m Sléttun lóðar -------- Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2014. Útboðsgögn verða send í tölvupósti til verk- taka. Senda skal tölvupóst á gks@odr.is til að fá útboðsgögn á rafrænu formi og skal tilboð- um skilað á sama netfang eða á skrifstofu Olíu- dreifingar ehf., Hólmaslóð 8, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Olíudreifing- ar ehf., Hólmaslóð 8 í Reykjavík, 30. apríl 2014 kl. 13:00. Bolungarvíkurkaupstaður var rekinn með 95 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er það 48 milljón króna betri afkoma en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Skuldahlutfall sveitarfélagins er óbreytt á milli ára eða 140% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Að teknu tilliti til fjár- festingar í hjúkrunarheimili lækk- ar skuldahlutfallið í 126%. Árs- reikningnum var vísað til síðari umræðu á 688. fundi bæjarstjórn- ar Bolungarvíkur á 40 ára afmæl- isdegi kaupstaðarins 10. apríl síð- astliðinn. Afkoma A-hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 71 milljón krónur áður en tekið er tillit til 45 millj- óna framlags til B-hluta fyrir- tækja en aðalsjóður þarf að greiða niður tap af rekstri félagsheimilis og vatnsveitu. Rekstur annarra B-hluta fyrirtækja var betri. Hagn- aður af rekstri félagslegra íbúða var 55 milljónir króna og Bolung- arvíkurhöfn skilaði 14 milljón króna hagnaði en þetta er sjöunda árið í röð sem rekstur hafnarinnar skilar jákvæðri afkomu. Framlegð sveitarfélagsins, svo- kölluð EBITDA, var 197 millj- ónir eða 22,4% af heildartekjum og handbært fé frá rekstri var 183 milljónir. Eignfærðar fjár- festingar árið 2013 voru 296 milljónir en þar munar mest um 126 milljóna króna fjárfestingu í hjúkrunarheimili og 73 milljóna króna malbikunarframkvæmdir. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins hefur á undanförnum 5 árum styrkst verulega. Hún var í árslok 2008 neikvæð um 179 milljónir en er nú jákvæð um 236 milljónir króna. Eiginfjárstaðan hefur því batnað um 415 milljónir á síðustu fimm árum. Aðrar helstu stærðir í ársreikn- ingi Bolungarvíkurkaustaðar fyr- ir árið 2013: Rekstrartekjur er 878 milljónir, þ.a. eru skatttekjur að meðtöldu framlagi Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga 562 milljónir. Laun og launatengd gjöld eru 369 milljónir en starfsmanna- fjöldinn telur 61 stöðugildi. Ann- ar rekstrarkostnaður er 312 millj- ónir. Veltufé frá rekstri er 162 milljónir. Heildareignir 1.483 milljónir. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.247 millj- ónir og eigið fé því 236 milljónir. Íbúafjöldi í árslok 2013 er 950 og fjölgaði íbúum Bolungarvíkur um 32 frá fyrra ári. – bb@bb.is 95 milljóna króna hagnaður

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.