Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Page 14

Bæjarins besta - 16.04.2014, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Kvótinn aukinn í Ísafjarðardjúpi Gefinn hefur verið út 200 tonna aukakvóta í innfjarðarækju í Ísafjarðardjúpi. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar fund- uðu með sjómönnum og út- gerðarmönnum við Djúp fyrir helgi um ástand rækjustofnsins og niðurstöður ferbrúar rann- sóknar stofnunarinnar. Niður- staðan Hafró er að óhætt sé að auka kvótann um 200 tonn en upphafleg ráðgjöf hljóðaði upp á 900 tonn. Mikil veiði hefur verið í vetur og hafa sjómenn lýst henni sem ævintýralegri. Flestir rækjubátar voru búnir með kvótann en eru allir komnir aftur á sjó. Aukinn kostnaður við snjómokstur Snjómokstur ársins hefur verið mun meiri en fjárhagsáætlun Ísafjarðarbær gerði ráð fyrir. Á fjárhagsáætlun er aðkeypt þjónusta 13 milljónir króna og vetrarsamgöngur 2,5 milljónir króna eða alls 15,5 milljónir króna. Um miðjan mars var kostnaðurinn kominn í tæpar 15 milljónir króna. Í fyrra var kostnaður við aðkeyptan snjó- mokstur 24 milljónir króna og telur Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasvið Ísfjarðarbæjar, ekki ólíklegt að kostnaðurinn í ár endi í svipaðri tölu. Fern hjón taka þátt í Jörundi Leikritið Þið munið hann Jör- und í uppsetningu Litla leik- klúbbsins sem frumsýnt var laugardag í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fjöldi manns kemur að uppsetningu verksins, leikarar, tónlistarfólk, tæknifólk, sviðs- menn, leikmyndahönnuðir og fleiri. Það vekur athygli að fern hjón taka þátt í sýningunni. Hjónin Ólafur Halldórsson og Katrín Líney Jónsdóttir leika í stykkinu og einnig Sveinbjörn Hjálmarsson og Sóley Huld Árnadóttir. Páll Gunnar Lofts- son og Sigrún Viggósdóttir eru ekki á fjölunum en sinna bún- ingum, sjá um leikmuni og fleira. Ein og sama fjölskyldan sér um tónlistarflutningin en það eru hjónin Jón Hallfreð Engilbertsson og Helga Snorra- dóttir og börn þeirra þau Kristín Harpa og Snorri. SUMARSTARFSMENN Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsir lausar stöður tveggja sumarafleysingarmanna. Um er að ræða tvö stöðugildi. sem meðal annars fela í sér afleysingar á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri ásamt afleysingu á Ísafirði. Viðkomandi verða að geta fram- vísað sakavottorði og búfjárreiðuvottorði eins og reglur um hæfi löggiltra vigtar- manna kveða á um. Einnig þurfa væntanlegir starfsmenn að hljóta vottun Siglingastofnunar sem hafn- argæslumenn. Skipstjórnar- og/eða vél- stjórnarréttindi er kostur. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri á skrifstofutíma á hafnarskrifstofunni í síma 450 8081 eða á netfangi hafnarstjori@isafjordur.is. Vöruþróun Örnu ehf. í Bol- ungarvík heldur áfram og fyrir síðustu helgi tók fyrirtækið á móti dönskum búnaði til ostagerðar. „Við erum að gera okkur klár í ostagerð og vonumst til að geta byrjað með osta í vor eða sumar. Þetta verða ferskostar eins og til dæmis fetaostur, en ekki brauð- ostar sem þurfa að liggja í lengri tíma. Við höfum undanfarið verið að gera húsnæðið klárt til að geta hafið ostaframleiðslu,“ segir Óskar Hálfdánsson, starfsmaður Örnu. Ostarnir verða laktósafríir eins og aðrar mjólkurvörur frá Örnu. Fyrirtækið hóf starfsemi í haust og óhætt að segja að vöruþróunin hafi verið ör frá því að drykkjar- mjólkin kom fyrst á markað. Síð- an hafa bæst við skyr, rjómi, jóg- úrt og innan skamms bætast svo við ostar. Óskar segir að viðtökur neyt- enda hafi verið góðar. „Fyrstu mánuðirnir voru hark eins og við er að búast hjá nýju fyrirtæki með nýja vöru, en viðbrögð neyt- enda hafa verið góð og við stefn- um upp á við en ekki niður,“ segir Óskar. – smari@bb.is Arna kaupir tæki fyrir ostaframleiðslu Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Hraðfrystihússins Gunn- varar hf., að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum vegna sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða 6.800 tonn af regn- bogasilungi og 200 tonn af þorski. Í tilkynningu frá Skipulagsstofn- un segir að hægt sé að nálgast tillöguna á vef stofnunarinnar og að allir geti kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir sem verða að vera skriflegar og hafa borist fyrir 25. apríl nk. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir að eftirtaldir aðilar veiti um- sögn um málið: Ísafjarðarbær, Strandabyggð, Súðavíkurhrepp- ur, Fiskistofa, Fjórðungssam- band Vestfirðinga, Hafrann- sóknastofnun, Matvælastofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerð- in-Siglingasvið, Umhverfisstofn- un og Veiðimálastofnun. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulags- stofnunar um tillögu framkvæm- daaðila að matsáætlun liggi fyrir 6. maí nk. Athugasemdarfrestur til 25. apríl Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur útilokað fyrir eigendur Vísis hf., að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án sam- ráðs við þá aðila sem málinu tengjast og tíðindin ættu að vera stjórnvöldum áminning um að gera breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ísafjarðar- bæ. Í ljósi þess hvernig til starf- seminnar var stofnað er ekki rétt að Vísir hf. á Þingeyri taki þessa ákvörðun án samráðs við Ísa- fjarðarbæ og aðra hlutaðeigandi aðila segir í tilkynningunni. „Ef fyrirtæki ætla að eiga full- an þátttökurétt í samfélaginu þá eiga þau skilyrðislaust að sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þarna birtist. Þessi tíðindi ættu jafnframt að vera stjórnvöldum áminning um að gera þær breyt- ingar sem þarf svo að fiskveiði- stjórnunarkerfið tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu, eins og því er ætlað. Bæjarstjóri hefur skipulagt fund með atvinnuvega- ráðherra og íbúafund á Þingeyri.“ Atvinnulíf á Þingeyri stendur og fellur með heilbrigðum sjávar- útvegi og þó vöxtur sé í ferða- þjónustu og fiskeldi nægir hann ekki til að vega upp á móti þeim samdrætti sem verður í vestfirska hagkerfinu ef starfsstöð Vísis lokar á Þingeyri. Heildartekjur Ísafjarðarbæjar vegna starfsemi Vísis eru varlega áætlaðar um 24 milljónir á ári og eru margfeldis- áhrif þar ekki tekin með í reikn- inginn. Í minnisblaði frá Atvinnu- þróunarfélagi Vestfjarða sem lagt var fram á fundi bæjarráðs í dag kemur einnig fram að stuðningur stjórnvalda hefur verið töluverð- ur varðandi starfsemina á Þing- eyri og að hægt er að verðmeta hann á núvirði á hundruð milljóna króna.“ Lokun Vísis áminning um að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.