Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Vísir með 70% ársverka í sjávarútvegi á Þingeyri Hjá Vísi hf. á Þingeyri eru um 35 ársverk. Það gerir um 71% af þeim störfum sem eru í sjávarút- vegi á Þingeyri. Þetta kemur fram í minnisblaði Atvinnuþróunarfé- lags Vestfjarðar um atvinnumál á Þingeyri sem var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Á Þingeyri eru 21 fyrirtæki. Rúm- lega 50% fyrirtækjanna eru í útgerð, eldi, vinnslu eða annarri tengdri stoðþjónustu. Stærsta og mest áberandi fyrirtækið á Þing- eyri er starfsstöð Vísis. Á eftir sjávarútvegi er næst mestur fjöldi í ferðaþjónustu og tengdum iðn- aði s.s. farþegaflutningum, gisti- heimili, veitingasala o.s.frv. 30% þessara lögaðila eru í þessum geira. Ferðaþjónusta er vaxandi at- vinnugrein, en hefur ekki burði til skemmri tíma til að halda uppi atvinnustigi á Þingeyri líkt og Vísir gerir. Aðra stoðþjónustu er að finna á svæðinu eins og véla- og viðgerðaþjónustu, leigufélög fyrir atvinnuhúsnæði og flutn- ingaþjónusta og er fjöldi þessara fyrirtækja um 20% lögaðila í þessum geira. Áætlað er að 129 manns séu á vinnumarkaðinum á Þigneyri og þar af eru 49 manns starfandi í sjávarútvegi sem gerir um 38 % af vinnuaflinu. Vísir vinnur úr 1500 - 3000 tonnum af hráefni á ársgrund- velli. Um 2000 tonn voru unnin á síðasta ári. Hráefnisöflun fyrir- tækisins kemur að mestu leyti í gegnum viðskipti við eigin báta sem er rúmlega 90% af fiskinum. Mjög lítið er keypt af mörkuðum. Jafnframt er töluvert af afla flutt til svæðisins. Fyrir hvert starf sem skapast í sjávarútvegi er áætlað að það verði til um 1,63 óbein störf í öðrum greinum. Þessi störf eru í opinberri þjón- ustu og stjórnsýslu, flutningum, fasteignaviðskiptum, viðgerða- þjónustu, iðnaði og verslun. Miðað við ofangreint má gera ráð fyrir að það skapist um 57 önnur störf vegna starfsemi Vísis á Þingeyri. Það má gera ráð fyrir því að stórt hlutfall þessara óbeinu starfa verði til annars staðar en á Þingeyri þar sem þjónustumið- stöðvar fyrir flutninga, umbúðir, viðgerðir og önnur fyrirtæki eru ekki á Þingeyri. – smari@bb.is Þingeyri. Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf., segir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum vegna fréttaflutnings af byggðakvóta sem fyrirtækið fékk á Þingeyri, að á móti þeim 1.300 tonnum sem fyrirtækið fékk úthlutað, hafi það sjálft lagt fram 30 þúsund tonn af fiski til vinnslu á Þingeyri. „Vegna um- fjöllunar fjölmiðla um byggða- kvóta og meintar ívilnanir til Vísis hf. vill fyrirtækið árétta að það rúmlega tuttugu faldaði þann kvóta sem úthlutað var til byggð- arlagsins og útgerðinni var falið að afla á árunum 2000 til dagsins í dag. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að á síðustu þrettán árum hefur fyrirtækið lagt samfé- laginu til veruleg verðmæti þar sem hlutur byggðakvótans var hverfandi. Eins og nafnið gefur til kynna er byggðakvóta úthlutað til eins árs í senn til byggðarlaga sem síðan skipta þeim kvóta niður á fiskiskip. Útgerðir þeirra skuld- binda sig á móti til þess að leggja fram annað eins af eigin kvóta og landa sem nemur tvöföldum byggðakvóta í viðkomandi byggð- arlagi. Eins og fram kom í BB aflaði fyrirtækið 1.300 tonnum af úthlutuðum kvóta til byggðar- lagsins á 13 árum, eða 100 tonn- um að jafnaði á ári. Á sama tíma lagði fyrirtækið til um 30.000 tonnum af fiski sem unnin voru í frystihúsi fyrirtækisins á Þing- eyri,“ segir í yfirlýsingu Péturs. – smari@bb.is Vísir lagði til 30 þúsund tonn Pétur Hafsteinn Pálsson. Mynd: Fiskifréttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.