Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 Sælkerar vikunnar eru Sigríður Línberg Runólfsdóttir og Halldór Margeir Sverrisson í Bolungarvík Kjúklingaréttur og heit kaka Ég ætla að bjóða uppá uppá- haldsrétt fjölskyldunnar. Kjúklingaréttur Geira 2 dl grillsósa (orginal) 1 dl sojasósa 1 dl aprikosusulta 100 gr púðursykur 50 gr smjör Allt þetta hitað að suðu og hellt yfir kjukling í bitum og eldað hæfilega lengi. Og svo er það kakan Heimsins besta rabarbarakaka 100 gr smjör 2 egg 2 tsk lyftiduft 2,5 dl sykur(má vera hrásykur) 3 dl hveiti (eða dl spelt og 1 dl hveiti) Vanillusykur 3-4 dl rabarbari smátt skorin (Mér finnst betra að hafa mjóa leggi) Aðferð: Bræðið smjörið í potti og blandið hveitinu saman við hrærið með sleif og blandið síðan hinu hráefninu saman við. Hellið í vel smurt form og bakið við ca 200 gr. í 20 mín. Stráið svolítið af sykri jafnt yfir kökuna og setjið í ofn ( þá verður hún að- eins stökk ) og berið fram með Örnu rjóma. Verði ykkur að góðu. Við skorum á Ragnar Svein- björnsson í Bolungarvík til að vera næsti sælkeri vikunnar. Þetta er eiginlega bara tilfinningin Það er eins og bátsnafnið og mannsnafnið Guðmundur Ein- arsson í Bolungarvík renni saman í eitt enda fylgir því nafni mikil aflasæld í huga fólks. Núna er um hálf öld síðan Guðmundur Einarsson byrjaði að fara á sjó, er hann þó aðeins rétt orðinn 57 ára gamall. „Ég byrjaði að fá að fljóta með svona átta-níu ára gamall einn og einn túr með föður mínum og móðurbróður, Vagni Hrólfssyni,“ segir hann. – Lá það fyrir frá upphafi, eins og stundum er, að þú myndir leggja sjómennskuna fyrir þig, eða kom eitthvað annað til greina? „Ég held að það hafi aldrei komið neitt annað til greina. Uppeldið var einfaldlega þannig, það var varla talað um annað en sjó og fisk. Það stefndi strax allt í þessa átt og allur áhuginn var þar.“ – Hvenær varstu fyrst með bát sjálfur? „Skipstjóri var ég fyrst í af- leysingum á Guðbjörginni á Ísa- firði. Reyndar var ég eitthvað búinn að vera sjálfur með trillur áður, byrjaði á því 1987. “ Faðir Guðmundar er Einar Guðmundsson, kallaður Dengsi, og móðir hans Ásdís Hrólfsdóttir. „Móðir mín er fædd á Hesteyri og ættuð af Ströndum. Hún missti föður sinn ung og fór þá fyrst til Ísafjarðar og síðan til Bolungar- víkur. Pabbi er innfæddur Bol- víkingur en ættaður úr Inndjúp- inu.“ Ásgerður Jónasdóttir eigin- kona Guðmundar er frá Ísafirði, dóttir Jónasar Guðbjörnssonar frá Hafrafelli og Sólveigar Sörensen. „Pabbi hennar varaði hana við þegar hún var unglingur, sagði henni að passa sig á helvítis Bol- víkingunum. En þetta breyttist þeg- ar hann vissi að ég var sjómaður og ætlaði í Stýrimannaskólann og væri þess vegna einn af mátt- arstólpum samfélagsins. Og við erum ennþá hjón eftir fjörutíu og eins árs samveru,“ segir Guð- mundur. Börn þeirra Ásgerðar og Guð- mundar eru þrjú. Jónas Guð- mundsson er elstur, fæddur 1976, síðan er Einar Guðmundsson, fæddur 1981, og yngst er Tinna Björg Guðmundsdóttir, fædd 1984. Nýr bátur og rækjukvóti Fram kom í fréttum núna fyrir stuttu, að Mýrarholt ehf. í Bol- ungarvík hafi keypt togbátinn Margréti SH frá Rifi ásamt 12% aflahlutdeild í innfjarðarækju í Ísafjarðardjúpi. Guðmundur Ein- arsson er eigandi Mýrarholts ásamt Jóni Þorgeiri bróður sín- um, endurskoðanda í Bolungar- vík, og sonum þeirra beggja. Að- spurður hvort frekari aflaheim- ildir en hlutdeildin í Djúprækj- unni hafi fylgt með í kaupunum segir Guðmundur svo ekki vera. „Því er nú verr og miður, það verð- ur ekki ennþá, í það minnsta,“ segir hann. Báturinn hét áður Valgerður BA. Upp í kaupin fara tveir hand- færabátar, Ásdís ÍS og Vísir ÍS. Margrét var smíðuð í Póllandi og kláruð hjá Ósey í Hafnarfirði árið 1999. Báturinn var skut- lengdur árið 2008 og hefur áður borið nöfnin Friðrik Bergmann SH, Bára SH og Valgerður BA. Báturinn verður fyrst og fremst á rækju en Guðmundur segir að seinna komi í ljós hvort að önnur tækifæri opnist, til að mynda með dragnótaveiðar. Rækjukvótinn sem þeir kaupa var áður á Matt- híasi SH sem var á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi í vetur. Á togurum og smábátum „Eins og ég sagði, þá byrjaði ég að fara ferð og ferð með pabba mínum og Agga heitnum,“ segir Guðmundur þegar hann er beðinn að rekja sjómannsferilinn í stór- um dráttum. „Stundum fékk ég líka að fara á stærri bát, Einari Hálfdáns, með afa mínum sem var kokkur. Svo þegar ég var fimmtán ára gamall var ég búinn að vera að væla í pabba að biðja um pláss fyrir mig á Sólrúnu í Bolungarvík, sem var 250 tonna tappatogari. Honum fannst ég nú heldur ungur til að ráða mig í þetta, hélt að ég myndi kannski ekki geta það. En við vorum síðan ráðnir upp á hálfan hlut, við Krist- ján Jón Guðmundsson, en á það reyndi ekki því það vantaði einn mann og við því ráðnir upp á heilan hlut. Það var eiginlega fyrsta alvöru sjómennskan hjá mér. Þar er ég með Einari Hálf- dáns frænda mínum þetta sumar og líka næsta sumar. Síðan fór ég í Stýrimannaskólann. Eftir það byrjaði ég að fara á togarana hérna heima, Heiðrúnu og Dagrúnu. Síðan fer ég á Guð- björgina sumarið 1979 og er þar alveg til 1997. Byrjaði þar sem háseti og endaði sem afleysinga- skipstjóri. Svo hætti ég þar þegar Samherji keypti og þá fór ég út í smábátaútgerð á fullu. Þá létum við smíða fyrir okkur nýjan bát sem hét Guðmundur Einarsson, en höfðum áður átt tvo báta fyrir. Guðmundur Einarsson var Vík- ingur 800, þetta var 5,7 tonna bátur. Við vorum búnir að eiga færabáta síðan 1987, sem maður var að hlaupa á í fríunum. Síðan voru nokkrir með nafninu Guð- mundur Einarsson fram til 2004, en þá hætti ég þar og fór á stóran bát sem hét Einar Hálfdáns, 260 tonna bátur, áður Orri á Ísafirði. Síðan hefur sjómennskan hjá mér verið smátt og smátt að minnka þó að ég hafi alltaf verið viðloð- andi þetta á bátum sem heita Einar Hálfdáns, sem við gerum út á línu, og Albatros, færa- og línubát sem ég hef róið á síðustu árin. Fyrstu árin áttum við saman útgerðina ég, pabbi og Guðmund- ur Jens Jóhannsson mágur minn. Guðmundur fór síðan í eigin út- gerð og kom þá Daði Guðmunds- son föðurbróðir minn og áður Jón Þorgeir bróðir minn. Þegar pabbi og Daði komust á aldur var útgerðin seld til Bakkavíkur sem við áttum hlut í. Síðustu sjö árin höfum við Jón Þorgeir átt saman útgerð og gerum í dag út bátana Einar Hálfdáns og Alba- tros í félögunum Blakknesi ehf. og Mýrarholti ehf.“ – Eruð þið líka með fiskvinn- slu? „Nei, við erum ekki með neina vinnslu. Á sínum tíma vorum við með í vinnslu í Fiskverkun- inni Vík ehf. sem sameinaðist síðar Bakkavík hf., en það endaði nú frekar illa þannig að við höfum alveg látið það eiga sig síðan.“ Að vera vakandi og gefast ekki upp – Þú ert annáluð aflakló. „Ætli það megi ekki frekar segja að ég hafi verið duglegur að fara á sjó. Annars hefur þetta bara gengið alveg þokkalega.“ – Hver er lykillinn að því að vera góður aflamaður? „Ég held að aðalatriðið sé að vera vakandi og hafa eftirtekt, hafa áhuga fyrir hlutunum, og gefast ekki upp. Ég hef líka alltaf verið svo heppinn að hafa mikið af góðu fólki í kringum mig. Margir koma þar við sögu. Hrólf- ur bróðir minn, landformaður hjá okkur, hefur alltaf verið vakinn og sofinn yfir öllu í kringum út- gerðina, aldrei í boði að slaka á þegar hann er nálægt.“ – Hvað eru margir í áhöfn á þessum litlu bátum? „Eins og á Einari Hálfdáns er fjögurra manna áhöfn en það róa aldrei nema tveir í einu. Svo eru kallar í landi sem eru að beita. Á Albatros sem ég er með núna, sem rær bara með færi og línu, þá eru einn til tveir um borð.“ Tilfinningin ræður mestu – Er það ekki endalaust nám að kynnast miðunum og vita hvert helst skal halda til veiða hverju sinni? „Jú. Oft tekur maður mið af árinu á undan og reynslunni yfir- leitt. En það gengur nú samt ekki alltaf upp. Þetta er endalaus lær- dómur og þetta er ekki alltaf eins. En oft en nú leitað þangað sem maður hefur fengið fisk áður. Það er gott að þekkja botninn vel og hvernig landslagið er þar.“ – Skráirðu nákvæmlega hvar þú ert hverju sinni og hver ár- angurinn hefur verið? Eða er þetta meira tilfinningin? „Nei, ég skrái ekki neitt hjá mér. Þetta er eiginlega bara til- finningin. Svo eru allir bátar komnir með tölvuplottera og maður merkir inn þar sem maður fær einhvers staðar fisk, svona betri staði, og tekur eftir hvernig botninn er. Þegar einhver harður blettur er þar sem maður fær fisk,

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.