Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 strákar. Eins og Hrólfur Ólafsson og Friðrik Sigurðsson, eða Iddi, eins og hann var kallaður. Alltaf mikið líf í kringum þá. Endalaus prakkarastrik og skemmtileg- heit.“ Einhverju sinni hafði Iddi gleymt að læsa búrinu. „Við stálum nokkrum eggja- bökkum og fórum með þá í klef- ana hjá okkur. Svo var hann að ræsa okkur einn morguninn í hel- vítis brælu þegar hann sér skúff- urnar opnast og sá eggjabakkana. Þegar við vorum komnir á vaktina sótti hann eggin og harðsauð þau og setti aftur á sinn stað. Síðan þegar Hrólfur ætlaði að fara að spæla ofan í okkur egg, búinn að setja á sig svuntu og setja smjör á pönnu og farinn að syngja, þá gat hann ekki brotið eitt einasta egg.“ Sjóveikur framan af – Hefurðu nokkurn tímann verið sjóveikur? „Já, ég var alveg rosalega sjó- veikur fyrst. Þegar ég var að byrja fimmtán ára á tappatogaranum, búinn að vera að væla í pabba allan veturinn að biðja um pláss fyrir mig, og var búinn að vera í nokkra daga drullusjóveikur, þá grenjaði maður yfir því að hafa verið svo vitlaus að biðja um þetta. En þetta smáhjaðnaði af manni, það tók dálítinn tíma. En ég hef ekki fundið fyrir sjóveiki síðustu áratugina, alveg sama þó að ég hafi ekki farið á sjó í tvo- þrjá mánuði, þá finn ég aldrei fyrir henni.“ Guðmundur segir að stóru smábátarnir, eins og þeir eru kall- aðir, þrjátíu tonna bátar, séu allir alveg yfirbyggðir í dag. Ýsan og fræðingarnir „Enda þarf þetta að vera þann- ig, þetta er hörð sókn á þeim. Mjög hörð sjósókn og þessir bátar þurfa að vera góðir. Síðan er það líka þannig, að miðin eru full af ýsu. Við megum ekki veiða ýsuna því að það er svo lítið skammtað, þannig að það þarf að sigla ansi djúpt, þarf að sigla yfir alla ýsuna til að ná í þorsk.“ – Það er búið að tala um þetta árum saman að það sé helst ekki Auglýsing um deiliskipulag fyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri, Ísa- fjarðarbæ. Framlengdur athugasemdafrestur Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda deiliskipulagstillögu á fundi sínum þann 6. febrúar 2014. Deiliskipulagið tekur til miðbæjar- og hafnarsvæðis á Þingeyri, þ.e. byggðar við Fjarðargötu og Hafnarstræti milli hafnar og upp fyrir Brekkugötu. Skipulagssvæðið er um 19,2 ha að stærð. Með samþykkt tillögu að deiliskipulagi þessu fellur deiliskipulag hafnarsvæðis frá árinu 2001 úr gildi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 7 óráðstöfuðum lóðum á athafna- og þjónustusvæði, á miðbæjarsvæði eru tvær lóðir sem ætlaðar eru fyrir nýbyggingar, Fjarðargata 3 og 12. Sérstök áhersla er lögð á verndun elstu byggðarinnar og uppbyggingu gamalla húsa. Gert er ráð fyrir að færa Gramsverslun frá Vallargötu 1 yfir á nýja lóð við Hafnarstræti. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýslu- húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, á N1 á Þingeyri, íþróttamiðstöð Þing- eyrar og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is. Athugasemda- fresturinn er framlengdur til 28. apríl 2014. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrif- stofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði 10. apríl 2014. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs. hægt að stunda fiskveiðar fyrir ýsu. Af hverju má ekki veiða ýs- una? „Fræðingarnir virðast ekki finna hana. Það er alltaf verið að tala um fiskifræði sjómannsins og að það eigi að taka mark á henni, en það er bara ekkert hlust- að á okkur. Það hefur aldrei verið annað eins af ýsu í sjónum og núna og samt er ekki verið að úthluta nema eitthvað þrjátíu og sjö þúsund tonnum eða hvað það er. Það er skelfilegt að þurfa að vera að sigla yfir þetta langt út á haf á litlum bátum þegar hægt er að veiða miklu nær. En þeir eru ekki sammála okkur. Þeir virðast ekki finna þessa ýsu.“ – Koma fiskifræðingar aldrei til að fá að fara með ykkur í róð- ur? „Nei, þeir sjást ekki, spyrja ekki, hringja ekki. Þeir vita þetta betur en við og eru ekkert að leita til okkar. “ Hjónin bæði farið holu í höggi Þegar talinu er beint að áhuga- málum fyrir utan sjómennskuna kemur golfið til sögunnar. „Við hjónin byrjuðum í golfi árið 2005 og höfum verið hálf- gerðir golfsjúklingar síðan. Kon- an fór holu í höggi fyrir fáeinum árum, og svo þegar ég ætlaði að fara að segja henni eitthvað til eftir það, þá sagði hún bara að ég skyldi halda mig á mottunni, ég hefði aldrei farið holu í höggi. En sem betur fer tókst mér nú að fara holu í höggi í fyrra, þannig að hún getur núna haft sig hæga.“ Þetta var í bæði skiptin á Is- lantilla-vellinum úti á Spáni sem þau fóru holu í höggi, Ásgerður á þrettándu braut, Guðmundur á þeirri áttundu. Og skal þessu spjalli við afla- klóna Guðmund Einarsson þar með lokið, ekki á Vestfjarðamið- um heldur á golfvelli úti á Spáni. – hþm

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.