Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 23

Bæjarins besta - 16.04.2014, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014 23 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir ÞjónustuauglýsingarHafnarstjórn harmar ákvörðun Vísis Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar harmar tilkynningu Vísis hf. um að loka starfsstöð fyrirtækisins á Þingeyri og segir að erfitt verði fyrir höfnina að halda úti stöðu- gildi við Þingeyrarhöfn hætti Vísir starfsemi á staðnum. Í ályktun frá hafnarstjórn segir: „Hafnarstjórn harmar þá tilkynn- ingu Vísis hf, um að loka starfs- stöð sinni á Þingeyri. Starfsemi Vísis hefur verið hryggjarstykkið í starfssemi hafn- arinnar á Þingeyri og er forsenda þess að halda úti stöðugildi á höfninni. Hafnarstjórn hefur áhyggjur af framtíð veiða og vinnslu á Þingeyri og skorar á fyrirtækið að endurskoða ákvörð- un sína. Hafnarstjórn beinir því einnig til bæjarstjórnar Ísafjarð- arbæjar leitað verði allra þeirra leiða sem hugsast getur til að lágmarka skaðann.“ 40 ára kaup- staðarafmæli Bolungarvík átti 40 ára kaup- staðarafmæli fimmtudaginn 10. apríl en þann dag árið 1974 stað- festi forseti Íslands lög um kaup- staðarréttindi sveitarfélagsins. Stuttu seinna, eða þann 1. júní sama ár, var síðan haldinn fyrsti fundur bæjarstjórnar Bolungar- víkur á skrifstofu Guðmunds Kristjánssonar sveitarstjóra og samþykkt var á fundinum að ráða hann sem bæjarstjóra. Ólafur Kristjánsson var kosinn forseti bæjarstjórnar. Aðrir bæj- arfulltrúar á fundinum voru Guð- mundur B. Jónsson, Guðmundur Agnarsson, Hálfdán Einarsson, Guðmundur Magnússon, Kristín Magnúsdóttir og Valdimar L. Gíslason. Ganamaður til BÍ/Bolungarvíkur BÍ/Bolungarvík hefur fengið miðjumanninn Quincy Osei til liðs við sig. Osei er 24 ára gamall Ganamaður en hann lék í fyrra með AC Kajaani í C-deildinni í Finnlandi. Osei hefur áður leikið í Serbíu og á Maldíví-eyjum auk þess sem hann lék með FC Haka í finnsku úrvalsdeildinni árið 2010. Þá var Osei hluti af liði U23 ára liði Gana í undankeppni fyrir Ólympíuleikana árið 2012. Osei mun styrkja miðjuna hjá BÍ/Bolungarvík en liðið verður án Nigel Quashie næstu vikurnar eftir að hann fótbrotnaði í Lengju- bikarleik á dögunum. Quashie ætti þó að verða klár áður en keppni í 1. deildinni hefst 10. maí. Frá þessu er greint á fotbolti.net.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.