Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 13. júní 200814 Helgarblað DV „Reiðin hverfur aldrei. Þetta er nokkuð sem ég mun aldrei komast yfir. Aldrei nokkurn tímann. Móð- urástin er ótrúleg en hún virðist ekki hafa skipt miklu máli á þess- um tíma og í þessu máli. Það var bara komið fram við mann eins og tilraunadýr,“ segir Hanna Regína Jónsdóttir sem missti dóttur sína í hendur barnaverndarnefndar árið 1984. Dóttir hennar, Anna Dögg Júlíusdóttir, var send í fóstur aust- ur á land þar sem hún ólst upp. „Ég veit ekki hvernig er hægt að fyrir- gefa svona lagað. Ekki get ég það að minnsta kosti. Það er útilokað mál. Ég myndi helst vilja sjá þetta fólk sem stýrði þessu á bak við lás og slá. Í staðinn eru þau öll starf- andi við þetta ennþá. Þetta fólk átti allt að fá dóm. Beint í fangelsi með þau og það átti að henda lyklinum,“ bætir hún við. Sett í hendur alkóhólista Hjónin sem tóku dóttur henn- ar í fóstur voru alkóhólistar að sögn þeirra Hönnu og Jóns Viðarssonar, manns Hönnu og stjúpföður Önnu Daggar. Sjálf voru þau ekki í neinni neyslu. Drukku sjaldan, neyttu ekki lyfja og það var engin óregla. Það eina sem þau glímdu við voru pen- ingavandræði. Tvítug hjón sem veðjuðu á vitlausan hest og það kostaði þau barn Hönnu. „Ætli það séu nema fjögur ár síðan stjúpmóð- ir hennar Önnu þurrkaði sig upp. Anna Dögg hafði upp á okkur þeg- ar hún var 18 ára og sagði okkur að þau hefðu drukkið mikið. Það er al- gjörlega óskiljanlegt. Þetta er óskilj- anlegt dæmi. Það er ekkert sem getur bætt þennan tíma upp. Ekki neitt. Mér finnst svo rosalega ömurlegt að vita til þess að þetta fólk starfi enn hjá barnaverndarnefnd og í fleiri störf- um sem tengjast stefnu fjölskyld- unnar,“ segir Hanna. Jón bætir við að lítið hafi ver- ið reynt. Það hafi einfaldlega átt að stía fjölskyldunni í sundur. „Að þetta fólk geti hugsað sér að halda barni, vitandi það að foreldrarnir eru í lagi. Hún á systkini og að það hafi ekki verið komið með barnið og sagt nú gerum við tilraun með það að hún verði hjá ykkur í einhvern tíma. Fullreyna hlutina á heimilinu. Mér finnst að þeir hefðu átt að vinna þetta á heimilinu.“ Móðirin rak þau á dyr Hanna og Jón kynntust þeg- ar Hanna var komin fimm mánuði á leið 1982. Þá var Hanna tvítug en Jón var tveimur árum eldri. Hann var búinn að vera á verbúð í Grinda- vík og hún vann einnig í fiski. Ætl- uðu þau að setjast að í Grindavík. Fyrst um sinn bjuggu þau hjá móð- ur hennar en voru rekin á dyr. Hún kasólétt. „Við máttum ekki vera þarna því ég borgaði ekki heim. Við flutt- um heim til systur móður Hönnu sem bjó líka í Grindavík. Þá byrj- aði mamma hennar að senda yngri systkini hennar yfir til að blóta mér og henni í sand og ösku. Eineltið frá móður hennar og pabba var orðið svakalegt,“ segir Jón. Eftir að þau höfðu verið rekin á dyr fundu þau sér íbúð sem var til- búin undir tréverk í Njarðvík sem þau gátu keypt. „Hanna átti peninga, sem pabbi hennar geymdi, út af bíl- slysi sem hún lenti í. En pabbi henn- ar neitaði að láta hana fá banka- bókina. Þá þurftum við að hringja á lögregluna til að fá bókina afhenta. Við keyptum þessa íbúð og hún var gerð klár áður en Hanna kom heim af fæðingardeildinni. En þeg- ar kom að lokagreiðslunni, sem við ætluðum að borga með móðurarfi mínum sem fósturafi minn geymdi og hafði umboð fyrir, neitaði hann að láta okkur fá arfinn. Hann mátti ekki afhenda arfinn nema hann færi í fjárfestingu. Hann var búinn að láta okkur fá vilyrði um að arfurinn myndi fara í þessa íbúð. Síðan þegar kom að þessari greiðslu neitaði hann. Þá var ég á sjónum og ég gerði allt sem í mínu valdi stóð að ná þessari greiðslu en það tókst ekki. Við vorum alltaf að harka og við misstum þessa íbúð í Njarðvík. Misstum alla peningana sem við vorum búin að leggja í íbúð- ina. Þar með þurftum við að fara að leigja og gerðum það í Keflavík.“ Seinkaði vegna elds í Cadillac Jón ákvað að hætta á sjónum eftir að Anna Dögg kom í heiminn. ÞURFTU AÐ VELJA ANNAÐ BARNIÐ Benedikt BóaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is anna dögg Júlíusdóttir var tekin frá móður sinni þegar hún var tveggja ára af barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Hún var send í fóstur austur á land. Móðir hennar, hanna Jónsdóttir, og Jón Viðars- son, maður hennar, fengu viku til að velja hvort þau myndu vilja hafa Önnu Dögg í sinni umsjá eða yngri bróður hennar. Hanna er afar ósátt við hvernig staðið var að málum og krefst svara. „Þetta er nokkuð sem ég mun aldrei komast yfir. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Hanna. „Það er ekkert sem getur bætt þennan tíma upp. Ekki neitt. Mér finnst svo rosalega ömurlegt að vita til þess að þetta fólk starfi enn hjá barnavernd- arnefnd og í fleiri störfum sem tengjast stefnu fjölskyldunnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.