Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 17
DV Helgarblað föstudagur 13. júní 2008 17 Þetta var eins og að dansa á gler- brotum. Maður var í stöðugum ótta og ég lét því taka mig úr sambandi. Gat ekki hugsað mér að ganga í gegnum þetta aftur. Ég var 28 ára þegar ég gerði það.“ Eins og að vera í fangelsi Jón og Hanna segja að skýrslurn- ar sem þau séu með undir höndum séu fullar af rangfærslum. Ekki að- eins um þau heldur einnig um börn- in þeirra. Í einni skýrslunni sem Karl Marinósson skrifar upp á er sagt að þau hafi verið á Sólheimum í Gríms- nesi. Það segja þau að sé þvættingur. Þangað hafi þau aldrei komið. „Við höfum aldrei komið þangað. Aldrei verið þarna. Svo átti systir mín líka að vera þarna,“ segir Jón. Hafið þið aldrei hugsað um að fara með málið til Mannréttinda- dómstólsins? „Jú, það bara kostar svo gríðarlegar upphæðir og við gát- um ekkert staðið í því,“ segir Jón og Hanna bætir við að hefði það verið möguleiki hefði hann verið nýttur. „Hefðum við fengið aðstoð við þær greiðslur hefðum við ekki hikað við að fara. Það er alveg á tæru.“ „Við vorum alltaf að reyna að bjarga okkur. Við fórum eitt sinn til Grindavíkur á vertíð. Að reyna að rífa upp fjármálin. Þá var allt í einu kvartað yfir því að við heimsæktum börnin ekki nógu oft. Það var búið að kvarta undan því að við værum ekki að vinna. Það var alltaf eitthvað fundið upp á móti okkur. Alltaf eitthvað neikvætt. Nú var það neikvætt að við vorum í Grindavík og að vinna. Áður var það neikvætt að við værum ekki í vinnu í Reykjavík. Þetta rúllaði svona. Það sem við gerðum var alltaf neikvætt. Það var sett út á allt. Þess vegna var maður farinn hálfpartinn að leggja upp laupana. Þegar maður var beð- inn um að gera eitthvað bara gerði maður það. Þetta var svo mikill heragi þarna á Dalbraut. Barnið var kannski í grind, að leik þegar starfsmönnum þar fannst ég hafa hana of lengi í grindinni. Þá varð ég að fara gera eitthvað annað. Þeg- ar maður var að gera þetta og hitt var það ekki nógu gott. Maður varð að gera eitthvað annað. Starfsmennirnir vildu stjórna þessu og voru með tíma á öllu. Þetta var allt svo niðurnjörv- að og það pirraði þær þegar við gerð- um ekki eins og þær vildu. Þetta var hreinlega eins og að vera í fangelsi. Það var ekki eins og ég vissi ekk- ert um barnauppeldi,“ segir Hanna ákveðin. „Ég sá alveg jafnmikið um systkini mín og mamma. Ég er elst af systkinum mínum. Þegar ég var sex eða sjö ára var ég farin að hjálpa til. Ég var 17 ára þegar mamma og pabbi fóru útlanda og ég var ein heima með systkini mín. Ef mér hefði ekki verið treystandi fyrir þeim hefðu mamma og pabbi aldrei látið mig passa þau.“ Ekkert samband Anna Dögg er í námi núna er- lendis. Hún er 26 ára og er í engu sambandi við sína líffræðilegu móð- ur og stjúpa sem gekk henni í föð- ur stað fyrstu tvö ár ævi hennar. „Ég kynntist henni aftur þegar hún var 18 ára, þá var hún búin að leita í tölu- verðan tíma að mér,“ segir Hanna. „Við eigum bara í hreinskilni sagt mjög erfitt með að tengjast. Það var ágætt fyrstu vikurnar. Svo þegar við settumst niður og ræddum öll okk- ar mál af hreinskilni held ég að það hafi verið mjög erfitt fyrir hana. Við reyndum eins og við gátum að mynda tengsl við Önnu þegar hún var búin að hafa upp á okkur. Við reyndum að hafa þetta eðlilegt og allt gekk mjög vel í fyrstu. Svo fjarlægðist hún aftur. Hún fann sig ekki. Hún á systkini og þau náðu engum tengslum við hana. Það var allt reynt. Staðan í dag er sú að hún býr erlendis. Er þar í námi og er í engu sambandi við okkur eða syst- kini sín.“ benni@dv.is Myndir/Gunnar Gunnarsson og úr einkasafni ÞURFTU AÐ VELJA ANNAÐ BARNIÐ „Ég varð brjálaður þegar ég sá þetta. Ég hélt að við værum sloppin.“ Systkinin saman anna dögg hafði upp á fjölskyldu sinni þegar hún var 18 ára. Hún er í engu sambandi við hana í dag. Saga eftir Önnu Dögg anna dögg sendi inn sögu í Barna-dV árið 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.