Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 37
DV Menning föstudagur 13. júní 2008 37 Iðnaðarsafn- ið tíu ára Iðnaðarsafnið á Akureyri fagnar tíu ára afmæli á morgun, laugardag. Safnið geymir ak- ureyrska iðnsögu síðustu aldar sem er dæmigerð fyrir iðnsögu Íslands. Það var Jón Arnþórs- son, frumkvöðull safnsins, sem fyrir tíu árum gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að varð- veita minjar um þennan merka þátt í Íslandssögunni. Mikil veisluhöld verða í tilefni tíma- mótanna og hefjast þau klukk- an 13. Um leið verður opnuð ný sýning í safninu, Skipasmíð- ar í Eyjafirði, þar sem sýnd eru glæsileg líkön af frægum afla- skipum og smíðateikningar að þeim. Chalumeaux- tríóið á Gljúfrasteini Chalumeaux-tríóið, þeir Sig- urður Ingvi Snorrason, Kjartan Óskarsson og Rúnar Óskars- son, spila á stofutónleikum Gljúfrasteins á sunnudaginn. Þremenningarnir leika allir á hljóðfæri í klarínettufjölskyld- unni en á dagskránni eru um- ritanir á verkum eftir Bach og Beethoven. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. frum- á Kjar- valsstöðum Nútímatónlistarhátíðin frum- verður haldin á Kjar- valsstöðum um helgina í þriðja sinn. Í ár er hátíðin helguð tónlist þriggja tónskálda sem öll eiga stórafmæli á árinu. Atli Heimir Sveinsson fagn- ar sjötugsafmæli í haust en frumflutt verður nýtt verk sem Atli tileinkar vinkonu sinni, Bryndísi Schram, sem verður einmitt sjötug í næsta mán- uði. Auk þess verða leikin verk eftir ameríska tónskáldið Elliott Carter, sem verður hundrað ára í desember, og Karlheinz Stock- hausen sem hefði orðið áttræð- ur í ár en hann lést á síðasta ári. Nánari upplýsingar er að finna á listasafnreykjavikur.is. Líkt og síðustu ellefu sumur verður stuð á Jómfrúnni næstu vikur: Djasstónleikaröð Jómfrúrinnar hefst Hin árvissa djasssumartónleika- röð veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu hefst á morgun, laug- ardag. Þetta er tólfta árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jóm- frúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumarskemmtun. Á fyrstu tónleikum sumarsins kemur fram söngkonan Andrea Gylfadóttir með Tríói Björns Thor- oddsen. Auk Björns, sem leikur á gít- ar, skipa tríóið þeir Jón Rafnsson á kontrabassa og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Tónleikarnir fara fram utan dyra á Jómfrúartorginu ef veð- ur leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Þeir hefjast klukkan 15 og standa í um tvo tíma. Tónleikarnir verða á hverjum laugardegi út júlí. Um næstu helgi mun Kvartett Kristjönu Stefánsdótt- ur troða upp með blæðandi blús af væntanlegri plötu Selfossdívunnar. 28. júní ætlar Kvartett Tómasar R. Einarssonar að spila latin djass og fleira skemmtilegt úr smiðju bassa- leikarans og bókmenntamannsins. Viku síðar flytur Sigurður Flosason, umsjónarmaður tónleikaraðarinn- ar, djassaðan blús og blúsaðan djass með þjóðsagnapersónum. Tólfta júlí heldur Tríó Ómars Guðjónssonar uppi stuðinu og helgina eftir er kom- ið að hinum brasilíska Paulo Mala- guti. Lokatónleikarnir eru loks í hönd- um Kvartetts Maríu Magnúsdóttur þar sem yfirskriftin er Óður til Joni Mitchell. Býr í tíu fermetrum Hann er þröngur, húsakosturinn sem Þorvaldur býr við í New York. „Húsakostur“ er samt ekki alveg rétta orðið því um er að ræða um það bil tíu fermetra kytru á heimavist Julli- ard sem Þorvaldur deilir með pínanó- nemanda. Koja er svefnaðstaða þeirra kumpána, og er Þorvaldur í efri. „Það besta við þetta er að við erum á 26. hæð og útsýnið því æðislegt. Ég sný að glugganum og það er ómetanlegt að horfa á stjörnurnar, eða þar sem ég get ímyndað mér að stjörnurnar séu þeg- ar ég horfi á allar háu byggingarnar og öll ljósin, þrátt fyrir að píanóleikarinn sé hrjótandi fyrir neðan mig. Þetta er náttúrlega frekar töff, en svona heragi er nauðsynlegur á meðan þú ert að ná grunnþáttunum í þessu.“ Þorvaldur ber píanóleikaranum vel söguna. „Þetta er toppmaður. Okk- ur gekk mjög vel í sambúðinni. Hann fræddi mig um tónlist og ég hann um leiklist, og svo skiptumst við bara á skoðunum um lífið og tilveruna. Og þrátt fyrir að hann sé í klassíkinni er ég kominn með ennþá meiri áhuga á djassi en ég hafði fyrir, eftir allar sam- ræðurnar um tónlist.“ Er mikið einn Burtséð frá kytrum og kojum er það mikill munur að búa í New York eftir að hafa búið alla ævi á litla Ís- landi. Að vera í grunninn einn í stór- borginni. Þorvaldur segist enda vera mjög mikið einn. „Forréttindin við að búa á Íslandi eru að þú átt alltaf frænda eða frænku einhvers staðar,“ útskýrir hann. „Það eru þessi blóðbönd sem eru órjúf- anleg. Úti í heimi ertu svolítið einn, sem er rosalega gott líka. Þá færðu að þroskast á eigin forsendum. Það er ekki búið að setja stimpil á þig, „þú ert svona“. Fyrir mig var það mesta frels- unin. En á móti hefurðu ekki þetta öryggisnet. Þú hefur til dæmis bara ákveðna peningaupphæð á mánuði til að nota og getur ekki hlaupið í mat heim til múttu þegar námslánin eru að klárast,“ segir Þorvaldur og brosir. Leikarinn ungi hafði einungis einu sinni áður komið til New York. Hann segist núna orðinn ástfanginn af borg- inni. Hætti í skólanum á Íslandi Þorvaldur komst inn í leiklistar- deild Listaháskóla Íslands á sínum tíma, var í honum í einn vetur en hætti. Hvers vegna? „Aðalástæðan fyrir því er að mig langaði í víking. Það hefur ekkert með skólann að gera, bekkinn minn eða neitt þannig. Það voru frá- bærir krakkar með mér í bekk og mér finnst skólinn vera á góðri braut að mörgu leyti. Ég hef stefnt að því frá því ég var krakki að fara í leiklistarnám úti í New York. Ef ég hefði ekki gert það núna efast ég um að ég hefði nokkurn tímann gert það. Ég segi kannski ekki að ég hafi ver- ið að reyna að finna sjálfan mig, held- ur langaði mig til að stækka hugann. Leiklist eins og öll önnur list krefst ákveðinnar víðsýni og á þeim tíma- punkti sem ég var á í mínu lífi þá þurfti ég einfaldlega að stíga út úr mínum ramma og sjá hlutina í nýju ljósi. Það er auðveldara þegar þú ferð í samfé- lag sem þú þekkir ekki. Þetta var því nokkuð sem ég þurfti að gera til þess að þroskast sem listamaður,“ segir Þorvaldur og bætir við að hann finni strax mun á sér eftir þetta eina ár. Spurður hvort hægt sé að stilla náminu í Julliard og hérna heima upp í einhvers konar samanburð, segir Þorvaldur það varla mögulegt. „Það er margt gott hér, og margt gott þar. En það fer allt eftir því hvar þú finnur þig. Julliard er í margra milljóna samfélagi, og er einn leiklistarskóli af þúsund, tvö þúsund eða hvað þeir eru margir í Bandaríkjunum. Hérna er einn skóli. Auðvitað er munur á þessu, en það er í rauninni ekki hægt að vera með ein- hvern samanburð. Þetta er bara frá- bært nám, er það eina sem ég get sagt. Ég fæ allt út úr því sem ég hefði getað hugsað mér.“ Góðir leikarar og frábærir leikarar Eins og í öðrum listum og geir- um mannlífsins eru leikarar misjafn- lega færir í því sem þeir gera. Þorvald- ur hefur augljóslega metnað til að ná eins miklu út úr sér sem listamanni og mögulega er hægt, og leggja allt það á sig sem þarf til þess. Blaðamanni leik- ur því forvitni á að vita hvað Þorvaldi finnst skilja að góða leikara og frábæra leikara. „Ég held að Laxness hafi einhvern tímann sagt að ritstörfin væru níu- tíu og tvö prósent vinna og átta pró- sent hæfileikar. Ég held að það sé rétt að mörgu leyti, og það sama eigi við um leiklistina. Samt sem áður fæðast sumir og alast upp við ákveðið um- hverfi sem gerir þeim kleift að hafa aukna næmni fyrir listformi. Sjáðu til dæmis Víking Heiðar. Mamma hans er píanóleikari og pabbi hans tónskáld í hjáverkum. Auðvitað hefur það sitt að segja. Svo er hann líka með stóra fing- ur,“ segir Þorvaldur og brosir breitt. Að mati Þorvaldar skiptir máli að byrja sem fyrst í þeirri list sem fólk vill leggja fyrir sig. Hann hafi verið hepp- inn að hafa byrjað snemma, en eins og margir vita lék hann aðalhlutverk- ið í Bugsy Malone sem sett var upp í Loftkastalanum fyrir um ellefu árum. „Ég var líka svo heppinn að vinna með topplistamönnum. Fékk að sjá þá, heyra og skynja allt sem var í gangi. Og það sem skilur góðan listamann frá öðrum er þessi skynjun held ég, þessi næmni, þessi x-faktor eða hvað sem maður getur kallað þessa óskil- greinanlegu stærð. Maður getur auð- vitað ekki alveg sett fingurinn á það, því ef það væri hægt væri þetta mjög auðvelt. Og allir þeir sem ég hef unn- ið með og hafa eitthvað meira en aðr- ir, þeir eru allir svakalega duglegir. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Ég er að reyna að temja mér þannig vinnubrögð. Þetta verður líklega að- eins auðveldara þegar maður verður aðeins eldri, en ég held að það skipti mestu máli að vinna, vinna og vinna.“ Leikrit byggt á Njálu Þorvaldur kom til Íslands í síðasta mánuði eftir vetrardvölina vestanhafs. Það er á honum að heyra að hann sé með þessa hugsjón sína, að þrotlaus vinna skili manni lengra, algjörlega efst í kollinum. Hann var nefnilega ekki fyrr kominn heim en hann fór norður á Aukureyri og tók upp þráð- inn í sýningunni Killer Joe sem Þor- valdur lék í áður en hann fór út í fyrra. Leikfélagið, sem kallar sig Skámána, sýndi verkið þar fimm sinnum en það var sýnt við miklar vinsældir í Borg- arleikhúsinu á síðasta ári og fékk af- bragðsdóma. Það verkefni sem Þorvaldur mun hins vegar einbeita sér að í sumar er leikrit sem hann vinnur að ásamt tveimur félögum sínum frá Bandaríkj- unum. Um er að ræða leikgerð sem að nokkru leyti er unnin upp úr Njálu og ætlunin er að sýna næsta sumar. „Þau koma til Íslands í lok júní og þá för- um við á fullt í þetta. Eins og staðan er núna er það mjög opið hvað úr verð- ur. En við höfum ákveðna hugmynd um hvað við viljum gera sem í grunn- inn snýst um manninn og náttúruna. Og við viljum vinna með þetta sérís- lenska,“ segir Þorvaldur, en virðist ekki beint áfjáður í að fara djúpt í það hvað þeir þremenningar – eða öllu heldur „þau“ þar sem eitt þeirra er stúlka – hafa á prjónunum. „Það er svolítið erfitt að ræða þetta núna af því að við erum í prósessn- um. Ég vil heldur ekki vera að festa ákveðna hugmynd áður en við erum komin með upplýsingarnar,“ segir Þorvaldur. Í upplýsingaöfluninni er meðal annars ætlunin að ferðast um landið, taka viðtöl við fólk um Íslend- ingasögurnar og taka myndir af hin- um ýmsu stöðum og kennileitum. Þrí- eykið, sem kallar sig Gunnar´s Group, ætlar svo að hefja æfingar hér á landi í sumar, fyrst í sláturhúsinu á Egils- stöðum og svo í Reykjavík. Næsta vet- ur verður svo nostrað við afkvæmið, áður en það verður fullburða og sýnt almenningi. Veröldin er leiksvið Njála er stórt verk. Og það hefur viljað brenna við að landsmenn hafa sterkar skoðanir á því hvernig unn- ið er með hana. „Við ætlum að vinna með Njálssögu, en þú tekur náttúrlega aldrei alla Njálu og setur upp á sviði. Það er bara ekki hægt. En við ætlum að velja það sem okkur finnst áhuga- verðast úr henni, þar sem við finnum sannleikann og vonandi finna ein- hverjir aðrir sannleikann í því líka,“ útskýrir Þorvaldur. Ástæðuna fyrir því að viðfangsefni þeirra sé svona íslenskt segir Þorvald- ur það mikið að gera með þá fjarlægð sem hann fékk á fósturjörðina í vetur. „Maður hugsar auðvitað mikið heim þegar maður er úti. Svo las ég nokkr- ar Íslendingasagnanna í vetur og fann hvað þetta stendur manni nálægt, þótt ég hefði lesið þær áður. Og þetta er svo séríslenskt, og allt í senn fallegt, skemmtilegt og hrikalegt.“ Framtíðin er vitanlega hvítt blað, eða svo gott sem. En leikari sem út- skrifaður er frá Julliard-skólanum hefur varla einungis í huga að hasla sér völl í leiklistarheiminum á Ís- landi, eða hvað? „Ég tek eitt skref í einu. Ég er bara búinn með fyrsta árið mitt, svo tek ég annað árið, síð- an það þriðja og loks fjórða. Þá verð ég útskrifaður leikari frá mjög góðum skóla. Eftir það er allt opið. Og veröld- in er leiksvið.“ kristjanh@dv.is Menning Tríó Björns Thoroddsen spilar á jómfrúnni á morgun með fulltingi andreu gylfadóttur. Mannlífsmyndir frá Íran Arnar Ómarsson opnar sýninguna Með eigin augum á Café Karólínu á Akureyri á morgun, laugardag. Allar myndirnar tók Arnar í ferð sem hann fór í til Írans á síðasta ári. Arnar er nemandi í Dieter Roth-akademíunni og er á leið í ljósmyndanám til London í haust. Sýningin stendur til 4. júlí. Nammibúðin í Auga fyrir Auga Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen opnar sýninguna Nammibúðin í Auga fyrir Auga galleríi á Hverfisgötu 35 á morgun, laugardag, klukkan 15. Á sýningunni verður Kristjana með innsetningu sem samanstendur af málverkum og skúlpt- úrum. Kristjana lauk námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2006 og er þetta hennar fyrsta einkasýning eftir útskrift. einn í stór- borginni Þorvaldur Davíð Kristjánsson „Ég hugsaði aldrei „nú er ég hættur“. til þess er ég of þakklátur fyrir þetta tækifæri að fá að læra við skólann. En ég hugsaði stundum „er ég að verða brjálaður?““ tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.