Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 72
föstudagur 13. júní 200872 Helgarblað DV Tónlist Aflýsir Evróputúr söngkonan M.I.a. hefur nú aflýst Evróputúr sínum sem áætlaður var í sumar en söngkonan átti með- al annars að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í danmörku. Enn hefur þó engin tilkynning borist frá hátíðinni varðandi afboðunina né frá útgáfufyrir- tæki söngkonunnar en M.I.a. segist vera orðin svo örmagna að hún sé á mörkum þess að missa vitið. uMsjón: krIsta Hall krista@dv.is Mús Mos í Mosó Á morgun, laugardag, verða haldnir útitónleikar í Álafoss- kvosinni í Mosfellsbæ milli klukkan fjögur og átta sem bera heitið Mús Mos. Á tón- leikunum koma fram hressir mosfellskir músíkantar allt frá röppurum til harðkjarnarokk- ara. Fram koma sigurvegarar Músíktilrauna 2007, Shogun, Gummzter, Bob Gillan og Ztrandverðirnir, Furry Strang- ers, Hreindís Ylva og félagar ásamt fjölda annarra ungra og hæfileikaríkra tónlistarmanna. Með Mús Mos vilja krakkarnir vekja upp stemninguna sem myndaðist á fánadeginum á árum áður í Álafosskvos- inni. Það er frítt á tónleikana og gefst gestum kostur á að gæða sér á grilluðum pylsum og fleira góðgæti meðan þeir hlýða á skemmtilega tónlist. Airwaves í tíunda sinn Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í tí- unda skipti nú í október. Þorsteinn Stephen- sen, eigandi Hr.Örlygs sem hefur veg og vanda af hátíðinni, tilkynnti í gær um nokkra erlenda listamenn sem bókað hafa komu sínu á Airwaves í ár. Undanfarnar vikur hefur ýmis- legt birst í fjölmiðlum sem fjallar um bága og erfiða stöðu fyrirtæk- isins Hr. Örlygs sem hefur veg og vanda af Iceland Airwaves-hátíð- inni. Umfjallanirnar hafa meðal annars ýtt undir það að hátíðin sé í hættu. Hr. Örlygur boðaði til blaða- mannafundar í gær þar sem Þor- steinn Stephensen, eigandi fyr- irtækisins, staðfesti að Iceland Airwaves yrði nú haldin í tíunda sinn í október. „Hátíðin er stærsta árlega menningarverkefni á Íslandi sem rekið er af einkaaðilum. Enginn viðburður á Íslandi fær viðlíka umfjöllun í heimspressunni og Iceland Airwaves og enginn við- burður laðar að fleiri ferðamenn til landsins,“ sagði Þorsteinn með- al annars á fundinum og greindi einnig frá því að hátíðin yrði hald- in á sama tíma og síðustu níu ár. „Iceland Airwaves hefur frá upp- hafi farið fram þriðju helgina í okt- óber. Á því verður engin breyting í ár.“ fyrst haldin í flugskýli Hr. Örlygur var stofnað árið 1999 og hefur alla tíð einbeitt sér að tónleikahaldi og annarri tón- listartengdri starfsemi og hefur fyrirtækið flutt inn meira en þrjú hundruð listamenn til landsins. „Airwaves-hátíðin er komin langan veg frá litla viðburðinum í flugskýli 4 sem markaði upp- haf hátíðarinnar árið 1999. Fjöldi listamanna, fagfólks og gesta hef- ur aukist gríðarlega og umfang og þjónusta í tengslum við hátíðina hefur stóraukist,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að mikið hefði verið spurt um umfang hátíðar- innar í ár: „Ljóst er að í harðnandi árferði hallæris, andspænis veiku gengi og hækkandi verðlagi, er nauðsyn- legt að finna nýja fleti á rekstrin- um. Það er engan bilbug að finna á Hr. Örlygi og öðrum aðstand- endum hátíðarinnar í ár. Iceland Airwaves 2008 mun verða stærsta og glæsilegasta hátíðin hingað til.“ „Ljóst er að í harðnandi árferði hallæris, andspænis veiku gengi og hækkandi verðlagi, er nauðsyn- legt að finna nýja fleti á rekstrin- um. Það er engan bilbug að finna á Hr. Örlygi og öðrum aðstand- endum hátíðarinnar í ár. Iceland Airwaves 2008 mun verða stærsta og glæsilegasta hátíðin hingað til.“ Css á Airwaves Nú þegar hafa þó nokkrir er- lendir listamenn staðfest komu sína á hátíðina ár. Meðal þeirra er brasilíka indí-rokksveitin CSS, kanadíska elektró-pönkhljóm- sveitin Crystal Castles, Simian Mobile Disco frá Bretlandi, Junior Boys frá Kanada, Dirty Projectors frá Svíþjóð og Florence and the Machine sem tónlistartímaritið NME telur vera eitt heitasta band- ið í heiminum í dag. Að auki hefur verið gengið frá samningum við nokkra íslenska listamenn. Þeirra á meðal eru Gus Gus, Skakkamanage, Seabear, Hjaltalín, Reykjavík!, Steed Lord, Sprengjuhöllin og Hjaltalín. „Á næstu dögum mun Hr. Ör- lygur senda frá sér upplýsingar um umsóknarferli fyrir íslenskar hljómsveitir sem hafa áhuga á að spila á hátíðinni í ár,“ sagði Þor- steinn að lokum. Hryllingstónleikar á Organ „Tónleikarnir koma fyrst og fremst til vegna þess að þessi hljómsveit, Skarkári sem er samsett úr hljóm- sveitunum Ask The Slave og Mal- neirophrenia, hefur bara spilað einu sinni áður á RIFF í fyrra. Það gekk sem sagt svo vel að það var troð- ið út úr dyrum svo við höfum verið að leita að svona réttu ástæðunni til að koma aftur saman og spila þessa hryllingsmyndatónlist,“ segir Gunn- ar Theodór Eggertsson, meðlimur í hljómsveitinni Malneirophrenia. Gunnar og félagar hans í hljóm- sveitinni Skarkára ætla að blása til hryllingstónleika á Organ í kvöld. „Þegar við fundum út að þetta yrði föstudagurinn þrettándi fannst okk- ur alveg tilvalið að koma aftur sam- an. Við ætlum að flytja nokkurn veg- inn sama prógram og á Organ. Við í Skarkára leikum bara kvikmynda- tónlist úr hryllingsmyndum en auk þess spila þrjár aðrar sveitir sína tón- list. Við spilum tónlist úr tólf hryll- ingsmyndum sem komu út á árun- um 1971 til 2005 svo þetta er mjög fjölbreytt. Það er svo skemmtilegt við þessa hryllingsmyndatónlist að hún er oftast útsett fyrir alvöru rokksveit- ir og hentar því vel á rokktónleikum,“ segir Gunnar. Tónleikarnir hefjast klukkan ell- efu og er aðgangur ókeypis. „Við ætl- um aðeins að skreyta staðinn í til- efni kvöldsins. Til dæmis ætlum við að henda þarna inn gömlum sjón- varpstækjum og láta gamlar hryll- ingsmyndir rúlla í þeim á staðnum.“ krista@dv.is Gunnar Eggertsson í hljómsveitinni skarkára Hljómsveitin flytur tónlist úr tólf hryllingsmyndum í kvöld. TónlisT á RiFF Alþjóðleg kvikmyndahá- tíð í Reykjavík, RIFF, fer fram í fimmta skipti í haust. Í þetta skiptið verður lögð sérstök rækt við samband tónlistar og kvikmynda. Í því skyni stendur til að tileinka einn flokk á há- tíðinni tónlistartengdum kvik- myndum, en jafnframt verður staðið að ráðstefnu um tónlist og kvikmyndir, komið á fót markaði þar sem framleiðend- ur kynna myndir í framleiðslu fyrir dreifingaraðilum á þessu sviði og halda kvikmyndatón- leika. Ástæðan ku vera gott gengi tónlistarkvikmynda að undanförnu á borð við Sigur Rósarmyndina Heima. specials á Víkingahátíð Víkingahátíðin í Hafnafirði var sett með pomp og prakt í gær. Þessi árlegi viðburður lað- ar að sér víkinga og ferðamenn alls staðar að úr heiminum en í ár verða yfir tvö hundruð vík- ingar frá ellefu þjóðlöndum á svæðinu. Rúsínan í pylsuend- anum eru svo tónleikar hljóm- sveitarinnar Specials sem líkt og síðasta ár sér um stuðið á dansleikjum hátíðarinnar föstudags- og laugardagskvöld. . lovefoxxx í hljómsveitinni Css Brasilíska indírokk-sveitin Css er meðal þeirra sem fram koma á airwaves í ár. Þorsteinn stephensen, eigandi Hr. Örlygs segir Iceland airwaves 2008 verða stærstu og glæsilegustu hátíðina til þessa. Hljómsveitin Skarkári flytur tónlist úr hryllingsmyndum frá árinu 1971 til 2005 á Organ í kvöld:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.