Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 4
mánudagur 23. júní 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Þessi maður yrði náttúrlega skoðaður miklu betur áður en hann fengi að ráða einhverja,“ segir Ás- dís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og eigandi umboðsskrifstofunnar Ice Model Management. Nokkrar fyrir- sætur á vegum skrifstofunnar fóru nýlega í viðtal á Hótel Sögu hjá er- lendum manni sem hafði lýst því yfir við Ásdísi að hann vildi vinna ljósmyndabók í Suður-Ameríku með íslenskum fyrirsætum. Eftir fundinn með manninum var stúlkunum bent á að hann hefði mögulega skuggalega fortíð og því flettu þær nafni hans upp á netinu. Eitt af því fyrsta sem þá blasti við var dómur fyrir kynferðisbrot og mann- rán. Í samtali við DV lýsti ein stúlkan því yfir að þær hefðu haft áhyggjur af því að þær yrðu seldar mansali. „Þessi maður sem boðaði til pruf- unnar á að vera eitthvað vafasamur,“ segir Ásdís sem frétti frá stúlkunum að hann kynni að vera vafasamur. „Það er samt ekkert vitað. Það get- ur vel verið að þetta sé fínn gæi. Mér dettur samt ekki til hugar að senda þær út ef eitthvað er til í þessu.“ Hún tekur fram að maðurinn hafi aðeins lýst áhuga á að hitta fyrirsætur en hafi ekki bókað verk- efni. Ef af því yrði myndi hún kanna feril mannsins. „Við gröfum ekki djúpt fyrr en manneskjan er búin að ákveða að hún vilji módel,“ segir Ás- dís. Aðspurð hvaða landi hann komi frá sagði hún manninn hafa sagt sér það en hún væri búin að gleyma því. Hún sagðist heldur ekki hafa upp- lýsingar um fyrir hvaða fyrirtæki hann starfaði. Hún segir ekkert óeðlilegt við að erlendur aðili vilji flytja íslenskar fyrirsætur til Brasilíu eða Argentínu til að taka af þeim myndir. Aðspurð hefur hún litlar áhyggj- ur af því að mansal teygi sig til fyrir- sætna hér á landi. „Þetta tíðkast ör- ugglega einhvers staðar úti í heimi en ég myndi segja að íslenskar stelp- ur væru tiltölulega öruggar.“ Ásta Þorleifsdóttir hjá Eskimo Models segir algengast að þegar er- lendir aðilar vilji íslenskar fyrirsæt- ur séu verkefnin unnin hér á landi. Hún leggur áherslu á að ef nýir er- lendir aðilar hafi samband séu fyr- irsæturnar ekki sendar á fund þeirra nema bakgrunnur þeirra sé skoð- aður vel fyrst. Ásta segir traust um- boðsfyrirtæki grundvöll fyrir öryggi fyrirsætnanna. erla@dv.is Íslenskum fyrirsætum brá þegar þær flettu viðskiptavini upp á netinu: Fyrirsætur óttast mannræningja Stúlkurnar til Brasilíu ásdís rán gunnarsdóttir veit ekki deili á erlendum manni sem hitti fyrirsætur á vegum umboðsskrif- stofu hennar. Hún telur íslenskar fyrirsætur óhultar fyrir mansali. mynd arnold Björnsson / arnoldstudio Leiðrétting Mistök urðu við uppsetn- ingu greinar um eyðslu ráð- herra í síðasta helgarblaði DV. Þar voru rangar tölur birtar með kostnaði við utanlands- ferðir Össurar Skarphéð- inssonar iðnaðarráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráð- herra. Rétt er að kostnaður Össurar var 3,4 milljónir króna en Jóhönnu var 1,9 milljónir króna. Þá reyndist kostnaður við leiguflug Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráð- herra frá Noregi til Íslands í tengslum við komu ísbjarn- arins til Skagafjarðar vera 245 þúsund krónur en ekki kostn- aður vegna björgunaraðgerð- anna sjálfra eins og sagt var. Krampakenndar ráðstafanir Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við kólnun á fasteigna- og fjármálamarkaði virðast krampa- kenndar og til þess eins að frið- þægja háværa hagsmunaaðila. Þetta segir Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, í pistli á heimasíðu sinni. Kristinn segir að aðgerðir rík- isstjórnarinnnar verði að mestum líkindum til þess að enn lengri tíma taki að ná tökum á verð- bólgunni en ef ekki hefði verið ráðist í aðgerðirnar. „Það er tauga- veiklunarbragur á ríkisstjórninni,“ skrifar Kristinn og segir að kostn- aðurinn falli á skuldug heimilin í landinu. Óspektir og líkamsárás Lögreglan á Suðurnesjum stóð í ströngu í fyrrinótt. Tveir menn voru handteknir fyrir óspektir í miðbæ Reykjanes- bæjar. Var annar þeirra með eitthvað magn af fíkniefnum í fórum sínum og báðir voru mjög ölvaðir. Einn maður var handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi og tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvun og sá þriðji fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Snemma í gærmorgun var lögreglu svo tilkynnt að stungið hefði verið á hjólbarða sjö bif- reiða í Reykjanesbæ og biður lögregla þá sem kunna að hafa upplýsingar um verknaðinn að hafa samband í síma 420–1800. Fyrir tvö hundruð árum gat fólk með arfgenga heilablæðingu lifað með sjúkdómnum. Í dag deyr fólk um þrítugsaldur hafi það genin í sér. Umhverfið hefur áhrif, að mati vísindamanna frá Bandaríkjunum og Íslandi, sem rannsaka þenn- an alíslenska sjúkdóm sem stund- um hefur verið kallaður „vestfirska dauðagenið“. Arfgeng heilablæðing er ís- lenskur sjúkdómur sem lengi vel var talinn ættgengur meðal tveggja fjölskyldna á landinu. Báðar fjöl- skyldurnar eiga ættir sínar að rekja til Vestfjarða og hefur sjúkdómur- inn erfst í 10 ættliði. Það var Árni Árnason, læknir á Vesturlandi, sem fyrstur kom með kenningar um þennan hræðilega ættarsjúk- dóm árið 1935 og var sjúkdómur- inn fljótlega talinn vera bundin við tvær fjölskyldur. Stafar af einu gölluðu geni Sjúkdómurinn stafar af af galla í einu tilteknu geni og kemur fram sem mýlildismein. Mýlildi er upp- söfnun tiltekins prótíns í smáum slagæðum heilans sem leiðir til æðarofs og endurtekinna heila- blæðinga. Til þess að fá sjúkdóminn þarf gallaða genið að erfast frá öðru hvoru foreldri. Sé einstaklingur með gallann eru helmingslíkur á að barn sem hann eignast erfi hann. Séríslenskt afbrigði Komið hefur í ljós að þessi erfða- galli finnst í níu ættum á Íslandi og hefur erfst í að minnsta kosti 10 ættliði eða þrjár aldir. Þeir sem hafa fengið sjúkdóminn eru komnir af breiðfirskum eða sunnlenskum ættum. Líkur eru á að stökkbreyt- ingin sé upprunnin í sameiginleg- um forföður þessara ætta, enda genið eins í þeim báðum, þótt land- svæðin séu ekki nálægt hvort öðru. Þessi gerð af stökkbreytingu hefur ekki greinst hjá öðrum þjóðum fyr- ir utan einn mann í New York sem var af engilsaxneskum og króatísk- um ættum. Svo virðist sem um til- viljun hafi verið að ræða að hann var með sömu stökkbreytinguna. Dánir á fertugsaldri Heilablóðfall verður vegna trufl- unar á blóðflæði til heilans. Æð get- ur brostið og valdið blæðingu inn á heilavef. Æð getur líka stíflast vegna tappa inn í æðinni. Þetta getur leitt til súrefnisskorts í frumum og þær hætt að starfa. Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsök með- al iðnvæddra þjóða en venjulega er það fólk sem komið er yfir miðjan aldur sem fær heilablóðfall. Til eru nokkrar gerðir sjúk- dómsins og eru lífslíkur sjúklinga mismiklar. Arfgeng heilablæðing er sú tegund heilablæðingar sem dregur alla til dauða en 90 pró- sent deyja fyrir fimmtugt. Hing- að til hafa fáir sem borið hafa gall- aða genið sloppið við sjúkdóminn hræðilega en þess eru þó einstök dæmi. Flestir sjúklingarnir veikjast á þrítugsaldri og sumir lifa aðeins í nokkrar klukkustundir eftir fyrstu blæðingu en aðrir í mörg ár. Fannst fyrst 1550 DeCODE fékk DNA-safn í hend- urnar til að greina aldur stökk- breytingarinnar sem orsakar þennan hræðilega sjúkdóm. Genið er mjög gamalt en það fannst fyrst árið 1550. Vís- indamenn frá Íslandi og Bandaríkjunum hafa nú gert uppgvötun í tengsl- um við rannsóknir sínar. Fyrir 200 árum gat fólk með sjúkdóminn lifað en í dag deyr fólk langt fyrir aldur fram. Vísindamennirnir hafa með öðrum orðum komist að því að eitthvað í umhverfi nútímans kallar fram áhrifin af stökkbreytingunni. Enn er óvitað hvað það geti mögu- lega verið, enda hafa gríð- arlega marg- ir þætt- ir í um- hverfinu breyst á tveimur öldum. BeneDikt BóaS hinrikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Flestir sjúklingarnir veikjast á þrítugsaldri og sumir lifa aðeins í nokkrar klukkustund- ir eftir fyrstu blæðingu en aðrir í mörg ár.“ Vísindamenn leita nú í erfðagenagagnasafni landsins að uppruna alíslenska sjúkdómsins arfgengrar heilablæðingar. Sjúkdómurinn hefur erfst í tíu ættliði og dregur langflesta til dauða snemma á lífsleiðinni. Umhverfið veldur því að genið virkjast nú fyrr en áður. Breytt umhverfi Vísindamenn hafa komist að því að umhverfi síðari tíma kalli fram stökkbreytingu gena. Fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki. Forstjórinn Kári stefánsson og hans fólk hafa gert margar merkar uppgvötanir. dauðagenið vaKnar fyrr fylgistap Sjálf- stæðisflokksins Miklar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar mikið, fer úr 37 prósent- um í 33 og fylgi Samfylkingar eykst úr 27 prósentum í 32 prósent. Hvor stjórnarflokkur um sig fengi sam- kvæmt þessu 21 þingmann. Vinstri-græn missa fjögur pró- sent og mælast með 17 prósent, Framsókn fengi 9 prósent atkvæða og frjálslyndir átta prósent. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæð- isflokks á landsbyggðinni mælist nú 26 prósent en mældist 39 pró- sent í apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.