Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 6
Auka tengsl við Grænland Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra var viðstödd hátíðarhöld í Nuuk á laugardag sem voru af tilefni þjóðhátíð- ardags Grænlendinga. Í heim- sókninni átti Ingibjörg fund með Aleqa Hammond, sem fer með utanríkismál í landsstjórninni, og ræddu þær meðal annars samgöngu- og öryggismál. Þá var ákveðið að koma á fót vinnuhópi sem á að kortleggja möguleika á frekara samstarfi Íslands og Grænlands. Sérstakt áherslumál í ferðinni er nánari tengsl byggða á Vest- fjörðum og Norðvesturlandi við Grænland en Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðar, var einnig með í för. Fjögur pör hafa bókað veraldleg- ar eða húmanískar athafnir hjá Sið- mennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Siðmennt byrjaði formlega athafnaþjónustu 29. maí síðastlið- inn. Tvö pör hafa bókað veraldlega eða húmaníska athöfn í sumar og tvö pör hafa strax bókað athafnir fyr- ir næsta ár. Svanur Sigurbjörnsson, umsjón- armaður athafnaþjónustu Siðmennt- ar, segir að mikill áhugi sé hjá fólki fyrir veraldlegum eða húmanískum athöfnum og að eftirsókn eigi eftir að aukast á næstu misserum þar sem Siðmennt er aðeins nýbyrjað með at- hafnaþjónustuna. Fyrsta veraldlega eða húmaníska giftingarathöfn fór fram á síðasta ári. Athafnir félagsins fara fram án lesturs trúarritninga. „Athafnirnar eru opnar öllum þar sem við getum jafnvel gefið saman fólk af mismunandi trúarbrögðum til dæmis ef parið er ekki sammála um trúarbrögð í athöfninni eða par- inu finnst það ekki vera nógu trúað til að gifta sig í kirkju. Veraldleg at- höfn getur þá verið góður valkostur, en auðvitað hentar slík athöfn oftast fyrst og fremst trúlausu fólki og húm- anistum, “ segir Svanur. „Ástin ræður ríkjum og við gefum saman pör óháð kynhneigð.“ Siðmennt hefur sex starfandi at- hafnastjóra. olivalur@dv.is mánudagur 23. júní 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fjögur pör hafa bókað veraldlegar giftingar hjá Siðmennt: Farin að panta fyrir næsta ár Vaxandi áhugi Siðmennt tekur á móti hvort tveggja trúlausum og trúuðum, gagnkynhneigðum og samkynhneigð- um, segir Svanur Sigurbjörnsson. Hafnarvörðurinn Pálmi Pálmi Gestsson, leikari í Þjóð- leikhúsinu og í Spaugstofunni, hefur ráðið sig í hafnarvörslu í Bolungarvík í sumar. Aðspurð- ur viðurkenndi hann fúslega að vera orðinn, eða um það bil að verða, hafnarvörður í bænum. „Þeir vildu að ég byrjaði strax, en ég byrja líklega bara á mánudag- inn,“ sagði Pálmi þegar hann var staddur í húsi sínu í Bolungar- vík. Eins og alþjóð veit er Pálmi Víkari í húð og hár þótt hann hafi búið sunnan heiða meirihluta ævi sinnar. „Þetta er ágætis afsökun fyrir því að dvelja hérna langdvöl- um,“ sagði Pálmi í viðtali við bb.is Vilja fleiri Þingeyinga Í fréttabréfi Framsýnar-stétt- arfélags í Þingeyjarsýslum, sem kom út á laugardag, hvatti fé- lagið Þingeyinga til barneigna. Hefur félagið ákveðið að veita þeim félagsmönnum sem fjölga mannkyninu fæðingarstyrki. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar-stéttar- félags, sagði við vefinn 640.is að eitt af markmiðum félagsins sé að fjölga Þingeyingum. Þing- eyskt loft þykir það allra besta í heimi að því er Þingeyingar sjálfir telja en það hefur aldrei fengist staðfest. Frí afnot af hjólum Reiðhjól merkt símafyrir- tækinu Vodafone ættu ekki að fara framhjá neinum í sumar þar sem fyrirtækið hefur afhent þrettán sveitarfélögum um 400 hjól til afnota. Markmiðið er að hvetja til hollrar og skemmti- legrar hreyfingar, og auðvelda fólki að ferðast innanbæjar. Þau bæjarfélög sem taka þátt eru Akureyri, Akranes, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Grindavík, Ísafjörður, Húsavík, Neskaup- staður, Reykjanesbær, Sauðár- krókur, Selfoss og Vestmanna- eyjar. Hjólin má nálgast við sundlaugar bæjanna ásamt reiðhjólahjálmum sem Trygg- ingamiðstöðin útvegar. „Við ætlum okkur að finna hann,“ segir Erla Björk Emilsdóttir en hún og fjölskyldan hafa leitað að smá- hundinum Patta í einn og hálfan mánuð. Þau hafa reynt allt, síðasta hálmstráið var að tala við miðil til þess að komast að örlögum Patta. Sjálf segist Erla hafa talað við þrjá miðla en einn þeirra taldi líklegast að Patti héldi sig nálægt Reynisvatni við Grafarholt. Sjálf trúir hún því að Patti sé á lífi þrátt fyrir að hann sé pínkulítill og ekki vanur óblíðri náttúrunni. Lokatilraun var gerð til þess að finna Patta þegar tug- ir manna leituðu hans um helgina. Meðal þeirra sem hafa aðstoðað Erlu er eigandi Lúkasar sem týndist á síðasta ári. Hljóp í burtu Það var í byrjun maí sem eigin- maður Erlu Bjarkar gekk með Patta og hinn smáhundinn þeirra Tuma við Reynisvatn.Þegar þeir komu að vatn- inu var taumurinn tekinn af þeim og þeir fengu að hlaupa um frjálsir. Síðan gengu þeir fram á veiðimann sem var að henda út línu. Við það fór Tumi að gelta. Maður Erlu sótti þá Tuma en þegar hann leit aftur fyrir sig sá hann að Patti var horfinn. Fjöl- skyldan fór strax að leita að Patta og eyddu þau allri laugardagsnóttinni í að reyna finna hann. En ekkert gekk, Patta var hvergi að finna. Gefin von Fjölskylda Erlu er í miklum sárum eftir að Patti strauk. Á næstum hverj- um degi hafa þau farið í göngutúra til þess að leita að Patta. Ekkert hefur gengið hingað til. „Við höfum fengið þrjár tilkynn- ingar að það hafi sést til hans,“ seg- ir Erla Björk. Þær fregnir hafa blás- ið glæðum í vonir fjölskyldunnar um að finna Patta heilan á húfi. Sést hefur til hans við Reynisvatn og svo einnig við Húnsheiði. Refaskytta leitar Patta Erla Björk hefur reynt bókstaflega allt til þess að finna Patta. Hún fékk par sem á þrjá leitarhunda til þess að þefa Patta uppi. Þau sáu hann nálægt Reynisvatni en náðu honum ekki. Síðan hefur hún sett inn auglýsingu í Fréttablaðinu, fengið refaskyttu til þess að hlusta eftir fuglunum sem eiga að geta gefið vísbendingar um hvort hætta sé í nágrenninu en fugl- arnir túlka hundinn sem slíka. Þá hefur hún að auki leitað eftir honum á spjallsíðum á netinu, bæði á barna- landi sem og dýravefsvæðum. Þrír miðlar „Við höfum leitað til þriggja miðla,“ segir Erla Björk sem vill ekki hætta að leita án þess að reyna allar leiðir til þess að finna Patta. Hún segir tvo miðlanna hafa séð hundinn annars vegar við Reynisvatn og svo hins veg- ar hjá húsarústum. Þau hafa túlkað orð þeirra á allan mögulegan hátt og leitað á þeim stöðum sem spádóm- arnir benda til. En leitin hefur ekki borið árangur. Engu að síður gengu þau hönd í hönd í kringum Reynis- vatn síðasta laugardag þar sem miðill taldi Patta hafast við í nágrenni þess. Lúkasarmamma hjálpar Það sem meira er, þá hefur Elsa Björk verið í sambandi við eiganda Lúkasar sem hvarf til fjalla eins og frægt er orðið síðasta sumar. Þá lifði Lúkas eins og villtur væri í fleiri vikur þar til hann fannst. „Við höldum bara í vonina. Ég er viss um að Patti sé á lífi,“ segir Erla að lokum en söknuður þeirra er gríðar- legur. Hafi einhver orðið var við smá- hundinn Patta er hinum sama bent á að hafa samband við DV. Miðill leitAr Að sMáHundi Smáhundurinn Patti hefur verið týndur í rúman mánuð. Eigandi hans, Erla Björk Em- ilsdóttir, hefur reynt allt til þess að finna hann. Meðal annars hefur hún leitað á náðir miðla. Eigandi Lúkasar sem týndist á síðasta ári hefur lagt henni lið og miðlar af reynslu sinni í von um að Patti finnist að lokum. VaLuR GREttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Við höldum bara í vonina. ég er viss um að Patti sé á lífi.“ Mikil leit Það var gerð gríðarleg leit að Patta á laugardaginn. Patti Smáhundurinn Patti er af chihuahua- kyni. Hafi einhver séð hann í grennd við reynisvatn er sá vinsamlegast beðinn um að hafa samband við dV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.