Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir mánudagur 23. júní 2008 7 Aron Pálmi Ágústsson lenti í óhuggulegri reynslu á fyrstu þjóðhátíðinni sinni síðan hann kom til landsins fyrir um ári. Hann sneri niður óðan Pólverja sem ógnaði unglingspilti með dúkahníf. Þetta er í annað skipt- ið sem Aron kemur varnarlausum til hjálpar í miðbænum. AfvopnAði árásArmAnn á þjóðhátíðArdAginn „Ég var að hlusta á tónleikana 17. júní með frænda mínum þegar við gengum fram á mennina,“ seg- ir Aron Pálmi Ágústsson, sem kom að eldfimu ástandi þar sem pólskur maður hafði í hótunum við ungling. Pólverjinn dró síðan fram dúkahníf og ógnaði piltinum. Sjálfur gat Aron ekki staðið aðgerðarlaus heldur skarst í leikinn og afvopnaði mann- inn með því að snúa hann í jörðina. Þar hélt hann svo manninum þar til lögreglan mætti á vettvang. Mað- urinn var handtekinn í kjölfarið og unglingspilturinn var þakklátur óvænta bjargvættinum. Hafði í hótunum Það var nokkru eftir miðnætti á þjóðhátíðardaginn sem Aron Pálmi ásamt frænda sínum og vini gengu upp Bankastrætið. Áður höfðu þeir verið á tónleikum og skemmt sér konunglega að sögn Arons Pálma. Þegar þeir félagar gengu svo fram- hjá veitingastaðnum Prikinu sáu þeir æsta menn hafa í hótunum við unglingspilt. Aron Pálmi segir að- stæðurnar hafa verið ruglingsleg- ar enda gríðarlega mikið af fólki í bænum. Hann segir að eftir því sem hann komist næst hafi maðurinn orðið svona æstur eftir að unglings- pilturinn rakst utan í hann. Skylda sín að hjálpa „Skyndilega heyrði ég öskrað að maðurinn væri vopnaður hnífi,“ segir Aron Pálmi og lýsir aðstæð- um þannig að einn mannanna hafi haft sig mikið í frammi og svo hafi félagi hans staðið fyrir aftan og gjammað eitthvað á unglingspilt- inn óheppna. Sjálfur segir hann piltinn hafa verið hluta af hipp hopp-menning- unni hér á landi en Aron Pálmi segir það samfélag hafa tekið sér opnum örmum þegar hann flutti hingað til lands eftir að hafa afplánað fangels- isdóm í Texas barnungur. Honum hafi fundist hann skyldugur til þess að aðstoða piltinn. Sneri ofbeldismann niður „Ég greip í höndina á mann- inum og sneri hann í jörðina, þá missti hann dúkahnífinn,“ segir Aron Pálmi um snögg viðbrögð við hættulegum aðstæðum. Hann segir eiginlega ekkert hafa farið í gegnum hugann áður en hann gerði þetta, sennilega hefði hann ekki afvopnað manninn hefði skynsemin náð tök- um á honum. Aron og félagar hans héldu manninum nauðugum þar til lög- reglan kom á vettvang. Þá var hann handtekinn og einnig félagi hans sem gjammaði svo kröftuglega á bak við hann. Fyrsta þjóðhátíðin Þegar Aron Pálmi er spurður hvort þetta hafi skemmt fyrir hon- um fyrstu þjóðhátíðina sem hann upplifir hér á landi síðan honum var sleppt úr fangelsi seg- ir hann svo ekki vera: „Þetta var frábært kvöld, ég fór á hipp hopp-tón- leika og það var æðislegt.“ Aron Pálmi segist vera já- kvæður mað- ur að eðlis- fari og lætur atvikið ekki plaga sig. Þetta er ekki í fyrsta skipt- ið sem Aron aðstoðar bágstadda í mið- bænum því síðasta vetur kom hann manni til hjálpar sem lá rænulaus á Laugaveginum. Því má með sanni segja að Aron sé bjargvættur mið- borgarinnar án þess að hann vilji gangast við þeim titli. vAlur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Ég greip í höndina á manninum og sneri hann í jörðina, þá missti hann dúkahnífinn.“ Aron Pálmi Ágústsson aron Pálmi kom að æstum manni vopnuðum hnífi. Hann gerði sér lítið fyrir og sneri vopnaða manninn í jörðina og afvopnaði hann. Þjóðhátíð Það var gríðarlega mikið af fólki í miðborg reykjavíkur 17. júní. mynd tengist ekki frétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.