Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 11
DV Fréttir mánudagur 23. júní 2008 11 Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Komin í Kilju „Fantaskemmtileg“ - Sigurður G. Tómasson, Útvarp Saga „Sjaldgæf nautn að lesa þessa bók“ - Þráinn Bertelsson, Fréttablaðið „Við eigum öll að lesa þessa bók.“ - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður hefði fasteignaverð lækkað um 0,9 prósent að raunvirði í maí frá fyrri mánuði þrátt fyrir að vísitala fast- eignaverðs hefði hækkað um hálft prósent. Þetta hlýst af því að verð- bólgan dregur kaupmátt húsnæð- isins gegn annarri vöru og þjónustu niður á við. Á sama tíma og vísitala fasteignaverðs hækkaði jókst verð- bólgan um tæp 1,4 prósent. Rúmlega 200 færri kaupsamn- ingum var þinglýst á höfuðborgar- svæðinu aðra vikuna í júní miðað við sama tíma í fyrra. Aðra vikuna í júní var 47 kaupsamningum þing- lýst en fyrir ári voru þeir 252. Heild- arveltan var rétt tæpir 1,3 milljarð- ar króna en var tæpir 6,9 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Ef mið- að er við að 25 milljóna króna íbúð hafi verið keypt nú um áramótin má ætla að um 2,5 milljónir króna hafi tapast, með tilliti til verðbólgunnar sem mældist 12,3 prósent í maí. Hægt af stað Magnús Árni Skúlason hagfræð- ingur telur tillögur ríkisstjórnarinn- ar vera skynsamlegar. „Fólk fer hægt af stað og vill sjá hvernig verðlags- horfur þróast. Tuttugu milljónir króna eru hóflegt hámarkslán mið- að við kaup á tveggja til þriggja her- bergja íbúð. En fólk hefur brennt sig á þessum markaði og fer eflaust var- lega. Fólk á að huga vel að íbúðar- kaupum og huga að tækifærum á að bjóða lægra í fasteignir en ásett verð segir til um,“ segir Magnús. Magnús telur ríkisstjórnina hafa brugðið á þetta ráð í ljósi slæmra horfa í efnahagsmálum, spám um aukið atvinnuleysi og vaxandi verð- bólgu. Til að mynda hefur Seðla- banki Íslands spáð 14 prósenta verðbólgu og eru stýrivextir nú 15,5 prósent. Í apríl kynnti Seðlabank- inn svarta spá sína um fasteigna- markaðinn þar sem spáð var allt að 15 prósenta lækkun að nafnvirði til ársins 2010 og 30 prósenta lækkun að raunvirði. Aðspurður hvort þess- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vinni gegn markmiðum Seðlabank- ans til lækkunar verð- bólgunnar telur Magn- ús ekki svo þar sem breytingarnar hafi áhrif á ýmis svið. „Það getur verið stórhættu- legt þegar fasteignaverð lækkar og er þá oft talað um bankakreppu. Þegar fasteignaverð lækkar er all- ur almenningur undir, bank- ar draga úr lánveitingum sem gæti verið notað til að brúa at- vinnuleysi og fyrirtæki eru lok- uð inni. Það hefur því mun alvarlegri áhrif ef fast- eignaverð lækkar,“ segir Magnús. Seðlabankinn tjáir sig ekki Magnús segir erfitt að meta hvort fasteignaverð muni hækka vegna breytinganna vegna ótryggs ástands á fjármálamörkuðum. „Fasteigna- verð er enn mjög hátt miðað við tekjur fólks, vaxtakjör og framboð á markaðnum. Fólk þarf að vera skyn- samt og gera áætlanir til lengri tíma, þar sem það borgar sig ekki að kaupa og selja eignina aftur innan tveggja ára. Þetta hleypir þó vonandi blóði í markaðinn og leyfir húsnæðiskaup- endum að horfa bjartari augum til framtíðar en áður,“ segir Magnús. DV óskaði álits svara Seðla- bankans um breytingar á starfsemi íbúðalánasjóðs og hvort þau færu saman við markmið bankans um að ná niður verðbólgu. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, vildi ekki leggja mat á það að svo stöddu í ljósi þess að nýs heftis Peningamála væri að vænta 3. júlí. Milljóna Munur á lánveitingum Tug milljóna króna getur munað á því hvort lánveiting Íbúða- lánasjóðs miðast við brunabótamat fasteigna eða kaupverð þeirra. Þetta má glöggt sjá ef flett er í gegnum fasteignaauglýs- ingar. Ríkisstjórn Íslands hefur lagt til að brunabótamat Íbúðalánasjóðs verði afnumið til skerðingar lánveitingum Íbúðalánasjóðs. Magnús Árni Skúlason hagfræðingur segir tillögur ríkisstjórnarinnar skynsamlegar en biður húsnæðis- kaupendur um að fara varlega. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, býst við auknum útlánum. „Við sjáum ekki fram á að þetta valdi straumhvörfum eða byltingu, en þetta lagar stöðu þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á skerðingu bruna- bótamatsins.“ Seðlabankinn þögull Talsmenn Seðlabanka íslands vilja ekki tjá sig um áhrif breytinga á starfsemi íbúðalánasjóðs að svo stöddu. Skynsamlegar tillögur magnús árni Skúlason segir að gripið hafi verið til aðgerðanna af nauðsyn. áhrif lækkandi fasteignaverðs á efnahagslífið geti verið stórhættuleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.