Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 18
mánudagur 23. júní 200814 Sport DV Sport Ronaldo vill buRt stRax Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Cristiano ronaldo yfirgefi manchester united fyrir real madrid. Hann hefur sagt umboðsmanni sínum að hefja viðræður við real madrid um sem bestan samning og að koma af stað viðræðum milli united og real. jorge mendes, umboðsmaður ronaldos, hefur nú í huga að real lækki peningaupphæðina í kappann um-talsvert en bjóði þess á móti leikmenn úr byrjunarliði. Hollend-ingurinn Westley Sneijder og Brasilíumaðurinn robinho eru taldir líklegastir til að verða fórnað fyrir ronaldo sem mun verða lang-launahæsti leikmaður í heimi skrifi hann undir hjá real madrid. Stjarnan úr Garðabæ gerði góða ferð austur á firði í gærdag og lagði Fjarðabyggð, 2-1.Stjarnan hóf stór- sóknina strax en Þorvaldur Árnason brenndi af víti á fimmtu mínútu. Það var varið af Srdjan Rajkovic sem var langbesti leikmaður Fjarðabyggð- ar í fyrri hálfleik. Stjarnan skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Hafsteinn Helgason kom liðinu yfir með skoti eftir aukaspyrnu og Zoran Stojanovic skoraði annað markið eftir mistök í vörn Fjarðabyggðar. Skömmu fyrir leikslok minnkaði Guðmundur Atli Steinþórsson muninn í 1-2. Hans Kristján Scheving dómari rak Jóhann Benediktsson, bakvörð Fjarðabyggðar, og Daníel Laxdal, fyr- irliða Stjörnunnar, út af í uppbótar- tíma. Jóhann fyrir olnbogaskot, Dan- íel fyrir að sparka í Jóhann. „Ég stóð beint ofan í atvikinu og mér fannst bæði rauðu spjöldin ósanngjörn,“ sagði Bjarni Jóhanns- son, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við DV eftir leikinn. „Púlsinn er hár hjá mönnum en mér fannst þetta sakleysislegt. Kannski sá dómarinn þetta öðruvísi.“ Hann taldi sitt lið annars hafa unnið sanngjarnan sigur. „Ég var mjög ánægður með leik okkar, sér- staklega í fyrri hálfleik. Þá fannst mér við eiga algjört frumkvæði en við fór- um illa með færin okkar. Við áttum að skora úr allt öðrum færum en við skoruðum.“ Haukur Ingvar Sigurbergsson, fyrirliði Fjarðabyggðar, var ósáttur við hversu lengi liðið var í gang. „Við vöknum ekki fyrr en við fáum á okkur mörk. Þá setjum við í gírinn.“ Hann játaði að hafa verið heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleik þegar hann reif niður Ellert Hreins- son sem var að sleppa í gegn. „Já – ég braut á honum. Hann reif aðeins í mig fyrst en svo reif ég hann bara niður. En það var fyrir utan teig svo það var aldrei vítaspyrna.“ GG Stjarnan situr sem fastast í þriðja sæti 1. deildar: Stjarnan Stútaði Fjarðabyggð Í 8 liða úrslitum á heimsmeistaramót- inu 1986 og 2002 ásamt Evrópumót- inu 1996 tapaði Spánn í vítaspyrnu- keppni og alltaf var dagsetningin 22. júní. Því vildu eflaust fáir Spánverjar fara með leikinn gegn Ítölum í gær í vítaspyrnukeppni en sú varð raunin eftir bragðdaufan leik. Loks aflétti Spánn álögunum en Iker Casillas varði tvær spyrnur heimsmeistara Ít- ala sem eru úr leik á mótinu. Ítalir með menn í meiðslum og leikbönnum virtust allan tímann sáttir við að fara í vítaspyrnukeppni og gerðu litla atlögu að marki Spánar. Þeir vörðust vel og negldu svo bolt- anum fram á Luca Toni sem átti að gera eitthvað við boltann en hvað það var veit nú enginn. Allavega ekki hann. Eins og Toni hefur blómstrað með félagsliði sínu Bayern München í ár átti hann skelfilegt Evrópumót og var ekki svipur hjá sjón. Færin stóðu á sér Spánverjar sóttu á fleiri mönn- um og voru alltaf líklegri en Ítalar til að skora en þó í raun ekkert líklegir. Traust vörn Ítala gaf fá færi á sér og reyndar voru það heimsmeistararn- ir sem fengu fyrsta dauðafærið sem kom eftir klukkustundarleik. Iker Casillas þurfti þá að bregðast snöggt við til að verja skot af stuttu færi og átti þá leikurinn að fara loks af stað. Það gerði hann ekki heldur voru bæðin liðin nánast í hlutlausum þó Spánn setti nokkrum sinnum í „Drive“ þegar það nálgaðist mark- ið. David Villa blés og blés eins og úlfurinn í ævintýrinu en mark Ítala gert úr steini og engin leið inn. Næst komst Marcos Senna því að skora þegar Gianluigi Buffon gerði sig sek- an um sjaldséð mistök og missti nán- ast langskot Villarreals-mannsins í markið en hann hrökk af stönginni. ÚRSLIT 1. deild karla Haukar - ÍBV 2–0 1-0 Goran Lukic (54.) 2-0 Ásgeir Þór Ingólfsson (63.) Fjarðabyggð - Stjarnan 1–2 0-1 Hafsteinn Rúnar Helgason (53.) 0-2 Zoran Stojanovic (60.) 1-2 Guðmundur Atli Steinþórsson (85.) Selfoss - Víkingur Ó. 4–0 1-0 Agnar Bragi Magnússon (13.) 2-0 Boban Jovic (17.) 3-0 Dusan Ivkovic (65.) 4-0 Andri Freyr Björnsson (78.) KA - Leiknir R. 6–0 1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson 2-0 Andri Fannar Stefánsson 3-0 Dean Martin 4-0 Dean Martin 5-0 Almarr Ormarsson 6-0 Almarr Ormarsson Víkingur R. - Þór 2–1 1-0 Gunnar Kristjánsson (9.) 1-1 Hreinn Hringsson (34.) 2-1 Brynjar Orri Bjarnason (86.) Njarðvík - KS/Leiftur 2–3 1-0 Vignir Benediktsson 2-0 Kristinn Örn Agnarsson 2-1 Oliver Jaeger 2-2 Ede Visinka 2-3 Þórður Birgisson L u j T mörk Stig 1. íBV 8 7 0 1 16:3 21 2. Selfoss 8 5 3 0 24:12 18 3. Stjarnan 8 5 2 1 13:6 17 4. Haukar 8 3 3 2 16:12 12 5. Ka 8 3 2 3 15:11 11 6. Vík r. 8 3 1 4 3:14 10 7. Fjarðab. 8 2 3 3 14:14 9 8. Þór a. 8 3 0 5 11:18 9 9. Vík Ó. 8 2 3 3 4:11 9 10. njarðv. 8 1 3 4 8:16 6 11. KS/Leift. 8 1 2 5 10:16 5 12. Leiknir 8 1 2 5 8:19 5 2. deild karla Víðir Garði - Völsungur 3-–1 0-1 Bjarki Baldvinsson 1-1 Haraldur Axel Einarsson 2-1 Marko Blagojevic 3-1 Knútur Rúnar Jónsson Höttur - Reynir S. 4–1 1-0 Garðar Már Grétarsson (29.) 2-0 Þórarinn Máni Borgþórsson (65.) 3-0 Aljosa Gluhovic (68.) 3-1 Milos Misic (82.) 4-1 Vilmar Freyr Sævarsson (90.+3) L u j T mörk Stig 1. ír 7 6 1 0 18:5 19 2. umFa 6 5 1 0 14:4 16 3. Víðir 7 4 3 0 16:9 15 4. Höttur 7 3 2 2 13:9 11 5. grótta 6 3 1 2 10:8 10 6. Tindast. 6 2 2 2 10:9 8 7. reynir S. 7 2 2 3 14:17 8 8. íH 6 1 2 3 8:13 5 9. Hamar 5 1 1 3 9:12 4 10. Völsung. 7 1 1 5 10:19 4 11. Hvöt 5 1 0 4 8:13 3 12. magni 7 1 0 6 7:19 3 Zoran stojanovic Skorar sigurmark Stjörnunnar. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði tÓMas ÞÓR ÞÓRÐaRson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is SPÆNSKU ÁLÖGUNUM AFLÉTT Gleði, gleði Spánn er komið í undanúrslit á Em. Casillas varði tvær spyrnur og Fabregas átti síðustu spyrnuna sem kom Spáni áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.