Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 19
Lífsmark með liðunum Meira gerðist á fyrstu fimm mín- útum framlengingar en á 90 mínút- unum sem leiknar voru í venjuleg- um leiktíma. Bæði lið fengu ágætis færi en þó ekkert meira en það. Þeg- ar fyrstu atlögurnar heppnuðust ekki fóru liðin aftur í skotgrafirnar og þurftu áhorfendur í Vín í gær að sætta sig við 25 mínútur af engu í viðbót. Á lokamínútu framlengingar komst varamaðurinn Santi Cazorla upp að marki Ítala og ákvað að skjóta að marki. Skot hans fór rétt framhjá en hefði hann rennt boltanum fyr- ir markið beið þar David Villa tilbú- inn til að stela sigrinum á lokametr- anum. Þegar nærmyndin var komin nán- ast ofan í kok á Villa sást hann and- varpa ,,Santi“ mjög ósáttur út í nýlið- ann sem gerði sig sekan um mistök þarna. Þó er nokkuð ljóst að Villa hefði aldrei gefið boltann en hann er framherji og framherjar þurfa ekki að gefa boltann. Cazorla sýndi samt mikinn kjark með að taka víti í vítaspyrnukeppn- inni og skora af miklu öryggi. Hetjan þar var samt Iker Casillas, markvörð- ur Spánar, sem varði tvær vítaspyrn- ur Ítala. Þegar hann hafði varið seinni spyrnuna, þá fjórðu sem Ítalir tóku, var það undir Arsenal-manninum Cesc Fabregas að aflétta álögunum og senda sína þjóð í undanúrslitin. Það gerði drengurinn af miklu öryggi og hefur Spánn tryggt sér stefnumót í Vín við Rússland á fimmtudagskvöldið. DV Sport mánudagur 23. júní 2008 19 Van Der Sar ánægður með arfLeifðina Fyrirliði og mark- vörður hollenska landsliðsins í knattspyrnu segist ánægður með spilamennsku liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa verið slegið út í 8 liða úrslitum mótsins af rússlandi. Holland skoraði 9 mörk í þremur leikjum í riðlunum þar sem það valtaði yfir stórveldi eins og ítalíu og Frakkland. Hann segir Holland hafa sýnt hvernig nútímafótbolti eigi að vera spilaður og voni að önnur lið fylgi í kjölfarið. „Ég held að rússland hafi tekið mikið úr okkar leik. Hvernig liðið lék gegn Svíþjóð er sá fótbolti sem allir vilja sjá og vonandi verð- ur framhald á hjá fleiri liðum og löndum,“ segir risinn geðþekki. KoVac ViLL í úrVaLSDeiLDina Króatinn robert Kovac hefur beðið dorussia dortmund um að leyfa sér að fara en hann vill leika í ensku úrvalsdeildinni áður en hann hættir. Kovac sem er orðinn 34 ára hefur nánast leikið allan sinn feril í Þýska- landi þar á meðal í 4 ár með Bayern münchen. Hann lék þó tvö tímabil með ju- ventus á ítalíu. Hann segist vera í toppformi ennþá og vilji nota tímann meðan hann hefur líkamann í það að leika í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist þó ekki vita um lið sem hafi áhuga á sér en sé vongóður um að ferill hans muni tala sínu máli. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR eiður æfði með VíKingi Landsliðsframherjinn og leikmaður Barc- elona á Spáni, Eiður Smári guðjohnsen, æfði með 1. deildarliði Víkings í síðustu viku. Þó Víking- ur sé í miklum vandræðum í deildinni ætlar liðið þó ekki að blanda sér í bar- áttuna um kaup á Eiði. Eiður er í fríi hér á landi og notaði tækifærið til að komast í smá fótbolta með félaga sínum Þórhalli Hinrikssyni sem leikur með liðinu. Eið- ur hefur verið orðaður við gríska liðið PaOK að undanförnu og Portsmouth á Englandi en hann sjálfur hefur lítið gefið upp um hvað hann ætli að gera á næsta tímabili. ViLja eið burt Spænska blaðið El mundo deportivo greindi frá því í gær að Barcelona vilji Eið Smára burt frá félaginu fyrir 30. júní. Fyrr hafði blaðið greint frá því að Eiður ásamt öðr- um leikmönnum sem ekki væru í framtíðaráform- um félagsins mættu vera lengur í sumar- fríi en aðrir. með Eiði í þeim hópi eru ronaldinho, Samuel Eto‘o og deco. ástæðan fyrir dagsetningunni er sú að 6. júli verði kosið um hvort meðlimir Barcelona lýsi yfir vantrausti á forseta fé- lagsins, juan Laporta, og sé hann ólmur að fá nýja leikmenn til félagsins áður en það gerist. engin mynD af Kr-VeLLi Einn mest auglýsti og athyglisverðasti leikur hér heima um áraraðir var í síðustu viku þegar vesturbæjarstórveldið Kr mætti 3. deildarliði KB í VISa-bikarnum. rúV þótti leikurinn greinilega ekki jafn- merkilegur og sendi engan tökumann til að taka leikinn upp. Skemmst er frá því að minnast að leikurinn endaði aðeins 1–0 og gerði KB réttilega tilkall til víta- spyrnu í leiknum. Hefði svo farið að KB sigraði í leiknum væru það ein ótrúleg- ustu úrslit í sögu íslenskrar knattspyrnu en sjónvarp allra landsmanna ætti þá ekki til myndir af leiknum þó rúV hafi sýningarréttinn á keppninni. aðeins var sýnt úr einum leik í kvöldfréttum rúV þetta fimmtudagskvöld en það var úr leik Breiðabliks og Ka sem end- aði 1–0. Það var eini leikurinn sem hófst klukk- an 18.00 hvort sem það hafi skipt einhverju máli. Enn fremur voru engar töku- vélar á öðrum leikjum og engin samantekt um þessi skemmtilegu 32 liða úrslit og því margar góðar sögur ósagðar. áSDíS náði LágmarKinu Spjótkastarinn ásdís Hjálmsdóttir úr ár- manni bætti eigið íslandsmet í greininni í Evrópubikarkeppni í Tallinn um helgina. Enn fremur dugði kastið sem hljóðaði upp á 57,49 metra til ólympíuþátttöku í greininni en lágmarkið fyrir leikana er 57 metrar sléttir. Hún bætti metið sitt um 39 sentímetra en fyrra metið var 57,10. ásdís er þriðji frjálsíþróttamaðurinn sem tryggir sér þátttöku á Ólympíuleikunum en fyrir hafa stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir og sleggjukastarinn Berg- ur Ingi Pétursson tryggt sig inn á leikana. íSLanDSmet hjá íriSi á sama móti og ásdís náði lágmarkinu gerði langhlauparinn íris anna Skúla- dóttir sér lítið fyrir og bætti íslandsmet- ið í 3000m hindrunarhlaupi. íris hljóp á 10.42,25 mínútum og bætti metið um ríflega hálfa mínútu. með þessu náði íris lágmarki fyrir heimsmeistaramót unglinga sem fram fer í Póllandi í næsta mánuði. Stjarnan situr sem fastast í þriðja sæti 1. deildar: Stjarnan Stútaði Fjarðabyggð ÍBV, sem hafði unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrstu deildinni og aðeins fengið á sig eitt mark, tapaði sínum fyrsta leik í gær. Það voru Haukar sem lögðu Eyjamenn, 2–0, að Ás- völlum í gær. Leikurinn var í járn- um í fyrri hálfleik en Albert Sævars- son, markvörður ÍBV, þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja skalla Daniels Jones af stuttu færi undir lok fyrri hálfleiks. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Ingi Rafn Ingibergs- son, leikmaður ÍBV, rautt spjald fyr- ir groddalega tæklingu en Eyjamenn voru allt annað en sammála dómi Ólafs Kjartanssonar. Einum fleiri tókst Haukum að skora eftir aðeins 9 mínútur í seinni hálfleik en þar var Goran Lukic að verki. Níu mínútum síðar bætti svo Ásgeir Þór Ingólfsson við marki og við það sat. ÍBV er samt efst í deildinni með 21 stig, þremur stigum á undan Selfossi. Í Víkinni unnu Víkingar þýðing- armikinn sigur á Þór sem lyfti þeim upp í 6. sæti deildarinnar. Gunn- ar Kristjánsson lék fyrsta leik sinn í deildinni eftir meiðsli og um það munaði hjá Fossvogspiltum. Gunn- ar fór á kostum þær 65 mínútur sem hann spilaði, skoraði fyrsta markið á 9. mínútu og átti að fá vítaspyrnu. Hreinn Hringsson jafnaði metin fyrir Þór með eina markskoti Akureyringa í fyrri hálfleik en Brynjar Orri Bjarna- son, bróðir Thedórs Elmars, skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. „Ég er mjög ánægður með sigur- inn og spilamennskuna, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Jesper Tollefs- en, þjálfari Víkings, við DV eftir leik. „Ég sagði við strákana í hálfleik að Þór myndi á endanum brotna ef við héldum áfram að spila svona en ég hélt nú að það yrði ekki alveg svona seint,“ sagði Tollefsen kátur eftir leik. tomas@dv.is Haukar lögðu ÍBV og Víkingur vann Þór í 1. deildinni: FyrSta taP EyjaManna gunnar Kristjánsson Fór á kostum fyrir Víking í gær. Vítaspyrnukeppnin: David Villa (Spáni) skorar fabio grosso (ítalíu) skorar Santi cazorla (Spáni) skorar Daniele De rossi (ítalíu) varið marcos Senna (Spáni) skorar mauro camaronesi (ítalíur) skorar Daniel guiza (Spáni) varið antonio Di natele (ítalíu) varið cesc fabregas (Spáni) skorar SPÆNSKU ÁLÖGUNUM AFLÉTT Heimsmeistara Ítala eru úr leik á Evrópumótinu eftir tap í víta- spyrnukeppni gegn Spáni í gærkvöld. Þrisvar á síðustu tveimur áratugum hefur Spánn tapað í vítaspyrnukeppni í 8 liða úrslit- um á stórmótum en Spánverjar afléttu álögunum í gær. Leikur- inn sjálfur var ekki mikið fyrir augað. Kódak-stund Buffon róar Torres niður eftir læti í vítateig ítala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.