Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 24
mánudagur 23. júní 200824 Ættfræði DV 70 ára í dagTil hamingju með afmælið 30 ára n Linzhe Wang Suðurgötu 26, Reykjavík n Þorsteinn Frímann guðmundsson Hjarðarhaga 62, Reykjavík n Trausti ragnarsson Engjavöllum 5a, Hafnarfjörður n íris Hrund grettisdóttir Ljósuvík 52, Reykjavík n Bjarni Sigurjón Halldórsson Baughúsum 3, Reykjavík n arndís Halla guðmundsdóttir Víðigrund 8, Akranes n melkorka d. Þórhallsd. Laustsen Túngötu 18, Grindavík n ásta Björg Kristinsdóttir Kjarrhólum 9, Selfoss n magnús Vignir guðmundsson Jakaseli 18, Reykjavík 40 ára n ratree mohtua Kleppsvegi 70, Reykjavík n Inga Katrín guðmundsdóttir Smárarima 77, Reykjavík n Valgerður O Steingrímsdóttir Skógarbraut 930, Reykjanesbær n Skúli Kristinn Skúlason Básahrauni 29, Þorlákshöfn n Kristinn g Þórarinsson Bakkastöðum 17, Reykjavík n Ómar geir Þorgeirsson Ásbraut 19, Kópavogur n unnur maría Sævarsdóttir Ásbrún, Hvolsvöllur n Elínborg Kristjánsdóttir Fjallalind 99, Kópavogur n Hans Kristján Einarsson Dynsölum 2, Kópavogur n Vignir guðmundsson Dalbraut 10, Hnífsdalur n jón Ingi Ólafsson Frostafold 12, Reykjavík 50 ára n Socorro Perez Þórðarson Nesbakka 8, Neskaupstaður n Einar Kristmundur guðmundsson Dvergholti 19, Mosfellsbær n Símon grétar Sigurbjörnsson Fífumóa 1a, Njarðvík n Sigurður Heiðar Steindórsson Jóruseli 15, Reykjavík n Elín Ýrr Halldórsdóttir Kúrlandi 27, Reykjavík n Víkingur Viggósson Nökkvavogi 56, Reykjavík n Haraldur Einarsson Túngötu 6, Álftanes 60 ára n Björgvin Björgvinsson Vaglaseli 1, Reykjavík n Hildur Sæmundsdóttir Sæbóli 28, Grundarfjörður n Hallgrímur jóhannesson Lyngholti 19, Reykjanesbær n gísli guðmundsson Fagurhólstúni 1, Grundarfjörður n guðfinna Snorradóttir Hjaltabakka 26, Reykjavík 70 ára n Þórunn Brynjólfsdóttir Guðnýjarbraut 2, Njarðvík n jóhannes Ellertsson Sæviðarsundi 14, Reykjavík n guðjón Kristinn Kristinsson Klapparhlíð 3, Mosfellsbær 75 ára n Pétur andrés Baldursson Skagabraut 4, Akranes n Halldór Friðbjarnarson Eyrargötu 6, Ísafjörður n Kristín mikkalína ásgeirsdóttir Sólvangsvegi 2, Hafnarfjörður n Hrólfur guðmundsson Vitabraut 1, Hólmavík n una jónmundsdóttir Furugrund 22, Akranes 80 ára Sigrún m guðmundsdóttir Goðheimum 17, Reykjavík 85 ára n aðalsteinn guðmundsson Sléttuvegi 11, Reykjavík magnús Finnur Hafberg Sæviðarsundi 16, Reykjavík ásta Eiríksdóttir Háaleitisbraut 40, Reykjavík róar jónsson Hólavegi 33, Sauðárkrókur Theódór guðjón jóhannesson Norðurbrún 1, Reykjavík 90 ára Hulda dagmar gísladóttir Hraunvangi 7, Hafnarfjörður Gísli B. Björnsson graFíSKur Hönnuður, ráðgjaFI Og KEnnarI Gísli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Handíða- og mynd- listarskólann 1956-59 og nam auglýsinga- teiknun og grafíska hönnun við Staatliche Akademie der Bildenden Kÿnste í Stuttgart 1959-61. Að loknu prófi stofnaði Gísli Auglýsinga- stofuna Gísli B. Björnsson sem síðar varð G.B.B., þá undanfari Hvíta hússins, og var framkvæmdastjóri og ráðgjafi hennar til 1973. Hann hefur verið kennari í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands frá 1962 og síðan við Listaháskóla Ís- lands, varð deildarstjóri auglýsingadeildar Myndlista- og handíðaskólans við stofnun hennar 1962-73 og 1976-87 og skólastjóri skólans 1973-75. Þá hefur hann kennt hönn- un á fjölda námskeiða hjá Prenttæknistofn- un og víðar. Gísli var framkvæmdastjóri Gallerí Borg- ar 1987-89. Hann hóf síðan aftur að starfa við auglýsingar og stofnaði með öðrum aug- lýsingastofuna Hér og nú, 1990, en rak eigin stofu fyrir grafíska hönnun og markaðsráð- gjöf 1991-2004. Bókin Íslenski hesturinn, eftir Gísla og Hjalta Jón Sveinsson, kom út 2004. Gísli sat í stjórn Æskulýðsfylkingarinn- ar 1962-66 og Æskulýðssambands Íslands 1963-66, í stjórn byggingarsamvinnufélags- ins Framtaks 1963-70, í stjórn Félags ís- lenskra teiknara 1964-73 og 1992-95, var formaður 1970-71, í framkvæmdanefnd Herferðar gegn hungri 1965-69, í stjórn Kaupstefnunnar 1968-79, sat í Fegrunar- nefnd Reykjavíkurborgar, leikvallanefnd og Umhverfisráði 1974-78, stofnandi útgáfufé- lagsins Eiðfaxa 1977 og framkvæmdastjóri til 1984, kosningastjóri Alþýðubandalagsins 1983, í afmælisnefnd Reykjavíkurborgar fyrir tvö hundruð ára afmælishátíð 1984-87, sat í stjórn Landssambands hestamanna 1979-85 og er heiðursfélagi þess, var framkvæmda- stjóri Fjórðungsmóts Landssambands hestamanna 1985, í stjórn Reiðhallarinnar 1985-89, stofnandi og í stjórn kvikmynda- gerðarinnar Sýnar og varaformaður stjórnar Myndstefs 1991-95, félagi í Rotaryklúbbnum Reykjavík í Breiðholti og gjaldkeri þar 1994- 95. Gísli hefur setið í fjölmörgum dóm- nefndum í hönnunarsamkeppnum, hann er heiðursfélagi FÍT frá 1982, heiðursfélagi ICOGRADA og hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og verðlaun fyrir hönnun, merki, umbúðir, bækur og fleira, ýmist einn eða ásamt öðrum. Fjölskylda Gísli kvæntist 12.6. 1959 Lenu Margréti Rist, f. 12.12. 1939, kennara og námsráðgjafa. Hún er dóttir Jakobs Ruckert, f. 4.4. 1908, d. 22.12. 1990, bifvélavirkja í Þýskalandi, og Önnu Lárusdóttur Rist, f. 19.3. 1914, d. 9.3. 1999, húsmóður. Dætur Gísla og Lenu Margrétar eru Anna Fjóla, f. 7.12. 1960, ljósmyndari og kennari við Tækniskólann, og á hún tvö börn; Hadda Björk, f. 22.8. 1962, meinatæknir og mark- aðsstjóri í Reykjavík, í sambúð með Hauki Snorrasyni ljósmyndara og á hún fjögur börn; Elva Lilja, f. 28.4. 1964, tónlistarkenn- ari í Reykjavík, gift Einari Sigurðssyni, bassa- leikara og hljóðtæknimanni, og eiga þau þrjá syni; Edda Sólveig, f. 20.8. 1974, við- skiptafræðingur og markaðsstjóri en maður hennar er Gunnar Thorberg Sigurðsson og eiga þau tvö börn. Systur Gísla eru Martha Clara Björns- son, f. 17.8. 1941, garðyrkjufræðingur; Ásta Kristín Haraldsdóttir, f. 1.5. 1952, kennari í Reykjavík. Foreldarar Gísla: Harald Steinn Björns- son Baldvinsson, f. 5.6. 1910, d. 23.5. 1983, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Fjóla Þor- steinsdóttir, f. 30.4. 1912, húsmóðir. Ætt Harald var bróðir Björns Th. listfræð- ings. Harald var sonur Baldvins, gullsmiðs í Reykjavík Björnssonar, gullsmiðs á Ísa- firði Árnasonar, b. á Heiðarbæ í Þingvalla- sveit Björnssonar. Móðir Baldvins var Sig- ríður Þorláksdóttir, b. í Fagranesi, bróður Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Móðir Sigríðar var Hólmfríður, systir Snjólaugar, ömmu Jóhanns Sigurjóns- sonar skálds. Hólmfríður var dóttir Baldvins, pr. á Upsum Þorsteinssonar, bróður Hall- gríms, föður Jónasar skálds. Móðir Haralds var Martha Clara, dóttir Theodors Bemme, trésmíðameistara í Leipzig, og Pauline Ern- stine Hanau. Fjóla er systir Þórhildar, móður Sváfnis Sveinbjarnarsonar, fyrrv. pr. á Breiðabólstað. Fjóla er dóttir Þorsteins, útvegsb. í Laufási í Eyjum Jónssonar, b. í Gularáshjáleigu Ein- arssonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þor- steinsdóttir, b. í Steinmóðarbæ undir Eyja- fjöllum Ólafssonar. Móðir Fjólu var Elínborg Gísladóttir, verslunarstjóra í Vestmannaeyj- um Engilbertssonar, b. á Syðstu-Mörk und- ir Eyjafjöllum Ólafssonar. Móðir Elínborgar var Ragnhildur Þórarinsdóttir, b. í Neðri-Dal Þórarinssonar. 80 ára í dag Guttormur siGBjarnarson jarðFræðIngur Guttormur fæddist í Rauðholti í Hjalta- staðaþinghá og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MA 1952, lauk BA-prófi með kennararéttindum frá HÍ 1961, stundað nám í vatnafræði í Bandaríkjunum eitt misseri og lauk cand.real. prófi í jarðfræði frá háskól- anum í Ósló 1967. Guttormur var kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956-63, sérfræðingur í vatnafræðirannsóknum hjá Raforkumálaskrifstofunni, (síðar Orkustofn- un) 1965-67, forstöðumaður jarðkönnun- ardeildar Orkustofnunar 1975-81 og deild- arstjóri í vatnsorkudeild frá 1981-91. Hann var síðan sjálfstætt starfandi jarðfræðingur á árunum 1991-99 og jafnframt framkvæmda- stjóri Hins íslenska náttúrufræðifélags á sama tíma. Guttormur var stundakennari við MH og við jarðfræðiskor HÍ. Guttormur var gerður heiðursfélagi Hins íslenska náttúrufræðifélags 1999. Fjölskylda Guttormur kvæntist 14.7. 1956 Guðbjörgu Karlsdóttur, f. 14.6. 1924, d. 7.7. 1971, vefnað- arkennara. Foreldrar Guðbjargar voru Karl Magnússon frá Hrollaugsstöðum og Margrét Elísabet Sigurðardóttir frá Rauðholti. Börn Guttorms og Guðbjargar eru Hjör- leifur, f. 3.11. 1955, vélfræðingur í Reykjavík en kona hans er Erna Jónasdóttir og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn; Margrét, f. 24.1. 1957, leiklistarfræðingur og kennari við MH og á hún þrjú börn og eitt barnabarn. Guðbjörg átti einn son fyrir hjónaband, Karl Björnsson, f. 29.1. 1948, d. 2002, húsa- smíðameistara í Kópavogi, var kvæntur An- ítu Thom Oddsdóttur en þau eignuðust þrjú börn og fjögur barnabörn. Seinni kona Guttorms er Áslaug Kristj- ánsdóttir, f. 17.8. 1936, frá Felli í Biskups- tungum. Foreldrar Áslaugar voru Kristján Loftsson, b. í Haukadal og síðar á Felli, og k.h., Guðbjörg Greipsdóttir frá Haukadal. Áslaug á eina dóttur, Þóru Berglindi Haf- steinsdóttur, f. 14.10. 1957, dr. Í hjúkrunar- fræði við háskólann í Utrecht í Hollandi en maður hennar er Vigfús Sigurðsson lækna- prófessor og eiga þau tvö börn. Systkini Guttorms: Helga, kennari í Reykjavík; Páll, nú látinn, héraðsráðunaut- ur á Egilsstöðum; Einar, verslunarmaður á Egilsstöðum; Sigurbjörg, húsmóðir á Egils- stöðum; Auður, matráðskona í Hveragerði; Ásgerður, húsmóðir í Hveragerði; Sævar, bóndi í Rauðholti. Foreldrar Guttorms voru Sigbjörn Sig- urðsson, bóndi í Rauðholti, og k.h., Jórunn Anna Guttormsdóttir húsfreyja. Ætt Sigbjörn var sonur Sigurðar, b. í Rauð- holti Einarssonar, b. og skálds á Staka-Hjalla Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Þor- leifsdóttur, b. í Hrjót í Hjaltastaðaþinghá Arnfinnssonar. Þau Einar og Ingibjörg voru bæði af eyfirskum ættum. Móðir Sigbjörns var Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, b. á Horni í Nesjum Þorvaldssonar og Sæbjargar Jónsdóttur, frá Þórisdal í Lóni. Jórunn Anna var dóttir Guttorms, b. á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Pálssonar, sifursmiðs á Eyjólfsstöðum á Völlum, bróður Þórunnar, langömmu Gylfa og Vilhjálms Þ Gíslasona. Páll var sonur Sigurðar, umboðs- manns á Eyjólfsstöðum Guðmundssonar, sýslumanns í Krossavík Péturssonar. Móð- ir Páls var Ingunn, systir Margrétar, lang- ömmu Guttorms skógarvarðar, föður Hjör- leifs, fyrrv. ráðherra. Móðir Jórunnar Önnu var Sigurlaug Jóns- dóttir, b. í Kollavík í Þistilfirði Þorlákssonar og Malenar Sigurðardóttur, systur Páls á Eyj- ólfsstöðum. Guttormur verður að heiman á afmælis- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.