Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Blaðsíða 27
DV Sviðsljós mánudagur 23. júní 2008 27 Aðdáendum Radiohead brá heldur betur í brún á tónleikum sveitarinnar í Mílanó á dögunum þegar Fight Club-félagarnir Brad Pitt og Edward Norton sameinuðust á ný í VIP-stúkunni á tónleikunum. Brad Pitt, sem er nú búsettur í Suður-Frakklandi ásamt Angelinu Jolie sem gengur með tvíbura þeirra hjóna, yfirgaf glæsivillu sína seint á miðvikudagseftirmiðdegi með strá- hatt á hausnum með yfirvaraskegg og geitatopp. Hinn fjörutíu og fjög- urra ára leikari hoppaði því næst upp í einkaþotu sína sem flutti hann til Mílanó þar sem hann hitti félaga sinn Norton og fjölskylduvinkonuna Marianne Pearl. Norton hefur oft getið þess í við- tölum í gegnum tíðina að hann og Brad deildu sameiginlegri aðdáun á gömlum góðum Radiohead-slög- urum. Heimildarmaður tímarits- ins People segist sannfærður um að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Pitt laumi sér á Radiohead-tónleika enda verið aðdáandi sveitarinnar í mörg ár. Myndir af Pitt, brosandi og sýn- andi Norton og Pearl myndir af börnunum sínum í símanum, voru farnar að leka inn á ítalskar slúður- síður jafnvel áður en tónleikunum lauk. Talið er að Pitt hafi ekki skellt sér beint heim til Frakklands eftir tónleikana heldur hafi hann feng- ið næturgistingu hjá öðrum fræg- um félaga, sjálfum George Clooney sem á hús við Lago di Coma-vatnið skammt frá Milanó. Fight Club-teymið sameinað Brad Pitt mætti sjóðheitur með einkaþotu sinni á radiohead í mílanó. Edward NortoN Hefur oft minnst á það í viðtölum að hann og Brad séu aðdáendur radiohead. thom YorkE, söNgvari radiohEad Söng fyrir Brad og Edward í mílanó. Það er ýmislegt sem breytist þegar kærustupar byrjar að búa saman, líka hjá fræga fólkinu. Jessica Biel er að upp- götva alls konar hluti um kærasta sinn, Justin Timberlake. Þau eru afar ósam- mála um uppröðunina í ísskápanum. „Justin er búinn að vera piparsveinn mjög lengi,“ segir vinur parsins við tíma- ritið OK!. „Þau eru bæði vön sérstakri röð sem hlutirnir eiga að vera í í ísskápn- um. Þau hafa þurft að færa til bjórinn, vatnið og hnetusmjörið til að koma uppáhaldsmatvörum hvors annars fyrir.“ Justin timberlake og Jessica Biel: Það er ýmislegt sem breytist þegar kærustupar byrjar að búa saman, líka hjá fræga fólkinu. Jessica Biel er að uppgötva alls konar hluti um kærasta sinn, Justin Timberlake. Þau eru afar ósammála um uppröðunina í ísskápanum. „Justin er búinn að vera piparsveinn mjög lengi,“ segir vinur parsins við tímaritið OK!. „Þau eru bæði vön sérstakri röð sem hlutirnir eiga að vera í í ísskápnum. Þau hafa þurft að færa til bjórinn, vatnið og hnetu- smjörið til að koma uppáhalds- matvörum hvors annars fyrir.“ RíFast um íss ápinn Brad Pitt og Edward Norton skelltu sér saman á Radiohead-tónleika í Mílanó á dögunum enda báðir miklir aðdáendur. Býður Lily í heimsókn Robbie Williams segist sjá mikið af sjálfum sér í Lily Allen og hefur nú beðið hana að eyða með sér kvöldi í Los Angeles þar sem hann býr. Hann vonast til þess að geta boðið söngkonunni út að borða á uppá- haldsveitingastaðnum sínum áður en þau færu út að skoða himininn í leit að geimskipum. Vinur söngvarans sagði í viðtali við breska dagblaðið Daily Star: „Robbie elskar Los Angeles og vill hvergi annars staðar búa en það sem hann saknar mest af öllu er breski húmorinn. Honum finnst Lily vera mjög sjarmerandi hvað þetta varðar og vill endilega eyða smá tíma með henni.“ Vill ekki ofurkrafta Will Smith segist ekki vera til í að vera ofurhetja eftir að hafa leikið eina slíka í nýjustu mynd sinni, Hancock. Á frumsýningu mynd- arinnar í Bretlandi á dögun- um sagði Smith í viðtali við heimasíðuna Empire. „Líf mitt er nákvæmlega eins og ég vil hafa það svo ég get alls ekki ímyndað mér að vilja vera með einhverja ofurkrafta. Hancock er meira að segja svo mikil ofur- hetja að hann þarf að hafa fjöl- miðlafulltrúa. Fjölmiðlar fara yfirleitt það fögrum orðum um mig að ég þarf ekki einu sinni að ráða mér fjölmiðlafulltrúa.“ rífast um hnetusmjörið justin Timberlake og jessica Biel eru ósammála um hvernig uppröðunin í ísskápnum á að vera. Nýflutt saman jessica og justin eru nýflutt saman. Þetta er nýtt fyrir þeim báðum og litlir hlutir eins og ísskápurinn angra þau. daðRandi á FRumsýningu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.