Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 47
DV Helgarblað föstudagur 27. júní 2008 47 pokaskjatta. Í honum var höfuð Hasdrubals bróður. Ögurstund Kostir Hannibals voru ekki margir. Scipio yngri hafði yfir- gefið Spán og gengið á land með her sinn í Norður-Afríku, 26 ára var hann nánast orðinn Hannibal Rómverja. Stjórn Karþagó ákvað að kalla yfirhershöfðingja sinn heim frá Ítalíu. Sextán ára þrot- laus baráttan og löng sigurgangan höfðu engu skilað. Af hverju? Í fyrsta lagi kom aldrei til styrjaldarástands á Ítalíu og þjóðir þar litu aldrei á hann sem frelsara undan oki Rómverja. Í öðru lagi var enginn leikur að halda innrásarher ár eftir ár í landi óvinarins. Í Róm sjálfri datt engum í hug að leiða friðarsamninga en í Karþagó voru menn ýmist með eða á móti innrásinni. Og margir þar voru alfarið á móti langdregnu og kostnaðarsömu stríði Barca- ættarinnar á erlendri grund. Hannibal var nú orðinn 45 ára og hafði ekki komið til Karþagó í 35 ár. Það fyrsta sem hann frétti við heimkomuna var að litli bróðir, Mago, væri fallinn. Og nú var komið að ögurstund, Hannibal og Scipio yngri mætt- ust loks í orrustunni við Zama 202 f.Kr. Fílar Karþagómanna og 4.000 Makedónar dugðu ekki til. Sigur- vilji rómversku hersveitanna var meiri og að auki höfðu númidísku riddararnir gengið til liðs við þá. Sigurvegarinn tók sér nafnið Scip- io Africanus. Friðarskilmálarn- ir voru Karþagómönnum þungir; þeir urðu að láta af hendi öll lönd sín utan Afríku, herflota þeirra var bókstaflega eytt og þeir máttu greiða 260 tonn af silfri í stríðs- skaðabætur. Aftur í stjórnmálin Opinberum ferli Hannibals var þó hreint ekki lokið. Á síðasta ára- tug annarrar aldar f.Kr. tók hann á ný þátt í stjórnmálabaráttunni heima í Karþagó. Hann fékk sett lög gegn spillingu og vann ötullega að uppbyggingu verslunar og land- búnaðar. Karþagóbúar réttu úr kútnum en andstæðingar Hanni- bals voru sterkir og áhrifamiklir og þeir neyddu hann í útlegð. Antíokkus III af ætt Selevkíða réð yfir núverandi Tyrklandi, Sýr- landi og Írak. Hann tók Hanni- bal fagnandi. Hannibal vann þar leynt og ljóst að annarri innrás í Ítalíu. En Rómverjar urðu fyrri til. Þeir héldu í austur og sigruðu heri Antíokkusar við Magnesíu 189 árum f.Kr. Hannibal neyddist til að flýja. Hann hélt til Armeníu og tók þátt í stofna höfuðborgina Artaxata, hún heitir nú Jerevan. Prusías, konung- ur í Tyrklandi norðanverðu, tók því næst við honum en þar voru menn ekki hrifnir af Rómverjum. Hannibal tók til við að efla flota konungs með steinvörpum og leirkerjum fullum af slöngum og sporðdrekum. Hann leiddi flota en Prusías konungur stjórnaði að- gerðum landhers. Þessi aðferð var Rómverjum sérdeildis þungbær, þeir höfðu ekki fyrr unnið á land- her konungs en flota Hannibals bar að landi í vígahug. Rómverjar kröfðust framsals hans en hann greip til hrings og eiturs. Sagt er að síðustu orð Hanni- bals í húsinu við Marmarahaf- ið hafi verið eitthvað á þessa leið: „Nú er lag að hætta að hrella Róm- verja. Engin ástæða er til að bíða lengur eftir að sá maður, sem vald- ið hefur þeim ómældum erfiðleik- um, drepist.“ Komu frá núverAndi LíbAnon Borgin Karþagó var stofnuð á 8. öld f.Kr., skammt frá höfuðborginni í núverandi túnis en hún heitir einnig túnis. Þar settust fönikíumenn að en þeir komu frá núverandi Líbanon, þeir heita Púnverjar hjá rómverjum og því er talað um púnversk stríð. Þeir voru miklir verslunarmenn og höfðu efnahagslífið um Miðjarðarhaf vestanvert í höndum sér. Á 5. öld f.Kr. urðu þeir ekki síður hernaðarlegt stórveldi en þá lögðu þeir nýlendur grikkja á sikiley undir sig. Karþagó var stórborg, höfnin þar rúmaði að minnsta kosti 200 orrustufley og annað eins af verslunarflotanum. Þegar rómverjar höfðu lagt ítalíu undir sig hófust púnversku stríðin. í því fyrsta (264-241 f.Kr.) neyddust rómverjar til að leggja siglingar fyrir sig og urðu auðvitað allsráðandi á Miðjarðarhafi. í öðru púnverska stríðinu (218-202 f.Kr.) tókst Hannibal næstum að sigra róm en varð að lúta í lægra haldi, gefa eftir nýlendur og láta af stórveldisdraumum. nú tók við friðarskeið en margir rómverjar óttuðust að Karþagó væri að safna krafti, völdum og yfirráð- um. öldungaráðsmaðurinn Cató gamli er frægur fyrir þráhyggju sína en um hríð lauk hann öllum ræðum sínum í öldungaráðinu á þessum orðum: „auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.“ rómverjar réðust því enn til orrustu og í þriðja púnverska stríðinu (150-146 f.Kr.) unnu þeir Karþagó eftir mikið blóðbað. Borgin var brotin og sagan segir að salti hafi verið stráð yfir rústirnar svo þar þrifist aldrei líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.