Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 58
föstudagur 27. júní 200858 Helgarblað DV Tónlist Miðasala við innganginn síðastliðin ár hefur alltaf verið uppselt á Hróars- keldu-hátíðina rúmum mánuði áður en hátíðin hefst. í ár hefur miðasalan hins vegar ekki gengið alveg jafn vel og því verða miðar seldir við inn- ganginn í þetta skiptið. Hugsanlega má kenna háu miðaverði um það að ekki sé orðið uppselt en þeir sem hugsa sér að kaupa miða við innganginn ættu þó að vita að miðinn verður fimm þúsund krónum dýrari við innganginn.umsjón: krista Hall krista@dv.is Hjartadrottn- ingin komin út Hljómsveitin Motion Boys hefur nú skellt nýjasta lagi sínu, Queen of Hearts, inn á Myspace-síðu sína: myspace. com/motionboys. Lagið kemur auk þess út á smáskífu í dag og verður fáanlegt til niðurhals af bæði tonlist.is og Grapewire. net. Hljómsveitin hefur hingað til sent frá sér lögin Waiting to Happen, Hold Me Closer to Your Heart og Steal Your Love sem náðu töluverðum vin- sældum. Nú vinna strákarnir í Motion Boys hörðum höndum að því að klára fyrstu breiðskífu sína sem væntanleg er í haust og adáendur sveitarinnar hafa beðið með mikilli eftirvænt- ingu. HHHH „Ég er að spila á milli Sigur Rós- ar og Bjarkar svo maður er náttúr- lega á einhvern máta eins og kræki- ber í helvíti en maður verður bara að finna einhverja lausn á því,“ seg- ir Ólöf Arnalds sem kemur fram á Náttúrutónleikunum í Laugardaln- um á morgun. Ólöf hefur samið sér- stakan baráttusöng í tilefni dagsins sem nefnist Af stað og vonast til að sem flestir taki undir í viðlaginu. „Þetta lag kom bara til mín núna fyrir tónleikana. Það þykir nú ekk- ert voðalega fínt og er kannski ekki beint „inni“ í dag að gera baráttu- söngva en ég hugsaði bara með mér að fyrst maður væri nú að fara að spila á baráttutónleikum á annað borð þá gæti maður allt eins tekið það alla leið. Mér fannst þetta líka bara góð leið fyrir mig til að leggja mitt af mörkum og ég ætla að reyna að sameina allan hópinn í söng í viðlaginu. Það er svo rosalega ein- falt. Textinn er bara: Af stað, af stað á nýjan stað og lagið ósköp einfalt svo ég vona að flestir taki undir.“ Ólöf með nýtt efni Ólöf ætlar að eigin sögn að spila meira af nýju efni á tónleikunum enda vinnur hún nú að gerð sinn- ar annarrar breiðskífu. „Ég ætla að taka tvö cover-lög og spila fleiri ný lög heldur en gömul en ég er að byrja að máta nýja efnið fyrir nýju plötuna. Ef allt gengur að óskum kemur hún út fyrir næstu jól.“ Í byrjun árs eignaðist Ólöf lít- inn gutta og aðspurð hvernig gangi að sameina móðurhlutverkið og tónlistina svarar hún: „Mér finnst allt hafa gengið mér í haginn síðan strákurinn kom í heiminn. Það fylg- ir því svo mikil gæfa að eiga barn. Svo er maðurinn minn í fæðing- arorlofi núna og þegar það koma svona álagstímar eins og núna fyr- ir tónleikana þá er hann rosalega mikið með hann. Svo á ég líka mjög góða að.“ Ólöf segist að sjálfsögðu búast við því að snáðinn mæti á tónleik- ana á morgun og hlýði á mömmu enda tónleikarnir hugsaðir fyrir alla fjölskylduna. stærstu tónleikar Íslandssög- unar Diljá Ámundadóttir, ein úr hópi tónleikahaldara, tekur í sama streng og Ólöf og hvetur alla fjölskylduna til að mæta á tónleikana. „Það er al- veg tilvalið fyrir fjölskyldur að eiga saman góðan dag í Laugardalnum en það er bæði ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í sund í Laug- ardalslauginni og opið alveg fram á miðnætti. Við hvetjum líka alla til að koma ýmist hjólandi, gangandi eða í strætó þar sem bílastæðin eru af skornum skammti.“ Tónleikasvæðið verður opnað klukkan fimm en þá hefja strák- arnir í Ghostdigital og listamað- urinn Finnbogi Pétursson leikinn. „Þeir ætla að vera með umhverfis- hljóðverk í brekkunni. Klukkan sjö stígur Sigur Rós á svið og spilar til kortér yfir átta, Ólöf Arnalds kem- ur svo með gítarinn sinn og spilar í hálftíma og Björk byrjar klukkan níu og verður með rúmlega klukkutíma prógramm. Öll dagskráin ætti því að vera búin um klukkan tíu, í síðasta lagi hálfellefu.“ Aðspurð hvað reiknað sé með mörgum gestum á tónleikana svar- ar Diljá: „Ég reikna allavega með tuttugu til tuttugu og fimm þúsund manns en það eru alls konar tölur í gangi. Án efa geri ég ráð fyrir því að þetta verði stærstu tónleikar Ís- landssögunnar.“ Þeir sem vilja hita sig upp fyrir tónleikana og hlusta á baráttusöng- inn hennar Ólafar geta farið inn á heimasíðuna: http://www.nattura. info/Olof_Arnalds_AfStad.mp3 krista@dv.is Þýskt þungarokk í hæsta gæðaflokki Þýska þungarokkssveitin Contradiction er væntanleg á Klakann og ætlar að spila á þrennum tónleikum víðs vegar um landið. Hljómsveitin var stofnuð í Wuppertal í Þýska- landi árið 1989 og gaf út sína fyrstu plötu fjórum árum seinna. Á þeim tíma var þungarokkið ekki uppáhalds- stefna tónlistartímaritanna og fór því lítið fyrir sveitinni fyrr en árið 2003 þegar sveitin gaf út sína þriðju breiðskífu, Contra- minated. Í kjölfarið spilaði sveitin á yfir sjötíu tónleikum á tveimur árum og hefur frægðar- sól sveitarinnar risið ört eftir útgáfu fjórðu og fimmtu skífu hennar. Fimmta platan sem nefnist The Warchitect hefur fengið frábæra dóma í þekktum rokktímaritum, Meðal annars einkunnina 9,5 af 10 í Metal Revolution þar sem platan var sögð vera plata mánaðarins. Contradiction hefur einnig fengið frábæra dóma fyrir sviðsframkomu og því má búast við ógleymanlegum tónleikum fyrir sanna þungarokksunnend- ur.Hljómsveitin spilar 11. júlí á þungarokkshátíðinni Eistna- flugi í Neskaupstað ásamt rjómanum af íslenskum þungarokkurum, meðal annars goðsögnunum í HAM. 13. júlí mæta þeir svo ferskir á Húsavík þar sem þeir troða upp á Gamla Bauk en hljómsveitirnar Dark Harvest, Atrum, Innvortis og Disturbing Boner sjá um upphitun. Daginn eftir verður svo slegið upp heljarinnar tónleikum í Hellinum, Tónlist- arþróunarmiðstöðinni með Contradiction, Severed Crotch, Agent Fresco og Dark Harvest. Ekkert aldurstakmark verður á tónleikunum 13. og 14. júlí og er miðaverð þúsund krónur við dyrnar. Húsið verður opnað klukkan 18.00 í bæði skiptin og fyrsta band stígur á svið klukkan 18.30. Athygli er vakin á að tónleikarnir í Reykjavík eru búnir snemma, eða um klukkan 21, þar sem bandið heldur af landi brott síðar um kvöldið. krista@dv.is Contradiction með þrenna tónleika: Contradiction frá Þýskalandi spilar á íslandi í júlí. Kasabian í teKnóið Breska hljómsveitin Kasa- bian hefur nú tekið óvænta stefnu í tónlistarsköpun sinni en að sögn gítarleikarans Ser- ges Pizzorno er nýja platan með teknó-ívafi. „Tónlistin sem við erum að gera á rætur sínar að rekja til teknósins og danstónlistarinnar en er auk þess undir áhrifum frá sjöunda áratugnum.“ Forsprakki sveit- arinnar, Tom Meighan, segir að platan sé sú besta sem þeir hafi sent frá sér hingað til. „Við erum náttúrlega að keppa við síðustu plötuna okkar sem var með hinn stóra titil Empire svo þessi varð að vera betri.“ Sameinast í baráttusöng Ólöf Arnalds spilar ásamt Björk og Sig- ur Rós á Náttúru- tónleikunum í Laug- ardalnum á morgun. Hún samdi sérstak- an baráttusöng í til- efni dagsins sem all- ir geta sungið með. Tónlistarkonan Ólöf arnalds Ákvað að semja baráttusöng í tilefni tónleikanna á morgun. Diljá Ámundadóttir , ein úr hópi tónleikahaldara segir tónleikana á morgun án efa verða þá stærstu í íslandssögunni. sólótónleikar albarns Damon Albarn ætlar að koma fram á tónleikum í London 5. júlí næstkomandi og syngja lög af sinni fyrstu sólóplötu. Damon segir að það hafi síður en svo verið auðvelt fyrir hann að ætla að flytja þessi lög, hann hafi nefnilega þurft að ferðast alla leið til Afr- íku til að hafa uppi á tónlistar- manninum sem spilaði í ein- hverjum af lögunum. „Ég hef ekki svo mikið sem kíkt á þessi lög síðustu sex árin. Við þurft- um að fara alla leið til Sahara til að finna fólkið sem spilaði með mér á plötunni. Þetta fólk bjó úti um allt en það er ótrú- legt hversu auðvelt er að finna fólk ef þú ert með rétta fólkið að leita með þér,“ segir söngv- arinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.