Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2008, Síða 68
föstudagur 27. JÚNÍ 200868 Fólkið DV
keppnisskap
stjörnur í golfi:
Dýrins
gloss
hanDa
Dorrit
Í upphafi söfnunarátaks-
ins Á allra vörum var áætlað að
selja 10 þúsund varagloss yfir
sölutímabilið eða frá 1. maí til
31. ágúst. Salan hefur farið langt
fram úr áætlun og af því tilefni
afhentu forsvarskonur átaks-
ins Dorrit Moussaieff forsetafrú
tuttugu þúsundasta varagloss-
ið. Ágóða söfnunarinnar verður
varið í kaup á nýjum stafræn-
um röntgenbúnaði sem greinir
brjóstakrabbamein.
Horfið verður til fortíðar á Q-bar í næsta mánuði er haldið verður viðfangsmikið Studio 54-kvöld:
Dvergur óskast
Fangalist
Fangarnir á Litla-Hrauni fara
heldur betur á kostum með hönn-
un sinni Made in Jail. En um er að
ræða stuttermabolalínur með alls
kyns skemmtilegum myndum og
slagorðum. Hönnuðirnir í fangels-
inu eru með puttann á púlsinum
en hægt er að fá boli með mynd
af gasmanninum, ísbirni og fleiri
skemmtilegum samfélagsmálum.
Ekki virðast fangarnir vera sáttir við
Jakob Frímann Magnússon mið-
borgarstjóra en hægt er að kaupa
bol með mynd af Jakobi að benda
með vísifingri. Fyrir neðan mynd-
ina stendur Remove your art. En
varla hefur farið framhjá neinum að
graffítílistamenn kvarta sáran yfir
hreinsun borgarinnar á veggjalist í
stað veggjakrots. Heimasíða fang-
anna er inmate.is.
„Það komu allir með
það hugarfar að
hafa gaman af þessu,
en svo þegar þess-
ir menn eru komnir
saman út á völl og þeim
gengur vel kemur keppn-
isskapið upp,“ segir Ágúst Guð-
mundsson, einn af forsvarsmönn-
um Stjörnugolfmótsins sem fram
fór í fyrradag.
Þjóðþekktir Íslendingar fjöl-
menntu á golfvöllinn til
að taka þátt í skemmti-
legasta golfmóti lands-
ins. Ágúst segist söfnun-
ina hafa gengið vonum
framar. Endanleg tala er
ekki komin þar sem söfn-
unin er enn í gangi. En
Ágúst gerir ráð fyrir því
að ná meira en tveimur
milljónum. Eiður Smári
Gudjohnsen og Sverrir
Þór Sverrisson voru saman
í holli. „Þeir verða seint
heimsmeistarar en þeir
voru flottir á vellinum,“
segir Ágúst og tekur það
fram að Eiður hafi borið
af er kom að klæðaburði á
vellinum. Valdimar Gríms-
son, fyrrverandi lands-
liðsmaður í handbolta, og
Arnór Guðjohnsen, fyrr-
verandi landsliðsmaður í
fótbolta, gerðu sér lítið fyrir
og unnu á mótinu. „Það sást
til þeirra tveimur kvöldum áður í
miðnæturgolfi á vellinum þannig
að þeir voru búnir að lesa völlinn.
Þetta eru þvílíkir keppnismenn,
sérstaklega Nóri. Allir gömlu fót-
boltamennirnir hafa tekið hugar-
farið úr boltanum inn á golfvöll-
inn,“ segir Ágúst.
Ágóði af mótinu rennur til
Neistans, samtaka hjartveikra
barna. Þeir sem vilja leggja söfn-
uninni lið geta hringt í síma 908-
1000. hanna@dv.is
á vellinum
„Málið er það að ég og Q-bar erum að skipu-
leggja rosalegt kvöld í lok júlí sem verður eins konar
óður til Studio 54,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson rekstr-
arstjóri Q-bars. „Við sem komum að þessu kvöldi
ætlum að fara í myndatöku í tengslum við kvöldið
og okkur vantar dverg í myndatökuna og í partíið.
Í myndinni um skemmtistaðinn var dvergur og við
erum að reyna að ná sömu stemningu og var í Studio
54 á sínum tíma.“
Óli Hjörtur og félagar hann hafa leitað til síð-
unnar Myspace til að auglýsa. Aðspurður hvort ein-
hverjir hafi svarað auglýsingunni svarar Óli Hjört-
ur einfaldlega nei. „Ef ég á að vera hreinskilinn býst
ég ekki við að við finnum neinn. En það má alltaf
reyna.“ Myndatakan verður um mánaðamótin og
mun mörgum þekktum einstaklingum bregða fyrir á
myndinni fyrir Studio 54-kvöldið. Þar má nefna Ste-
ve Rubell, eigandi skemmtistaðarins, Any Warhol,
Grace Jones, Truman Capote, Diana Ross og Eliza-
beth Taylor.
Áhugasamir hafi endilega samband við Q-bar í
Ingólfsstræti.
Landsþekktir Íslend-
ingar spiluðu á alls-
herjar Stjörnugolf-
móti í fyrradag. Arnór
Guðjohnsen og Valdi-
mar Grímsson sigr-
uðu í stjörnugolfinu
og Eiður Smári bar af
í klæðaburði.
Töff golfarar örn Árnason, gunnar Hansson, sigurður sigurjónsson og sigmundur Ernir rúnarsson.
Spjallað tryggvi guðmunds-son og Valdimar grímsson spjalla um daginn og veginn.
Töffari Eiður smári guðjohnsen var flottur í tauinu en verður seint heimsmeistari í golfi.
Vinningshafarnir Valdimar grímsson og arn
ór
guðjohnsen sigruðu í stjörnugolfi. Hér eru
þeir ásamt
Ágústi guðmundssyni, forsvarsmanni stjö
rnugolfsins.
Flott á vellinum
Helga Möller er
söngkona,
flugþjónn og golfari.
Fyndinn golfari
Laddi tók sig vel út
í golfbílnum.
Auglýst eftir dverg Óli
Hjörtur á Q-bar leitar að
dverg fyrir myndatöku.