Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 6

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 6
www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi Upplifðu tilfinninguna að svífa í þyngdarleysi Komdu til okkar í Betra Bak og upplifðu óviðjafnanlega hvíldartilfinningu. Hið einstaka TEMPUR® efni í heilsudýnum og koddum aðlagast líkama þínum og gefur þér þá tilfinningu að þér finnst þú svífa. Hafðu það stillanlegt og þægilegt! Eitt mest úrval landsins af stillanlegum heilsurúmum. 25% afsláttur af öllum TEMPUR® koddum í febrúar 25% afsláttur af stillanlegum rúmum í febrúar 25% AFSLÁTTUR af TEMPUR® í febrúar Alls seldi Íbúðalánasjóður 29 eignir í síðasta mánuði. Tvær eignir voru seldar í 101 Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Ljósmynd/Nor- dicPhotos/Getty  Fasteignamarkaður Íbúðalánasjóður seldi 29 eignir Seldu íbúðir fyrir 459 milljónir í janúar „Þetta var nú ósköp eðlilegur mánuður. Þetta er um það bil ein sala á dag, þetta er oft meira en það,“ segir Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalána- sjóðs. Íbúðalánasjóður seldi 29 fasteignir í nýliðnum janúar. Söluvirði þeirra var rétt rúmlega 459 millj- ónir króna. Fasteign- irnar voru um allt land, frá 101 Reykjavík til Langanesbyggðar. Sú dýrasta var í Hafnar- firði og fékk sjóðurinn 30 milljónir króna fyrir hana. Sú ódýrasta var á Langanesi, þrjár milljónir króna. Íbúðalánasjóður á nú um 1.900 fasteignir. Í október í fyrra voru sjö eignasöfn sjóðsins sett á sölu en salan í janúar er þeim óviðkomandi. Bindandi kauptilboð bárust í öll eignasöfnin en í þeim eru um 400 íbúðir. Fasteignamat þeirra er um 6,5 millj- arðar króna. Sigurður segir að söluferli eignasafn- anna gangi samkvæmt áætlun. „Þetta er langt komið og sumt er alveg á lokametr- unum. Það er heilmikil umsýsla og frágangur við þetta,“ segir hann. -hdm á rið 2012 voru útgefin hér á landi 170 hljóðrit (geisladiskar og hljóm-plötur) með tónlist. Undanfarin ár hefur útgefnum hljóðritum með flutningi tónlistar fækkað talsvert frá því að fjöldi útgáfa var hæstur árið 2006, eða 292. Með tilkomu geisladiskanna undir lok níunda áratugar síðustu aldar hljóp verulegur vöxtur í útgáfu hljóðrita. Á árinu 1995 voru ríflega tvöfalt fleiri hljóðrit gefin út hér á landi miðað við árið 1990. Eftir nær sam- fellda aukningu í fjölda útgefinna titla frá 1990 og fram til ársins 2006, hefur útgáfan dregist nær samfellt saman, eða um 42 af hundraði. „Þetta hefur vissulega verið stöðugt áhyggjuefni í nokkur ár,“ segir Eiður Arnarsson, formaður félags hljómplötuút- gefenda. „Hins vegar hefur þetta komið mest niður á sölu erlendra titla, á meðan íslenskir titlar hafi verið að sækja í sig veðrið,“ segir Eiður. „Árin 2012 og 2013 voru t.d. á pari við árið 2006, sem var met- söluár, þó síðasta ár hafi kannski ekki verið merkilegt.“ Heildar söluverðmæti hljóðrita og staf- rænna skráa frá útgefendum nam árið 2013 466 milljónum króna, þar af nam sala hljóð- rita (diska og platna) hátt í 407 milljónum á móti um 60 milljónum af sölu tónlistar í niðurhali og streymi. „Streymið er komið til að vera tel ég, og það þýðir lítið að reyna að vinna gegn því,“ segir Eiður. „Neyslan hefur færst til og það er eðlilegt að þetta minnki. Spotify er með rúmlega 16 þúsund virka notendur á Íslandi og áskriftartekj- urnar af því eru um 300 milljónir. Svo það er auðvelt að sjá hvert peningarnir eru að fara,“ segir Eiður. „Stafræn útgáfa stendur þó ekki undir sölutölum þar sem fjármögnun á hljóm- plötuframleiðslu er orðin afar erfið. Ég er á því að ef þetta á ekki að fjara út þá eigi stjórnvöld að grípa inn í,“ segir Eiður. „Í hljómplötuútgáfu eru gríðarleg menn- ingarleg verðmæti sem hverfa ef ekkert er að gert. Á móti gætu íslenskir listamenn nýtt sér stafrænu miðlana betur og þannig fundið jafnvægi þarna á milli, sem er eitt- hvað sem ung kynslóð tónlistarfólks er alltaf að gera meira og meira af,“ segir Eiður Arnarsson, formaður félags hljóm- plötuútgefanda. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  tónlist útgáFa og dreiFing á geisladiskum Í hættu Stjórnvöld grípi inn í útgáfu á hljómplötum Hagstofa Íslands birti í gær, fimmtudag, úttekt á útgáfu hljóðrita á Íslandi allt frá árinu 1979. Þar kemur fram að á undanförnum 10 árum hefur sala á geisladiskum minnkað mikið og ekki sér fyrir endann á þróuninni. Frá því um miðjan síðasta áratug hefur útgáfa á hverja 1000 íbúa lækkað úr 0,9 í 0,5 hljóðrit. Eiður Arnarsson, formaður félags hljómplötuútgefenda, segir þetta ekki nýjar fréttir og að einhverjar breytingar þurfi að gera. Aftur á móti segir hann einnig þetta vera part af þróuninni og ekki gangi að berja hausnum í steininn. Mjög hefur dregið úr sölu geisladiska á síðari árum og nýliðið ár var ekki merkilegt í þeim efnum. Tiltölulega stutt er þó síðan Mugison metseldi plötu sína, Haglél. Streymið er komið til að vera tel ég, og það þýðir lítið að reyna að vinna gegn því. 6 fréttir Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.