Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 18
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 14 1 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Haukur trúverðugur og Fjaðrir óvæntur smellur Næst voru sérfræðingarnir spurðir um uppáhaldslag í keppninni í ár. Svörin voru eins misjöfn og þau voru mörg. „Milljón augnablik. Líklega það besta sem Kalli Olgeirs hefur gert. Þegar Haukur syngur eitthvað þá trúir maður honum líka bara. Mann langar bara til að vera ástfanginn eða vera aðalleikarinn í karl- kynsútgáfunni af Frozen.“ „Fjaðrir. Ekki kannski af því að mér finnist það endilega neitt ódauðlegt listaverk, en það er svo mikið antí-júró að mig langar að knúsa það. Kom eins óvænt og reggí- hljómsveit á Ku-Kux Klan árshátíð, og ég er hrifinn af krökkunum.“ „Piltur og stúlka, bara út af Birni Jörundi.“ Niðurstaða: Mat dómnefndar var mjög fjölbreytt. Flestir eru þó með Friðrik Dór, Maríu Ólafs og Björn Jörund í uppáhaldi. Kynnarnir í gylltum búningum Kynnarnir þrír voru í svörtum búningum á fyrra undanúrslita- kvöldinu en rauðum á því síðara. Upp á hverju taka þessar hressu stelpur á úrslitakvöldinu? „Það verður Fram- sóknargrænn litur. Engin spurning.“ „Kynnarnir verða nú flottar í hverju sem er, en mitt gisk er gylltur litur fyrir úrslitin.“ „Það er fátt sem mun koma í veg fyrir dúndrandi gyllingu á klæðum kynna á úrslitakvöldi. Allir aðrir litir eru taktlausir í þeirri stígandi sem hefur einkennt klæðaburð þeirra. Ef ekki gyllt þá væri afskaplega huggulegt að sjá þær marra í túrkislituðum kvöldfatnaði. Túrkisinn er nefnilega koma nefnilega sterkur inn.“ Niðurstaða dómnefndar: Gyllt. Framlag Íslands í Eurovision verður valið um helgina þegar úrslitin fara fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Sjö lög taka þátt og eru margir búnir að mynda sér skoðun á því hvaða lag muni vinna. Við leituðum til nokk- urra aðila sem hafa látið skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlum sem og hafa sterkar skoðanir á tónlist. Þau eru flest sannfærð um hvaða lag muni vinna, þó það sé ekki endilega það lag sem þeim líkar hvað best við. María Ólafs og Friðrik Dór keppa um sigurinn Álitsgjafar fréttatímans Friðrik Ómar söngvari. Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður. Dr. Gunni tónlistarmaður. Gunnar Sigurðarson hraðfréttamaður. Elsa Serenho Eurovision félagi í FÁSES. Védís Hervör Árnadóttir söngkona. Örn Úlfar Sævarsson auglýsingamógúll. Margrét Erla Maack fjöllistakona. Pétur Jónsson upptökustjóri. Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nú- tímans. Rúnar Róbertsson útvarpsmaður. Guðrún Gunnarsdóttir söng- og út- varpskona. StopWaitGo-bræður sigurstranglegir Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir sérfræðinga Fréttatímans var auðvitað hvaða lag muni vinna á laugardagskvöldið. Af áliti þeirra að dæma geta strák- arnir í StopWaitGo farið að pakka ofan í tösku og að líkindum fer María Ólafs- dóttir með þeim. „Það er morgunljóst að bræðurnir í StopWaitGo eru að fara í ferðalag til Austurríkis. Af þeim tveimur sem koma til greina þá er líklegra að Friðrik Dór ferðist með þeim. Það er ekki bara tyrkneskt útlit á söngvarans sem lætur púbblikkinn dæla smáskilaboðum til stuðnings laginu heldur býr drengurinn yfir dásamlegri rödd og fyrirmyndar sviðsframkomu.“ „Lítil skref eftir StopWaitGo. Snarpur krókur í þessu og afbragðsvel flutt. „Cur- rent“ hljóðheimur sem sómir sér vel á erlendri grundu. Þetta ber keim af „Let it go“ áhrifunum en vonum að enski textinn verði ekki eins einsleitur og sá íslenski.“ „Lítil skref. Það hefur bæði Röslönu-ber- fætta-frumkraftinn og Frozen-elementið sem fær alla sem eiga börn til að láta undan og lána þeim símann til kosningar.“ „Lítil skref vinnur þetta, það er grípandi og hún segir „Lítil skref“ yfir 13.000 sinnum í laginu og það virkar í Eurovision. Svo er hún eins og álfur og það er mjög íslenskt og sætt.“ Niðurstaða: Lítil skref með Maríu Ólafs- dóttur, eftir þá StopWaitGo drengi, er að fara til Austurríkis sem framlag Íslands, ef marka má sérfræðinga Fréttatímans. 18 úttekt Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.