Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 22
É g hitti Barða Jóhannsson tónlistar-mann á heimili hans í Reykjavík þar sem hann vinnur sína vinnu. Bæði sem tónlistarmaður og nú sinn eiginn útgefandi hjá fyrirtækinu Bang ehf. „Ég hef alltaf passað að halda útgáfu- réttinum að minni músík hér heima og síðan leigt hann til fyrirtækja erlendis, en þetta er í fyrsta sinn sem ég er að gera allt alveg sjálfur núna,“ segir Barði. „Í gegnum árin hef ég kynnst mörgum í mússíkbransanum og við ákváðum að „díla“ beint við dreifingaraðila úti. Þetta er nokkuð flókið þar sem platan mun koma út um allan heim, flestu er samt dreift frá Þýskalandi og Frakklandi. Þetta er mikil umsýsla en mig langaði alltaf að prófa þetta og finnst þetta spennandi,“ segir Barði. „Ég hef alltaf verið fastur í einhverjum samningum, annað hvort höf- undarsamningum við EMI og Universal eða með útgáfuréttinn leigðan á önnur fyrirtæki. Nú í fyrsta sinn er ég frjáls til að gera það sem mér sýnist. Ég hef ekkert á móti útgáfufyrirtækjum, en Sena gefur út Bang Gang hérna heima og finnast þau frábær. Ég hef bara mikinn áhuga á að reyna ný og krefjandi verkefni erlendis. Þetta er stór áskorun og mjög spennandi verkefni að þurfa að vera listrænn eina mínútuna og praktískur hina.“ „Það er búið að segja listamönnum mjög mikið að þeir geti ekki allskonar og þess vegna finnst mér mjög gaman að gera allskonar. Ég er engan veginn hinn týpíski listamaður, þó ég drekki kaffi og eigi trefil, en ég er alveg laus við kaffi- húsahangs, uppgerða tilvistarkreppu og almennt væl. Bransinn hefur breyst svo svakalega síðan maður byrjaði í þessu að það er allt hægt í dag,“ segir Barði. „Það situr líka alltaf eftir í mér setning sem var sögð við mig í upphafi ferilsins, þá sagði LEIKFÖNGIN FÆRÐU HJÁ KRUMMA /krumma.is www.krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Ég hef aldrei búið í Frakklandi Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson, sem oft er kenndur við hljómsveitina Bang Gang, gefur út nýja plötu undir nafni sveitarinnar í apríl. Það er fyrsta plata Bang Gang í 7 ár með nýju efni síðan platan Ghosts From The Past kom út árið 2008. Barði hefur þó ekki setið auðum höndum því hann hefur m.a. samið tónlist við kvikmyndirnar Would You Rather og hina frönsku Des Toutes Nos Forces sem dró um 700 þúsund manns í bíó í fyrra. Skrifað óperu með söng- konunni Keren Ann og unnið tónlistarmann- inum JB Dunckel úr hljómsveitinni Air. íslenskur útgefandi við mig með hæðnistón. „Heldur þú að þú getir sjálfur farið til útlanda og komið heim með plötusamning?“ Ég tók hann á orðinu, fór út og kom heim með samning við stærsta forleggjara í heimi á þeim tíma, EMI. Nýjasta plata Bang Gang kemur út á næstu mán- uðum og er það fyrsta plata Barða undir nafni sveitar- innar í 7 ár. Best of Bang Gang kom þó út 2010. Barði hefur þó verið mjög iðinn við önnur verkefni síðan 2008. „Ég gerði óperuna Red Waters með Lady & Bird sem var sýnd í Frakklandi í fjórum óperuhúsum og það eru kvikmyndaframleiðendur byrjaðir að vinna handrit að teiknimynd úr óperunni,“ segir Barði. „Ég og Keren Ann, sem er með mér í Lady & Bird, höfum alltaf verið með teiknimyndablæti og þessi ópera er kjörin í það form. Svo hef ég verið að gera mikið af kvikmyndatónlist sem er eitthvað sem ég get hugsað mér að gera meira af, sem og verkefni mitt og JB Dunckel úr Air, Starwalker, við erum tilbúnir með plötu sem kemur út síðar á þessu ári,“ segir Barði. „Nýja Bang Gang platan er sambland af lögum síðustu ára sem voru kláruð á þessu ári, Elsta lagið er margra ára gam- alt, það er ofur dramatískt lag sem ég náði ekki að klára fyrir plötuna Ghosts From the Past. Ég hef þó bara verið að gera svo margt að undanförnu að það hefur ekki gefist tími fyrir að klára nýju Bang Gang plötu fyrr en nú,“ segir Barði, sem er sam- hliða þessu öllu að vinna að klassísku verki verður flutt síðar á árinu. Kvikmyndatónlistin hentar vel Barði hefur gert tónlist kvikmyndir og segir það henta sér vel. Hann er tilnefndur til Eddunnar í ár fyrir tónlist sína í frönsku kvikmyndinni Des toutes nos forces. „Ég er búinn að gera tónlist við tvær erlendar myndir,“ segir Barði. „Eina hryllingsmynd og aðra fallegri og mér fannst hvort tveggja skemmtilegt. Það kemur sér betur ef 700 þúsund manns sjá myndina, eins og með Des toutes nos forces,“ segir hann. „Það var samt mjög gaman að gera tónlist í hrylli-tryllinn Would You Rather. Við sömdum tónlistina saman, ég og Daniel Hunt úr Ladytron. Svo fannst mér líka mjög gaman að vinna með Óskari Jónassyni í Reykjavík- Rotterdam. Mér finnst alveg líklegt að ég endi á þessu sviði,“ segir Barði sem hefur haslað sér völl í Frakk- landi. „Ég er nú ekki einhver metsölu listamaður en það hefur gengið ágætlega þar. Mín stærstu svæði eru Frakkland og Bandaríkin,“ segir Barði. „Svo hef ég farið svolítið til Kína. Ég er kannski ekki mjög þekkt- ur í þessum löndum en þarna býr bara svo margt fólk, svo þetta er stór markaður. Það er ótrúlega gaman að sjá þegar maður ferðast um heiminn hvað íslensk tónlist hefur verið stór þáttur í kynningu landsins. Mér finnst löngu kominn tími til að við Íslendingar fáum styttu af Björk. Það getur enginn neitað því að jákvæð kynning hennar á landinu og í gegnum árin er ómetanleg. Hún hefur líka opnað ótal dyr fyrir aðra ís- lenska listamenn sem hafa fylgt á eftir. Reynir að hafa þetta skemmtilegt Barði mun fylgja plötunni eftir eins og hann er vanur, en er þó ekki búinn að ákveða neitt í því samhengi. „Það er verið að ræða ýmislegt,“ segir hann. „Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt til að kynna plötuna. Það verða alla vega veglegir útgáfutónleikar hérna heima og svo tónleikaferð úti í lok sumars, eða í haust.“ Það hafa margir haldið í gegnum tíðina að Barði búi erlendis þar sem hann heldur sig yfirleitt til hlés þegar kemur að sviðsljósi fjölmiðlana en hann segir það mikinn misskilning. „Það er kannski ágætt að nota þetta viðtal til þess að leiðrétta þennan misskilning fyrir fullt og allt,“ segir Barði. „Ég bý ekki í Frakklandi og hef aldrei búið þar. Ég er spurður að því á hverjum degi hvort ég sé fluttur heim, ég hef aldrei flutt út. Þetta er alltaf í umræðunni,“ segir Barði með glotti. „Það getur vel verið að eitthvert blað hafi skrifað það án þess að spyrja mig og fólk gefi sér það bara. Ég hef lengst verið í Frakklandi í tvo mánuði, ef það telst sem flutningur þá hef ég flutt út. Það er það lengsta sem ég hef verið erlendis í einu á ævinni. Ég bara sést ekkert,“ segir Barði. „Ég er bara hér heima í Reykjavík að vinna, svo þarf ég að fara í stuttar vinnu- ferðir út, oft er skilyrði fyrir verkefnum að þau séu unnin úti. T.d. fjármagnaði bærinn Orleans í Frakklandi skrifin á óperunni, gegn því skilyrði að við myndum dvelja þar við að skrifa og semja. Annars er nær öll Bang Gang platan er tekin upp og samin hér heima, mér finnst það best,“ segir Barði og bætir við: „Við eigum svo ótrúlega mikið af hæfileikaríku tónlistar- fólki hérna heima. Það hefur verið ótrúleg framför í bransanum hérna. Snillingar á hverju strái.“ Barði hefur oft á tíðum þótt undarlegur í framkomu en hann segir það yfirleitt hafa verið vegna þess að fólk sé „óvant að tala við vampírur.“ Hvað meinarðu með því? „Ég skil ekki spurninguna.“ Ertu erfiður í samstarfi? „Nei, það held ég ekki, en ég get verið mjög harður við sjálfan mig og sýni mér enga vægð,“ segir Barði. „En maður verður að vera ánægður með það sem maður skilar frá sér og gera alltaf sitt besta. Ég á auðvelt að vinna með fólki sem talið er erfitt að vinna með, oftar en ekki er þetta „erfiða“ fólk með mikinn metnað eða djúpan annarar gráðu húmor sem getur misskilist, ef ekki hvort tveggja,“ segir Barði Jóhanns- son tónlistarmaður. Hægt er að fylgjast með Barða og Bang Gang á https://www.facebook.com/banggangband og http:// instagram.com/banggangband/ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Erfiðleikar eru yfir- leitt mis- skilningur á húmor og ég er með mjög misskilinn húmor. Nýjasta plata Bang Gang kemur út á næstu mánuðum og er það fyrsta plata Barða undir nafni sveitarinnar í 7 ár. Lj ós m yn d/ N ic ol as G ue ri n. 22 viðtal Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.