Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 28
Það var smá sjokk fyrir pabba þegar ég hætti í fótbolta til að ein- beita mér að leiklist en hann fyrirgaf mér það. PÁSKAEGG M EÐ TVEIMUR SANDLEIKFÖ NGUM HÆGT AÐ BREYTA Í FÖTU 2850 kr PÁSKAEGGIN Leikfangg frr KÍKTU Á VEFVER SLUN KRUMMA.IS Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is B estu ár mín eru að baki en hann á allt lífið fram undan,“ segir Hörð-ur Magnússon íþróttafréttamaður um son sinn, Tómas Geir, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína með liði FG í Gettu betur. Úrslitin í Gettu betur réðust á miðviku- dagskvöld. Þá fór Tómas Geir fyrir liði Fjöl- brautaskólans í Garðabæ sem atti kappi við lið Menntaskólans í Reykjavík. Tómas og liðsfélagar hans áttu aldrei séns og töpuðu á endanum með nokkrum mun. Þau geta þó borið höfuðið hátt eftir frækna frammistöðu í vetur. Pabbi var líka í Gettu betur Tómasi Geir þykir svipa nokkuð til pabba síns, bæði í útliti en ekki síður í skapgerð. Báðir eru þeir miklir keppnismenn og til- finningaverur. „Tómas er ótrúlega mikill keppnismaður og gríðarlega tapsár,“ segir Hörður um son sinn. „Við spilum alltaf á annan í jólum, fjöl- skyldan. Þegar við höfum verið saman í liði höfum við nær alltaf unnið. Ég man eftir einu skipti þar sem við þó töpuðum í borðs- pili og það varð allt vitlaust bara. Mamma hans er kappsöm líka.“ Hörður segir að sonurinn hafi spurninga- áhugann frá foreldrum sínum. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á spurningakeppn- um og spiluðum Trivial Pursuit mikið á sínum tíma. Ég keppti sjálfur í Gettu betur með Flensborg. Ég held að það hafi verið annað árið sem keppnin var haldin. Við unnum í útvarpinu, sem þá var á Skúlagötu, og komumst í sjónvarpssal.“ Erfitt fyrir pabba þegar ég hætti í boltanum Hörður var einn skæðasti framherjinn í ís- lenska fótboltanum á sinni tíð. Hann segir að Tómas hafi verið í fótbolta þegar hann var yngri og nokkrir vina hans séu nú að spila með FH. „Þegar hann var tólf eða þrettán ára var hann frá í eitt og hálft ár vegna krónískra bakmeiðsla. Þau bundu enda á hans feril,“ segir Hörður. Hörður segir að það sé engin tilviljun að Tómas hafi náð svona langt í Gettu betur. „Hann nær yfirleitt því sem hann stefnir að.“ Sjálfur segir Tómas að það hafi verið erfitt fyrir pabba sinn þegar hann hætti í boltanum. „Það var smá sjokk fyrir pabba þegar ég hætti í fótbolta til að einbeita mér að leiklist en hann fyrirgaf mér það. Hann hefur alltaf mætt á sýningarnar mínar og er stoltur af mér.“ Hafnfirðingur í skóla í Garðabæ Það vekur einmitt nokkra athygli að Tómas skuli stunda nám í Fjölbraut í Garðabæ enda af þekktum Hafnfirðingum kominn í báðar ætti. Pabbi hans lék með FH og föður- afinn, Magnús Ólafsson leikari, hefur lengi haldið merki bæjarins á lofti. Skýringin er einfaldlega sú að Tómas hafði áhuga á leik- list og það er boðið upp á sérstaka leiklistar- braut í FG. „Ég vildi auðvitað að hann færi í Flensborg eins og pabbinn,“ segir Hörður. „Þetta sýnir hvað hann hugsar sjálfstætt og fram í tímann. Hann var tilbúinn að yfirgefa vinina fyrir þetta nám. Systir hans gerði einmitt það sama en hún útskrifaðist fyrir einu eða tveimur árum.“ Á leið í heimsreisu með vinum sínum „Þegar ég byrjaði á leiklistarbrautinni í FG þekkti ég ekki neinn. Ég hafði komist í úrslit með spurningaliðinu í grunnskóla svo ég var spurður hvort ég vildi ekki mæta í forpróf fyrir Gettu betur. Ég gerði mér ekki miklar vonir en komst samt í liðið og hef verið öll fjögur árin. Úrslitaviðureignin var fjórtánda keppnin mín. Við höfum alltaf komist í sjónvarpið en aldrei náð svona langt,“ segir Tómas. Tómas segir að uppeldið hafi gagnast sér vel í Gettu betur. „Pabbi og mamma eru bæði mjög menningarlega sinnuð og vel með á nótunum í tónlist og kvikmynd- um. Það eru einmitt mínir flokkar í Gettu betur.“ Hann hefur ekki látið sér Gettu betur nægja. Í vetur hefur hann verið forseti nem- endafélagsins og keppt í Morfís. Þá hefur hann líka leikið í söngleikjum í skólanum en lét það vera í vetur. „Ég útskrifast í vor og ætla mér að verða leikari í framtíðinni. Ég fór í prufurnar í LHÍ í janúar og komst í 40 manna hópinn. Það verða aftur prufur í janúar á næsta ári og þá reyni ég aftur. En þangað til ætla ég að fara í heimsreisu. Það er búið að vera klikkað að gera síðasta árið og nú ætla ég að ferðast með vinum mínum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Tilfinningavera eins og pabbi Tómas Geir Harðarson fór fyrir liði FG sem komst alla leið í úrslit Gettu betur í vikunni. Tómas er af þekktum Hafnfirðingum kominn og pabbi hans, Hörður Magnússon íþrótta- fréttamaður, er stoltur af árangri sonarins. Tómas Geir ætlar sér að verða leikari í framtíðinni en að útskrift lokinni í vor ætlar hann að skella sér í heims- reisu með vinum sínum. Feðgarnir Tómas Geir og Hörður í Hafnar- firðinum. Þeir eru svipaðir í skapgerð; báðir tilfinningaverur og tapsárir. Hörður er stoltur af árangri sonar síns sem komst í úrslit Gettu betur með FG. Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 13.-15. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.